Leita í fréttum mbl.is

TETRAHÝDRÓKANNENBÍNÓLSÝRA

Það er akkúrat það!
Tetra....whateversýra er hvað?

Það er ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum af því að þetta er niðurbrotsefni og finnst því bara í þvagi

Ef það er ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum þess af hverju var hún þá svipt ökuréttindum og látin borga sekt?
Maður hlýtur að þurfa að vera undir áhrifum til þess að það hafi áhrif á hæfni manns til að stjórna ökutæki. Eða hvað?

Ég barasta skil ekki þessa frétt

kv Andrea


mbl.is Sektuð og svipt ökurétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er kannabis...  svo fer það eftir styrkleika sýrunnar hvort um er að ræða hass eða marihuana.  Það er nánast ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum þegar hún var böstuð, það er hægt að greina niðurbrotsefni mörgum dögum eftir að þú reyktir þó að vímuáhrifin séu löngu farin. 

Því er ég eiginlega jafn hissa og þú að það skuli vera hægt að dæma hana fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna.

Sandra (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:27

2 identicon

Samkvæmt íslenskum lögum telst ökumaður undir áhrifum, sé hægt að greina eitthvað ólöglegt efni í annaðhvort þvagi eða blóði. Það þýðir þó ekki að viðkomandi sé undir neinum áhrifum þeirra efna sem má greina í blóði eða þvagi þeirra. Hvað varðar kannabisefni, þá er nóg að hafa fengið sér eins og, tjah, eina jónu fyrir 2 vikum, og lögin segja að þú sért enn undir áhrifum efnanna. Jafnvel þó að líkamleg áhrif, og þar með allt sem getur haft áhrif á akstur, séu löngu horfin.  Ósanngjörn lög? Eða liður í því að sýna hörku þegar kemur að fíkniefnaakstri? Það fer bara eftir því hvar fólk staðsetur línuna. 

Daði Þór (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Vegna þess að hún var ekki með ökuréttindi (búin að missa þau) og að samkvæmt íslenskum lögum þá máttu ekki stjórna ökutæki ef niðurbrotsefni ólöglegra fíkniefna finnast í þvagi.

Einar Þór Strand, 24.6.2008 kl. 13:30

4 identicon

Frábær íslensk lög sem stefna markvíst að eyðileggja líf 20 ára stúlku sem fékk sér jónu og keyrði nokkrum dögum seinna...

Sigurður (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:37

5 identicon

Það er ekkert sem segir að hún hafi ekki LÍKA fengið sér jónu korteri áður en hún var böstuð !!!

Frábær íslensk lög sem miða að því að tryggja öryggi vegfarenda

Þreyttur á bulli (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:41

6 identicon

Daði Þór, lög eru lög og eru ekki ósanngjörn ef farið er eftir þeim, þau eru alltaf ósanngjörn þegar við brjótum þau. Það á við öll lög, og hef ég fengi að finna fyrir þeim nokkrum sinnum.

Sigurður, það eru ekki íslensk lög sem eyðileggja líf hennar, heldur hún sjálf. Við verðum að fara eftir þeim hvort sem við erum sátt við það eður ei.

Kjartan (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Andrea

Aha! Tetrahýdroblablbabla er sem sagt THC

En mér finnst ennþá fáránlegt að það sé hægt að dæma mann óhæfan til að stjórna ökutæki vegna efnis sem maður er ekki undir áhrifum frá

Andrea, 24.6.2008 kl. 13:51

8 Smámynd: corvus corax

Er ekki hægt að vera undir áhrifum kannabisneyslu frá því í dag þótt niðurbrotsefni frá neyslunni í fyrradag séu í þvagi?

corvus corax, 24.6.2008 kl. 14:32

9 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Er ekki á sama hátt hægt að dæma þá sem drukku fyrir 8 vikum síðan ?

Viðar Freyr Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 15:32

10 identicon

herra þreyttur á bulli, jú það er ýmislegt sem segir að hún hafi ekki fengið sér jónu korteri fyrir - THC brotnar hratt niður í líkamanum, en ekki svona hratt...

 mér finnst þetta hálf kjánalegt!

Silja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:43

11 identicon

Silja hefur rétt fyrir sér. ef manneskjan væri ennþá undir áhrifum væru leifar af thc í blóðinu. sé svo ekki hefur hún verið óumdeilanlega edrú.

þó að neysla á kannabisefnum sé ólögleg á íslandi afsakar það ekki að dæma fólk fyrir að aka undir áhrifum ef það er saklaust af því.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:49

12 identicon

Kjartan: Hvað áttu við með því að lög séu alltaf sanngjörn ef það er farið eftir þeim? Og alltaf ósanngjörn ef þau eru brotin? Ég get framfylgt lögum sem eru ósanngjörn, alveg eins og ég get brotið lög sem hafa fullkomnlega rétt á sér. Og þá er ég að tala um lög í heild sinni, ekki fíkniefnalöggjöfina sem slíka. Auðvitað eru lög, lög, og þeim ber að fylgja. Það kemur hinsvegar því sem ég var að segja ekki neitt við. :-)

Smári Roach: Neysla kannabisefna eru ekki ólögleg. Hinsvegar eru varsla, sala, kaup og allt þetta ólöglegt, þeas. lögreglan getur ekkert aðhafst við þig þó þú sért stjarfur og út úr heiminum af eiturlyfjanotkun, svo lengi sem þú ert ekki undir stýri.  

Daði Þór (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:02

13 identicon

Ef ég hef skilið þetta rétt þá var hún edrú þegar hún var tekin og þá finnst manni hún ekki hafa framið neinn glæp?!? (Ef við gleymum því að hún var ekki með ökuréttindi, sem er náttúrulega slæmt).

Ég skal svossum ekki skera úr hvort þetta sé rétt mat hjá dómara að hún sé undir áhrifum skv. lagatexta, sem hann verður að fara eftir. En það er hinsvegar alveg ljóst í mínum huga að þetta er mjög ósanngjart ef hún var ekki að keyra um skökk! Sama hvað einhver lög segja.

Klárlega verið að búa til glæpamenn (og konur) með þessari túlkun laga.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:29

14 identicon

Þetta eru svolítið ófullkomin lög og ég vitna hér í skýrslu eiturefnafræðings frá dómstólar.is ;

Fyrir dómi gaf skýrslu Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði, en hann ritaði undir framangreinda matsgerð. Jakob staðfesti matsgerðina og sagði vel hugsanlegt að það efni sem mældist í þvagi ákærða væri vegna hassreykinga rúmlega tveimur vikum áður. Einnig sagði Jakob að ekki væri hægt að fullyrða að einstaklingur væri undir áhrifum þegar tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagi ef tetrahýdrókannabínól fyndist ekki jafnframt í blóði. Í því sambandi tók vitnið fram að fyrrgreinda efnið ylli ekki vímuáhrifum.

Mér finnst þetta svolítið þversagnakennt. Hann segir að það sé ekki hægt að fullyrða(sanna) að maðurinn sé undir áhrifum þegar þessi sýra mælist bara í þvagi. En samt er hann á lokum dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum. Ég hélt að maður væri saklaus ef sektin er ekki sönnuð? Ekki get ég séð það að þessi sekt sé sönnuð þó að lögin segi það, þessi eiturefnafræðingur hlítur að vita hvað hann er að segja.

Eigum við ekki að banna fólki að keyra daginn eftir fyllerí og hirða af því ökuskirteinið? Rannsóknir sýna að áfengi finnst í þvagi í allt að fjóra sólahringa eftir að þú neytir þess en ekki ertu undir áhrifum! Þetta er staðreynd vísinda, ef þú ert ekki með með efnið í blóðinu þá er það ekki að valda vímuáhrifum, þó það sé í þvagi, hári, fituvefjum eða hvað það er þá er það bull að rukka fólk um fleiri hundruð þúsundir og taka af þeim ökuleyfið ef efnið situr í nýrunum fleiri daga eftir neyslu.

Þessi þarna "Þreyttur á bulli" sem var að kommenta þarna áðan veit ekkert hvað hann er að segja og byggir sín rök bara á fáfræði og hroka. Fólk vill oft dæma aðra illa fyrir að neyta ólöglegra efna og ég skil það alveg. Ef fólk fær sér jónu og fer á rúntinn þá finnst mér í lagi að það sé svipt ökuleyfinu, en ef fólk fer segjum til amsterdam í viku og og fær sér jónur, kemur síðan heim og hvílur sig segjum yfir helgi heima í stofu edrú og mætir síðan í vinnu á mánudegi þá er það ekki undir áhrifum!  Það er fullfært um að stjórna ökutækjum einsog maðurinn sem fór á fyllerí á laugardagskvöldið og dó áfengisdauða og barðist við uppköst og þvinku allann sunnudaginn, já og eða maðurinn sem tekur inn ritalin við ofvirkni á hverjum degi.

Þessi lög þarf að endurskoða.

Sigurður A (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:40

15 Smámynd: Andrea

Frábært innlegg Sigurður A og ég er hjartanlega sammála

Andrea, 24.6.2008 kl. 17:52

16 identicon

Ef það er rétt að áfengi geti mælst í þvagi 4 dögum eftir að maður drakk þá er hægt smkv. sömu lögum og var dæmt eftir í þessu máli að svipta fólk ökuleyfi. Það stendur í lögunum að ef það er hægt að finna leyfar vímuefna í þvagi, svita eða blóði þá megi svipta fólk ökuréttindum.

Svo finnst mér líka að allir sem mælast með áfengi í blóði eigi að fá hámarksrefsingu, það eigi ekki að skipta máli hversu mikið áfengi þú ert með í blóðinu, bara ef þú ert með áfengi eða önnur vímuefni í blóðinu þá á fólk að missa prófið. Það er t.d. ekki hægt að mæla hversu mikið magn af fíkniefnum er í blóði fólks og dæma það eftir því.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 18:21

17 identicon

Bjöggi! það er reyndar hægt að mæla hversu mikið magn fíkniefna þú ert með í þér og hér vitna ég í dóm af dómstolar.is ; Þá höfðaði lögreglustjórinn í ******** mál á hendur ákærða með ákæru 29. nóvember 2007 og var það mál sameinað þessu máli. Í því ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir umferðarlagabrot og brot á lögum um ávana- og fíkniefni og reglugerðum settum samkvæmt þeim, en ákærða er gefið að sök „að hafa mánudaginn 24. ágúst 2007, ekið bifreiðinni *****, ófær um að stjórna henni örugglega vegna neyslu ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru skv. lögum um ávana- og fíkniefni eða reglugerðum skv. þeim (magn tetrahýdrókannabínóls í blóði 1,9 ng/ml)

Það er misjafnt hversu lengi áfengi mælist lengi í þvagi, það fer allt eftir því hversu góð nýru þú ert með og hversu mikið magn áfengis var neytt. Eflaust er það líka þannig með cannabis þ.e.a.s ef fullfrískur maður sem reykir cannabis fer í líkamsrækt daglega og drekkur afeitrunardrykki(detox drykki) þá fer það fyrr úr líkamanum hans en t.d úr manni sem reykir hass daglega og gerir ekkert annað en að drekka kók og borða pizzur á meðan hann situr allann daginn og horfir á sjónvarpið.

En ég er sammála þér Bjöggi með að það ætti líka að gilda það sama um áfengi en þannig er þetta bara ekki. Þessi lög eru til þess að refsa þeim sem neytir ólöglegra efna. Auðvitað á ekki að neyta ólöglegra fíkniefna í landi þar sem það er banna samkvæmt lögum, en mætti ekki bara skella sekt á það fólk sem mælist með cannabis í þvagi en ekki í blóði. Þá meina ég að sekta það eingöngu en leyfa því að keyra áfram og halda fárhagnum í þokkalegu standi. Og svo ef fólk mælist með cannabis í blóði þá á náttúrulega að taka af því ökuleyfið og gefa því viðeigandi sektir.

Ég veit um dæmi þar sem maður reykti hass og fór út að keyra og var tekin strax og hann kom útur stæðinu heima hjá sér, hann var færður niðrá stöð þar sem grunur lá að hann hefði neytt cannabis. Þvagsýnið reyndist ómengað þar sem hann hafði ekki reykt neitt hass mánuðum saman þar til þessa kvölds og honum var sleppt aftur á götunar af sýnistöku lokinni. Það þýðir einfaldlega að þessi sýra kemur ekki fram í þvagi fyrr en klukkutímum eftir neyslu. Þetta segir mér það að blóðsýnið á eingöngu að gilda en ekki þvagsýnið. 

Ég held persónulega að þessar sviptingar ökuleyfis og hundruðaþúsunda króna sektir stangist á við mannréttindalög, þó svo ég hafi ekki mikið vit á þeim. Þvagsýnið er bara alltof ónákvæmt,  því til þess að vera í vímu þarf blóðið þitt að vera mengað, blóðið er það sem streymir um þig og heldur heilanum og öllum líkamanum gangandi en þvagið ekki, það bara situr þarna í endastöð uppfullt af  úrgangsefnum sem líkaminn þarf að losa sig við og bíður eftir því að þú tappir af.

Sigurður A (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband