Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 21:38
AUGLÝSINGAR
Mér finnst sjónvarpsauglýsingar stundum skemmtilegar eða flottar- og stundum bæði. En það er svo mikið af asnalegum auglýsingum að stundum kreppist ég saman af ógeði yfir þeim!
Ajax professinoal- eitthvað undraefni sem þrífur heimilið á meðan þú blikkar auganu.
Sú auglýsing er búin að vera í gangi í amk tvær vikur með vitlausri stafsetningu. "Legðu fyrir það próf"
Loksins er einhver búin að laga þetta en ekki fyrr en amk tveimur vikum seinna.
Opal auglýsingarna- mér verður órótt þegar ég sé þær. Núna er þeir að velta auglýsingu þar sem tveir skeggjaðir og skítugir menn standa með andlitin þétt saman.
Ég finn olíu- og svitalyktina af þeim alveg inn í stofu
Ajax auglýsingin er erlend en íslenskuð með lélegum árangri. Ég kaupi ekki Ajax það sem eftir er!
Opal auglýsingaserían er búin til hér en ég fæ hroll þegar ég sé þær og ekki minni þegar ég sé Opal út í búð.
Er það bara ég?
Kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2008 | 21:40
52 FLUGDÓLGAR!
Það hefði aldeilis ekki verið tekið með þegjandi þögninni ef 52 farþegar hefðu neitað að fara frá borði flugvélar frá Icelandair eða öðru vestrænu flugfélagi.
En í Kína er þetta allt í lagi sýnist mér. En guð forði þeim frá því að mótmæla mannréttindarotum!
Skrítin veröld. Ég vil samt frekar fá að mótmæla en hanga í flugvél endalaust
Kveðja Andrea
Farþegar neituðu að fara frá borði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.6.2008 | 21:11
FAGUR FÓTABURÐUR!
Frábær leikur og frábær úrslit!
Spánverjar eru eins og ballettdansarar með boltann og ekkert lið verðskuldaði þennan sigur eins og Spánverjar verðskulduðu hann!
Torres er náttúrulega snillingur og Senna ekkert síðri!
Ég hefði aldrei getað horft aftur á fótboltaleik ef Þjóðverjar hefðu unnið, þvílíkar voru yfirlýsingarnar og veðmálin fyrir leik
En- ég er 5.þúsundkalli ríkari en ég var fyrir leikinn :)
Kveðja Andrea
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 10:54
SVAÐILFÖR
Ég veit ekki alveg hvar hausinn á mér var í gærkvöldi- líklega hálfur ofan í hvítvínsflösku.
En ég lét plata mig í svaðilför um helgina og það virkar ekkert hjá mér að finna undankomuleið! Áður en ég vissi af var ég búin að samþykkja að fara á sjóstangaveiðimót út í Grímsey!
Já- fokking Grímsey! Út á hjara veraldar, næsti bær við Norður-Helvíti
Spáir rigningu og roki og ég á eftir að æla frá mér alla glóru. Sem getur nú ekki verið svo mikil þar sem mér fannst þetta góð hugmynd á einhverjum tímapunkti!
Nú þarf ég að æða um allan bæ til að redda mér svona úti á sjó fötum- hvað sem það nú er, kaupa upp birgðir landsins af sjóveikistöflum og Gini
Ég á ekki von á að koma aftur. Dey líklega
Kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.6.2008 | 15:07
ELMO THE DILDO?
Það eru nokkur atriði sem virka sláandi á mig í þessari frétt!
UNDARLEGASTA FRÉTT SO FAR
Sko; maðurinn hefur ekki meiri not fyrir lim sinn- sem hann kallar Elmo
Hann ætlar að ánafna reðursafninu Elmo ásamt eistum!
Æi, held ég sé ekkert að tína einstaka atriði úr fyrir ykkur. Þið verðið bara að lesa þetta sjálf!
Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta sé nýja útgáfan af dildo´s
Pass
kv Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.6.2008 | 10:30
EINMITT
Nýbúið að færa mér fréttir af því að mannaskítur flæðir út í víkina og núna segja þeir að mér sé óhætt að baða mig þar af því að mengunin er undir umhverfismörkum!
Ó nei! Hún er ekki undir mínum umhverfismörkum! Glætan að ég svamli um í manna þó hann sé ekki nógu mikill til að ná einhverri ímyndaðri kúrfu ímyndaðra manna með ímyndað mælitæki!
Kv.Andrea
Mengun undir umhverfismörkum í Nauthólsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2008 | 23:50
FEIMIN DAÐURDRÓS!
Ég er í hálfgerðu bloggsjokki hérna!
Djöfull nenniði að lesa þetta blaður mitt! Þegar ég kíki á ip-tölurnar verð ég bara feimin og óörugg! Ótrúlega margir sem kíkja hérna við og kommenta!
Þrátt fyrir feimnina er ég samt pínu montin og fullt þakklát
Samt soldið fúl yfir því að hann Steini er alveg hættur að daðra við mig. Og enginn hefur enn komið með nothæfa tillögu um sumarkærasta!
Kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.6.2008 | 16:25
21. DAUÐSFALLIÐ
Og þetta finnst ykkur að við ættum að setja í hendurnar á íslenskum lögreglumönnum!
Yeah right!
Tazer-guns og íslenskir löggæslumenn eiga ekki saman!
Kveðja Andrea
Lést eftir skot úr rafbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2008 | 13:03
TETRAHÝDRÓKANNENBÍNÓLSÝRA
Það er akkúrat það!
Tetra....whateversýra er hvað?
Það er ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum af því að þetta er niðurbrotsefni og finnst því bara í þvagi
Ef það er ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum þess af hverju var hún þá svipt ökuréttindum og látin borga sekt?
Maður hlýtur að þurfa að vera undir áhrifum til þess að það hafi áhrif á hæfni manns til að stjórna ökutæki. Eða hvað?
Ég barasta skil ekki þessa frétt
kv Andrea
Sektuð og svipt ökurétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.6.2008 | 09:25
KINDIN LÚKAS
Er ekki kominn tími til að draga andann og telja upp að tíu??
Þegar ísbirnir sem við eyðum formúgum í að leita að eftir so and so nákvæmum sögum reynast vera rollur ættum við að hugsa okkar gang!
Ég ætla rétt að vona að þetta sé síðasta fréttin sem við sjáum af ísbjörnum í bili. Að minnsta kosti ísbjörnum sem eru hestar og kindur
Kveðja Andrea
Björninn væntanlega rolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV