Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
22.6.2008 | 19:49
FETTIR OG BRETTIR
Hún rak nefið hérna inn hjá mér áðan og sá tími sem hún stoppaði fór aðallega í að fetta og bretta upp á nefið til að sýna vandlætingu sína á heimilisrekstrinum hjá mér.
Mamma: Andrea mín, ég hef nú bara aldrei séð heimilið þitt í svona ástandi eins og það er núna!
Ég: Hvað áttu við? Drasl?
Mamma: Nei nei, ég hef nú séð drasl hjá þér áður en þetta flokkast nú frekar sem óhreinind elskan
Ég: Hvað meinarðu! Smá ryk
Mamma: Smá ryk! Það er frumskógur af ryki undir borðinu þarna í horninu og tómar vín/bjórflöskur fyrir allra augum!
Ég: Æji mamma láttu ekki svona! Það er ekki pláss í geymslunni og ég þarf að fara í endurvinnsluna. Það er ekki eins og það sé leyndarmál að ég drekki stundum bjór og vín! Svo er búið að vera svo gott veður dögum saman og ég nenni ómögulega að eyða tíma í að ryksuga og þurrka af þegar það er glampandi sól úti!
Sérðu ekki að ég er orðin kaffibrún. (sagt til að dreifa huga mömmunnar og fá hrós fyrir hraustlegt og gott útlit)
Mamma: Verkin fara ekkert í frí þó það sé gott veður. Tekur ekki nema örfáar mínútur að taka til og þurrka af ef þú heldur því við á hverjum degi (lalalalala heyrt þetta lag áður)
Og þú ert allt of brún! Verður að passa þig á þessum geislum þarna sem eru svo hættulegir. Svo heldur fólk ábyggilega að þú sért útlendingur svona dökk! Varla kærir þú þig um það!
Ég: Á ekki til orð
Kveðja Andrea útlendingur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.6.2008 | 17:15
HVAR ER HELLA?
Ég hef alltaf haldið að Hella væri þarna rétt austan við Selfoss, Íslandi. En ég er greinilega í ruglinu :)
Talaði við vin minn sem brunaði austur til að spila golf(sjúklingur.
Eitthvað segir mér að hann hafi verið þessi eini sem fór ekki inn að drekka kakó heldur hélt áfram að berja á saklausum kúlum á meðan haglélið buldi á honum :)
Kv.Andrea
Þrumur og haglél á Hellu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2008 | 18:56
ÚTRÝMING
Af hverju í fjandanum er verið að eyða tíma og peningum til að finna aðferð til að útrýma fólki? Frekar annarlegar hvatir
Ég hef aldrei heyrt um foreldra barns með Down´s sem myndu hafa sleppt því að eignast barnið hefði það fengið það val.
Og mín reynsla af einstaklingum með Down´s er að þeir eru innilega hamingjusamt fólk og algjörir gleðigjafar.
Hvernig fólk ætli henti okkur illa næst og við útrýma? Rangeygum?
Kveðja Andrea
Ný aðferð við að greina Down's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (129)
21.6.2008 | 12:14
KYNÞOKKAFULL EINS OG LJÓSASTAUR
Hún Leoncie er________________skrautlegur karakter!
Í viðtali hjá New York Entertainment líkir hún sjálfri sér við Madonnu vegna vegna eigin kynþokka, margbreytilegs hárstíls og hressilegra tónlistamyndbanda sinna.
Hummm virkar ekki að setja Youtube-ið inn svo hér er linkur á myndbandið
Kv.Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2008 | 11:50
FLYTJA Í GRAFARVOGINN
Er það ekki sjálfgefið að ef fólk kýs að búa ofaní næturlífinu að það megi búast við hávaða?
Ef þú kaupir hús á þessu svæði og telur það OK af því að það er ekki skemmtistaður í bakgarðinum hjá þér þá er eins gott að gera sér grein fyrir því að það gæti bara verið tímabundið og hann poppað upp áður er varir.
Ég skil ekki af hverju það er eins og það komi fólki á óvart að það sé hávaði í miðbænum. Hvaða veruleikafirrun er í gangi hjá fólki sem heldur að það geti búið í hjarta borgarinnar við sama atmó og í úthverfi?
Hvernig því datt til hugar að kjósa sér búsetu þar er undarlegt. Hvernig því dettur í hug að væla og skæla yfir hávaða er enn undarlegra
Flytjið í fokking Grafarvoginn!!
Kveðja Andrea
Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.6.2008 | 00:55
ÞETTA FINNST MÉR TÖFF!!!!
Afbragðs hugmynd hjá þeim þarna á Suðurlandi!
Auðvitað viljum við, sem kunnum Björk þakkir fyrir að lána sjónarmiði okkar röddina sína svo hún heyrist um heim allan sýna henni á einhvern hátt að við kunnum að meta framtakið
Þessa hugmynd er varla hægt að toppa!
kv Andrea
1.000 bjarkir fyrir Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2008 | 20:04
ÍSBIRNIR Í BOÐI GEIRS OG CO?
Þjóðin er komin með ísbirni á heilann!!
Það er sama hvar maður kemur það er allsstaðar ísbjarnarumræða!
Smámál eins og efnahagssástand, jarðskjálftar, borgarstjórn, glæpamenningin í miðbænum, heimilislaust fólk og graffití.........Öllu sópað undir teppi og Geiri og co anda léttar!
Skyldi ríkisstjórnin hafa flutt ísbirnina til landsins?
Kveðja Andrea
Kom ísbjörn upp um hestana? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.6.2008 | 14:06
EF JAFN STÓRT HLUTFALL AF KONUM VÆRU SKEPNUR...
....eins og körlum, sbr endalausar fréttir af barnaníðingum, mansalsbröskurum, nauðgurum osfrv osfrv þá myndi ég kannski hlaupa til þegar það kæmi frétt eins og þessi sem segði frá karlmanni misþyrma barni. Ég þori ekki að fullyrða neitt í þeim efnum en það poppa amk alltaf upp nokkrir karlmenn sem vilja góla yfir heimsbyggðina að konur séu líka ofbeldisfólk!
Hefur einhver einhverntímann sagt að svo væri ekki???? Hlutfall karlmanna sem framkvæma þessháttar ófögnuði er bara svo miklu hærra. Þess vegna er það meira í umræðunni ;)
Kv.A
Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
20.6.2008 | 13:10
LANDINN ER EINMITT SVO NÝTINN!
Fólk stoppar almennt í sokka og bakar brauð og tekur slátur!
Svo ef skótau týnist þá er auglýst eftir því svo það þurfi ekki að bruðla og kaupa nýja skó! Nú eða einhver fundvís auglýsir að hann hafi fundi eitt stykki skó- eða sokk
Einmitt svona nýtni sem við á klakanum erum þekkt fyrir!
Kveðja Andrea
Hver á skóinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 00:45
DULARFULLA NÆRBUXNAHVARFIÐ!
Ok! Þvottavélin mín er ekkert öðruvísi en ykkar. Hún étur sokka. En hingað til hefur hún ekkert sýnt neinn sérstakan áhuga á að éta nærbuxur.
Hér sit ég og klóra mér í hausnum yfir dularfulla nærbuxnahvarfinu. Ég finn ekki nema ca 25% af nærbuxunum mínum!
Og ég fer alltaf heim í öllum fötunum mínum!
Kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf