Leita í fréttum mbl.is

NJÁLSGÖTUSYNDROME

Óþolandi!
Hvað er að fólki? Hvernig getur það sett sig upp á móti því að fólk flytji sig í hverfið þeirra bara af því að þeim finnst það ekki nógu fínt á pappír?

Ég fullyrði að fólkið sem býr í Norðlingaholti er ekkert merkilegra fólk og á ekkert meiri rétt á búsetu þar, en það sem yrði á áfangaheimilinu 

Samkvæmt undirskriftarsöfnunni er ég meira að segja viss um að það er meira varið í fólkið sem kæmi til með að vera á áfangaheimilinu en þessum sem skrifa undir

Kveðja Andrea


mbl.is Íbúar í Norðlingaholti afhenda borgarstjóra undirskriftir gegn áfangaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

úff hvað ég er sammála þér, skrifaði einmitt um þetta líka.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Andrea

Linkurinn er í klessu Grétar

Var að lesa þinn pistil Nanna. Fínn!

Andrea, 11.7.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: tatum

Ég verð nú bara að taka undir þetta með íbúum í nærlyggjandi raðhúsum!  Ég vildi ekki ala börnin mín upp með "BIRGIÐ" í næsta húsi, við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að "fíkn" er fíkn og ekki er aðvelt að losna við fíknina!  Farið inná stofnanir sem fólk er að berjast við krabbamein, lömun og segið því fólki að fíkn sé sjúkdómur! Talið við reykingafólk "það er fíkn líka" og segið því að þau séu sjúklingar og geti hætt í norðlingaholtinu! Örfáir ná að hætta en þeir eru fáir, þannig að þessi starfsemi á ekki heima í barnahverfi. því segi ég nei!!!!

tatum, 11.7.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Tatum, við skulum vona að engin sem þér þykir vænt um sé haldin einhverri fíkn, sem er næstum ógerlegt. Tölur segja að allir íslendingar séu annað hvort aðstandendur eða fíklar sjálfir.

Smá umburðalyndi er eitthvað sem þú mátt tileinka þér. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 11:25

5 identicon

Hvaða, hvaða, hvaða, er það nú læti í fólki út af engu ! Áfangaheimili fyrir fíkla rekið af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, líkja því saman við Birgið hmmm?

Vill þá bara upplýsa fólk um að slík heimili eru í nokkrum hverfum borgarinnar og hafa verið svo árum skiptir í samfélagi við börn og aðra menn án nokkura vandræða. Fjöldi fíkla náð þar að eignast nýtt líf.

Já fíkn er fíkn og hvað? Er bannað að reykja og drekka í barnahverfum? Ég er þá ekkert smá ánægð með það :)

Áfangaheimili fyrir fíkla er ekki það sem hættulegast börnunum okkar onei, flestar hætturnar leynast á heimilum blessaðra barnanna því miður! Já það er þetta með glerhúsið og grjótið!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nákvæmlega Guðbjörg, það er ansi mikil hroki að halda því fram að það sé til hverfi sem er laus við öll vandamál og þar á meðal fíkn.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 11:34

7 Smámynd: Andrea

Oh ofurskutlan bregst ekki frekar en fyrri daginn ;)

Andrea, 11.7.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt    og góða helgi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 12:37

9 identicon

Andrea og  Nanna. Hvernig er að búa skýjum ofar lítandi niður á allt og alla?

marco (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:10

10 Smámynd: Andrea

Þú meinar alla á undirskriftalistanum;)
Auðvelt
Ég bý í nágrenni við gistiskýli fyrir göturóna og það hefur aldrei angrað mig.

Andrea, 11.7.2008 kl. 13:13

11 Smámynd: Andrea

Þú meinar þá væntanlega að SÁÁ fari ekki illa með almannafé?
Ég er búin að kynna mér málið

Andrea, 11.7.2008 kl. 13:21

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Marco ef við erum upp í skýjunum að líta á allt og allt hversu langt er þá verið að líta niður á þetta ólánsfólk sem virkilega þarf á þessari aðstoð að halda.

Grétar þetta snýst ekki bara um það heldur líka vill fólk ekki "svona fólk" í kring um sína.  Fyrir utan þá má alveg meta deila um hvort áfengaheimili sé misnotkun á skattpenningum.  Að mínu mati eru penningarnir vel varðir í þau málefni enda þörfin mikil.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 13:24

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ignorance is bliss

Brjánn Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 13:35

14 identicon

Þannig var nú það, hver er það hér sem er fær að dæma um hvort SÁÁ eða einhverjir aðrir eru færir um að fara vel með almanna fé, þetta er í besta falli rökleysa. Ef á að horfa á málið út frá þessum rökum þá spyr ég: eigum við bara ekki alveg að hætta að hjálpa þeim sem minna mega sín og hafa farið út af hinu svokallaða spori. Mætti hugsa sér að leggja niður SÁÁ, sparnaður þar! leggja niður meðfeðardeild Landsspítalans fyrir fíkla , sparnaður þar! Áfangaheimili hin ýmsustu svei! Má nú aldeilis spara þar!

Svo mætti bara vel hugsa sér að smala liðinu eitthvert upp í sveit og fá einhvern "sjálfskipaðan sendiboða hins góða" til að passa það, án alls eftirlits að sjálfsögðu því það kostar peninga og við skattborgarar eru sko ekki til í að láta fara svona illa með okkar almannafé. Þá þurfum við að minnsta kosti ekki að horfa upp á þetta, hvað þá börnin okkar! Við skulum svo bara muna það að þegar upp kemmst um gengdarlausa misnotkun og illa meðferð á þessu fólki að það bara kemur okkur ekkert við enda ekki í okkar hverfi.

Hvað er eiginlega í gangi hér?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:02

15 Smámynd: Andrea

Amen skutla!!!

Andrea, 11.7.2008 kl. 15:06

16 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert svo hörð Andrea

Ómar Ingi, 11.7.2008 kl. 17:25

17 identicon

Andrea hörð, nei þvert á móti með stórt og hlýtt hjarta :)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:38

18 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála Guðbjörgu, Andrea er með mjög stórt hjarta.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 18:29

19 Smámynd: Andrea

Ég hörð?! Hljómar eins og þú haldir að ég sé algjör bredda. Er það sko ekkert
Takk stelpur :)

Andrea, 11.7.2008 kl. 18:33

20 identicon

Andrea og Nanna.  Þetta fólk sem vill ekki þessa starfsemi í sínu umhverfi er í fullum rétti með að láta þá skoðun í ljós án þess að verða fyrir hatursfullum, fasískum og rétthugsandi fordómum ykkar.

marco (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 18:50

21 Smámynd: Andrea

Það er hatursfullt að telja sig og sína of merkilegt fólk til að vera innan um fólk sem hefur orðið undir í lífinu

Andrea, 11.7.2008 kl. 19:17

22 identicon

Þetta er bara ómerkilegt bull.

marco (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 20:21

23 identicon

Marco hefur mikið að segja í sem styðstu máli.Sammála honum.Legg til að engin fari að deila við Nönnu,hún veit allt.

A Hrafngrímur (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:24

24 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Tjara, það er alltaf kvartað sama hvaða stofnun á að opna í íbúðarhverfum. Fólk á að kynna sér málið áður en það tapar sér af hræðslu við það óþekkta.

Marta Gunnarsdóttir, 12.7.2008 kl. 15:10

25 Smámynd: Andrea

Nákvæmlega.
Og þessi málflutningur þinn Grétar er þér ekki til framdráttar. Málið er svo einfalt.
Það á enginn meiri rétt til að búa einhversstaðar en annar.

Andrea, 12.7.2008 kl. 15:20

26 Smámynd: Andrea

Ég hef aldrei sagst ekki vita hvað áfangaheimili er. Þekki það reyndar ágætlega, mjög vel even;)
Og þegar talað er um langt leidda neytendur er mælikvarðinn ekki hvað þeir hafa farið oft í meðferð, heldur hvað þeir hafa verið orðið mikið veikir í sinni neyslu.
Tökum dæmi:
20 ára stelpa.  5 ár í neyslu og einu sinni farið í meðferð sem hún kláraði ekki. Farin að sprauta sig með hverju sem kemur henni í vímu. Fer aftur í meðferð og klárar og stendur sig það vel að henni er komið fyrir á áfangaheimili (í þínu hverfi?) Þar sem hún staðnaði í félagslegum þroska og kann ekkert á lífið er henni kennt það smátt og smátt á áfangaheimili.
En þið í Norðlingaholtinu viljið ekki að hún fái tækifæri til að læra það í YKKAR hverfi
Ykkur er í rauninni sama hvar- og um þennan veika einstakling- bara ef hún hypjar sig eitthvað annað

Mér finnst það sick

Andrea, 12.7.2008 kl. 17:59

27 Smámynd: Andrea

Ok segjum þá 45 ára og búin að fara 100 sinnum í meðferð! Hvaða máli skiptir það?
Búseta á Norðlingaholti er kannski bara það sem vantar upp á að "hún" nái að halda sér á beinu brautinni.

Skil ekkert í þér að leyfa "kardimommukonu" að flytja í sömu blokk. Átti enginn penna í blokkinni?

Andrea, 13.7.2008 kl. 12:55

28 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Umrætt áfangaheimili í Hólavaði er áreiðanlega ekki ætlað fólki í neyslu, heldur fólki í bata. Allavega hef ég skilið það þannig. Sem þýðir að þeir sem lenda aftur í neyslu missa plássið sitt og eru því ekki að angra nágrannana.

Alkóhólismi er skilgreindur sem sjúkdómur og alkóhólistar eiga sama rétt og aðrir sjúklingar, það er nú bara þannig samkvæmt lögum.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.7.2008 kl. 20:42

29 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Grétar ef þetta snýst eingöngu  um hvernig ríkisstjórn sneri að þessum kaupum, afhverju ertu þá ennþá að rífast um hvað áfangaheimili er og hvort það hafi rétt á sér yfir höfuð?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 09:11

30 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Afhverju getur stórt og vel gert afangaheimili ekki verið hagkvæmt.  Fjöldinn skiptir ekki alltaf máli.  Ég hef unnið á heimilum þar sem allt er troðið og skammt af öllu og það bitnar á öllum.  Svo þegar vel er staðið af heimilum þá ganga hlutirnir mikið betur því jafnvægi og vellíðan bæði hjá starfsfólki og vistmönnum skiptir máli.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.7.2008 kl. 10:43

31 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Pff Grétar þú greinilega þekkir ekki söguna vel.  Það fylgir yfirleitt ekki mikil ónæði með svona heimilum.  Ég ráðlegg þér að prófa að vinna á áfangaheimili áður en þú dæmir þetta svona rosalega.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.7.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband