Færsluflokkur: Bloggar
2.6.2008 | 09:33
KONUR OG KYNLÍF
Þessi könnun, þó gömul sé er áhugaverð.
Ég var með 6 vinkonum í smá reunion um helgina. Þar, eins og svo oft áður þegar ég hef verið í félagsskap kvenna, missti ég hökuna niður á gólf
Af þessum sex vinkonum eru fjórar giftar, ein í tiltölulega nýrri sambúð og ein með kærasta sem hún hefur átt lengi
Fjórar þeirra segjast ekki sækja eftir kynlífi!!!
Þeim væri nánast sama þó þær þyrftu aldrei að stunda kynlíf!
Ein sagðist ekki geta verið án þess en fengi nánast aldrei fullnægingu nema þegar hún væri ein með sjálfri sér og síðasta (gift lengst) sagðist vilja sitt kynlíf amk fjórum sinnum í viku og engar refjar.
Ein spurning úr könnuninni:
Hvort finnst þér betra að vera með karlmanni með stóran eða lítinn lim?
20 % sögðust kjósa stóran lim
36 % sögðust vilja milðungs stóran lim
42% sögðu það ekki skipta máli
1,3 % sögðust kjósa lítinn lim
Yeah right!
Kveðja Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2008 | 17:28
Á MAÐUR AÐ ÞORA AÐ VONA....
Ég er að fara á taugum hérna fyrir framan sjónvarpið :)
20-23 fyrir Íslandi og ég meika varla að horfa á þetta!
Kveðja Andrea og strákarnir okkar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2008 | 14:50
KNOCK KNOCK
Hvaða djöfulsins rugl er þetta? Fólk hefur nú ætt inn fyrir minni sakir en þetta!
Og á meðan það er beðið kurteisislega á tröppunum drepst fólk eins og flugur úr hungri og vosbúð!!
Andskotinn!
Búrmastjórn vísar gagnrýni á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2008 | 14:39
ÁRANGURSMÆLINGAR?
Undarlegur fjandi að aðalmál fréttarinnar sé að 19 bandarískir hermenn hafi fallið. Eru 19 Bandaríkjamenn merkilegri en tæplega 600 óbreyttir borgarar af því að þeir eru Írakar?
Og er hægt að setja þetta fram eins og þetta sé góður árangur?
Kveðja Andrea
Mannfall í liði Bandaríkjahers ekki verið minna í fjögur ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 18:25
MIG VANTAR TILLÖGUR!!
Jæja, þá er það matarhollustuátak- aftur!
Mig vantar tillögur af morgunverða- boozt/smoothy
Kannski ekkert endilega heilu uppskriftirnar, en tillögur um hvað er sniðugt að setja í svoleiðis.
Tillögur um korn/hnetur væru vel þegnar
Kveðja Andrea smooth
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.5.2008 | 14:31
ÞETTA ER KENNSLUBÓKARDÆMI UM HVERNIG Á EKKI AÐ GERA ÞETTA!
Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að múslímar ná að innleiða sínar reglur og sín gildi í löndunum sem þeir flytjast til
Hinn vestræni heimur er svo upptekinn af misskilinni pólitískri rétthugsun að þjóðirnar eru algjörlega að missa tökin á samfélögum sínum.
Það er ekkert athugavert við að fólk flytjist á milli landa og kjósi sér búsetu þar. Hvorki múslimar eða aðrir.
Það sem er athugavert er að stjórnvöld gefi afslátt af lögum, reglum og lífsgildum sem þeir hafa samþykkt að búa við!
Af ótta við að þykja fjandsamlegir hafa flest samfélög gefið afslætti á grundvallaratriðum og sérstaklega þegar múslimar eru annars vegar. Þeir hafa fengið svigrúm til að flytja með sér sín gildi og ekki síst þau sem vestrænar þjóðir hafa mestu óbeit á. Þeir hafa komist upp með að flytja með sér óvirðingu og kúgun á konum til landa þar sem konur hafa barist fyrir jafnrétti með blóði, svita og tárum með ágætis árangri. Þær konur eru núna stimplaðar sem hórur og þaðan af verra af þessum nýju löndum þeirra.
Hvaða vit er í því að vestrænar þjóðir hjálpi til við að halda á lofti gildum sem okkur finnast brot á mannréttindum, brot á lögum og brot á mannlegum gildum?
Tökum á móti fólki með opnum örmum ef við ætlum að leyfa þeim að koma. EN stöndum vörð um okkar gildi
Kveðja Andrea æsssssta
ps. Ég get ekki séð að rökin sem frakkarnir nota til að réttlæta dóminn haldi vatni! Hvernig var það sannað fyrir dóminum að konan var ekki "hrein mey"?
OG Ef ég er ekki "hrein mey" er ég þá óhrein? Gerir kynlíf mig óhreina?
Hvaða rugl er þetta?
Er ekki kominn tími til að henda þessu orðasambandi út um gluggann?!
Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
31.5.2008 | 11:28
SUMARIÐ GETUR EKKI KLIKKAÐ ÚR ÞESSU!
EM 2008 OG Björk OG Sigur Rós!
Hvað er hægt að biðja um meira?
Já, alveg rétt!
Gott veður á tónleikunum og vikurnar á undan og slatta af vikum á eftir.
Má samt ekki vera mikil sól á meðan leikirnir í EM eru í sjónvarpinu. Svo pirrandi að þurfa birgja alla glugga með álpappír!
Djöfull hlakka ég til!
Kveðja Andrea
Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.5.2008 | 11:03
FROSKAR OG ÞORSKAR
Vonandi skiljið þið "Orðið á götunni" ekki út undan þegar þið eruð á netflakki!
Þar má oft lesa fréttirnar á undan fréttunum þó þeir hafi ekki alltaf hitt naglann á hausinn.
En þessi frétt er náttúrulega bráðfyndin!
Kveðja Andrea froskaþorskur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 00:25
SEX skór AND kjólar THE töskur CITY cosmopolitans
Ég er eiginlega ekki chick-flick týpan- amk ekki þessi sem fer í bíó og skæli yfir rómantískum gamanmyndum EN.......
Það geta ekki allar stelpumyndir verið Sex and the City!
Lét vinkonurnar plata mig í bíó og þær eru búnar að vera svo æstar yfir myndinni að þær keyptu miða á midi.is fyrir 2 vikum!!
Önnur þeirra var sérlega illa haldin enda búin að glápa á alla þættina úr öllum seríum allavegana fjórum sinnum! Ég hef bara séð þá einu sinn- OK þá, þrisvar! Einu sinni í imbanum og tvisvar á DVD. Með flensu í bæði skiptin- eða þannig hljómar sagan að minnsta kosti og ég seldi mér hana alveg um leið!
Í stuttu máli:
Myndin er flott!! Alveg eins og laaaaangur þáttur og allar skvísurnar samar við sig. Big alveg jafn mikið sjarmatröll og mig minnti.
Skórnir GEÐVEIKIR og töskurnar TO DIE FOR!
Verða allar stelpur sem geta staðið uppréttar á hælum að sjá þessa
Kveðja Andrea Bradshaw
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
30.5.2008 | 15:01
AUÐVITAÐ ÞURFA ÍSLENSKU FÉLÖGIN AÐ HÆKKA NÚNA Í EINUM GRÆNUM...
Til þess að jafna út lækkunina sem hefur orðið á heimsmarkaðsverðinu í gær og í dag!
Ekki hægt að ætlast til þess að þeir lækki jafn fljótt og þeir hækka og ekki heldur hægt að ætlast til þess að þeir lækki án þess að hækka fyrst!!
Þá væru þeir að fá minna fyrir líterinn!
Hvað eru mörg hækk og lækk í því!
Kveðja Andrea aum í rassinum
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Dekrað við nauðgara í fangelsi
- Pæling III
- Bætt úr húsnæðisvanda heimilislausra: Sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- Bæn dagsins...
- Orðalag og skynjun almennings
- Sjálfstæði kommúnistaflokkurinn toppar siðleysið
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það