Færsluflokkur: Bloggar
27.6.2008 | 10:54
SVAÐILFÖR
Ég veit ekki alveg hvar hausinn á mér var í gærkvöldi- líklega hálfur ofan í hvítvínsflösku.
En ég lét plata mig í svaðilför um helgina og það virkar ekkert hjá mér að finna undankomuleið! Áður en ég vissi af var ég búin að samþykkja að fara á sjóstangaveiðimót út í Grímsey!
Já- fokking Grímsey! Út á hjara veraldar, næsti bær við Norður-Helvíti
Spáir rigningu og roki og ég á eftir að æla frá mér alla glóru. Sem getur nú ekki verið svo mikil þar sem mér fannst þetta góð hugmynd á einhverjum tímapunkti!
Nú þarf ég að æða um allan bæ til að redda mér svona úti á sjó fötum- hvað sem það nú er, kaupa upp birgðir landsins af sjóveikistöflum og Gini
Ég á ekki von á að koma aftur. Dey líklega
Kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.6.2008 | 15:07
ELMO THE DILDO?
Það eru nokkur atriði sem virka sláandi á mig í þessari frétt!
UNDARLEGASTA FRÉTT SO FAR
Sko; maðurinn hefur ekki meiri not fyrir lim sinn- sem hann kallar Elmo
Hann ætlar að ánafna reðursafninu Elmo ásamt eistum!
Æi, held ég sé ekkert að tína einstaka atriði úr fyrir ykkur. Þið verðið bara að lesa þetta sjálf!
Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta sé nýja útgáfan af dildo´s
Pass
kv Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.6.2008 | 10:30
EINMITT
Nýbúið að færa mér fréttir af því að mannaskítur flæðir út í víkina og núna segja þeir að mér sé óhætt að baða mig þar af því að mengunin er undir umhverfismörkum!
Ó nei! Hún er ekki undir mínum umhverfismörkum! Glætan að ég svamli um í manna þó hann sé ekki nógu mikill til að ná einhverri ímyndaðri kúrfu ímyndaðra manna með ímyndað mælitæki!
Kv.Andrea
Mengun undir umhverfismörkum í Nauthólsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2008 | 23:50
FEIMIN DAÐURDRÓS!
Ég er í hálfgerðu bloggsjokki hérna!
Djöfull nenniði að lesa þetta blaður mitt! Þegar ég kíki á ip-tölurnar verð ég bara feimin og óörugg! Ótrúlega margir sem kíkja hérna við og kommenta!
Þrátt fyrir feimnina er ég samt pínu montin og fullt þakklát
Samt soldið fúl yfir því að hann Steini er alveg hættur að daðra við mig. Og enginn hefur enn komið með nothæfa tillögu um sumarkærasta!
Kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.6.2008 | 16:25
21. DAUÐSFALLIÐ
Og þetta finnst ykkur að við ættum að setja í hendurnar á íslenskum lögreglumönnum!
Yeah right!
Tazer-guns og íslenskir löggæslumenn eiga ekki saman!
Kveðja Andrea
Lést eftir skot úr rafbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2008 | 13:03
TETRAHÝDRÓKANNENBÍNÓLSÝRA
Það er akkúrat það!
Tetra....whateversýra er hvað?
Það er ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum af því að þetta er niðurbrotsefni og finnst því bara í þvagi
Ef það er ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum þess af hverju var hún þá svipt ökuréttindum og látin borga sekt?
Maður hlýtur að þurfa að vera undir áhrifum til þess að það hafi áhrif á hæfni manns til að stjórna ökutæki. Eða hvað?
Ég barasta skil ekki þessa frétt
kv Andrea
Sektuð og svipt ökurétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.6.2008 | 09:25
KINDIN LÚKAS
Er ekki kominn tími til að draga andann og telja upp að tíu??
Þegar ísbirnir sem við eyðum formúgum í að leita að eftir so and so nákvæmum sögum reynast vera rollur ættum við að hugsa okkar gang!
Ég ætla rétt að vona að þetta sé síðasta fréttin sem við sjáum af ísbjörnum í bili. Að minnsta kosti ísbjörnum sem eru hestar og kindur
Kveðja Andrea
Björninn væntanlega rolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2008 | 19:49
FETTIR OG BRETTIR
Hún rak nefið hérna inn hjá mér áðan og sá tími sem hún stoppaði fór aðallega í að fetta og bretta upp á nefið til að sýna vandlætingu sína á heimilisrekstrinum hjá mér.
Mamma: Andrea mín, ég hef nú bara aldrei séð heimilið þitt í svona ástandi eins og það er núna!
Ég: Hvað áttu við? Drasl?
Mamma: Nei nei, ég hef nú séð drasl hjá þér áður en þetta flokkast nú frekar sem óhreinind elskan
Ég: Hvað meinarðu! Smá ryk
Mamma: Smá ryk! Það er frumskógur af ryki undir borðinu þarna í horninu og tómar vín/bjórflöskur fyrir allra augum!
Ég: Æji mamma láttu ekki svona! Það er ekki pláss í geymslunni og ég þarf að fara í endurvinnsluna. Það er ekki eins og það sé leyndarmál að ég drekki stundum bjór og vín! Svo er búið að vera svo gott veður dögum saman og ég nenni ómögulega að eyða tíma í að ryksuga og þurrka af þegar það er glampandi sól úti!
Sérðu ekki að ég er orðin kaffibrún. (sagt til að dreifa huga mömmunnar og fá hrós fyrir hraustlegt og gott útlit)
Mamma: Verkin fara ekkert í frí þó það sé gott veður. Tekur ekki nema örfáar mínútur að taka til og þurrka af ef þú heldur því við á hverjum degi (lalalalala heyrt þetta lag áður)
Og þú ert allt of brún! Verður að passa þig á þessum geislum þarna sem eru svo hættulegir. Svo heldur fólk ábyggilega að þú sért útlendingur svona dökk! Varla kærir þú þig um það!
Ég: Á ekki til orð
Kveðja Andrea útlendingur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.6.2008 | 17:15
HVAR ER HELLA?
Ég hef alltaf haldið að Hella væri þarna rétt austan við Selfoss, Íslandi. En ég er greinilega í ruglinu :)
Talaði við vin minn sem brunaði austur til að spila golf(sjúklingur.
Eitthvað segir mér að hann hafi verið þessi eini sem fór ekki inn að drekka kakó heldur hélt áfram að berja á saklausum kúlum á meðan haglélið buldi á honum :)
Kv.Andrea
Þrumur og haglél á Hellu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2008 | 18:56
ÚTRÝMING
Af hverju í fjandanum er verið að eyða tíma og peningum til að finna aðferð til að útrýma fólki? Frekar annarlegar hvatir
Ég hef aldrei heyrt um foreldra barns með Down´s sem myndu hafa sleppt því að eignast barnið hefði það fengið það val.
Og mín reynsla af einstaklingum með Down´s er að þeir eru innilega hamingjusamt fólk og algjörir gleðigjafar.
Hvernig fólk ætli henti okkur illa næst og við útrýma? Rangeygum?
Kveðja Andrea
Ný aðferð við að greina Down's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (129)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf