Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
12.7.2008 | 17:44
TOO LITTLE - TOO LATE
Ég tók þá ákvörðun 1993 að ég ætlaði að treysta fólki þangað til að það gæfi mér ástæðu til annars. Fannst hinn kosturinn eitthvað svo takmarkandi.
En þetta gildir ekki um kaþólska presta. Þeir eru einfaldlega búnir að skíta upp á bak og kaþólska kirkjan ekki síður.
Vorkenni kaþólskum klerkum sem eru almennilegir menn að þurfa að sitja undir þessum ömurlega stimpli sem skemmdu eplin ollu. En á móti kemur, þeir áttu margir þátt í að reyna að breiða yfir subbuskapinn.
Og svo er það þetta með smokkana í Afríku, getnaðarvarnir og fóstureyðingar.
Hefur eitthvað gott komið frá Vatíkaninu?
Kveðja Andrea
Páfi ætlar að biðjast fyrirgefningar á hneykslismáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
12.7.2008 | 14:26
ANDSTYGGÐAR MSN-VÍRUS!
Hjááááááálp!
Ég er búin að keyra AVG vírusvörn og meira að segja helvítis Norton! En ég losna ekki við þennan fjandans msn-vírus!
Nú er "ég" í því í að senda msn-tenglunum mínum linka sem smita þennan fjanda.
Er einhver með töfralausn?
Kveðja Andrea sýkta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.7.2008 | 10:38
NJÁLSGÖTUSYNDROME
Óþolandi!
Hvað er að fólki? Hvernig getur það sett sig upp á móti því að fólk flytji sig í hverfið þeirra bara af því að þeim finnst það ekki nógu fínt á pappír?
Ég fullyrði að fólkið sem býr í Norðlingaholti er ekkert merkilegra fólk og á ekkert meiri rétt á búsetu þar, en það sem yrði á áfangaheimilinu
Samkvæmt undirskriftarsöfnunni er ég meira að segja viss um að það er meira varið í fólkið sem kæmi til með að vera á áfangaheimilinu en þessum sem skrifa undir
Kveðja Andrea
Íbúar í Norðlingaholti afhenda borgarstjóra undirskriftir gegn áfangaheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
10.7.2008 | 10:50
DAUÐI OG DJÖFULL
Ég þarf að hætta að fylgjast með fréttum!
Það eru bara tvær tegundir af fréttum þessa dagana. Kreppu- stríðsfréttir og gúrkufréttir! Sem sagt dauði og djöfull
Veit ekki alveg hvort fer meira í mig að sjá, fréttir af kreppu og stríðsrekstri eða fréttir af milljónerum sem skreppa í sjoppu eftir pylsu í þyrlu.
Eða gömlum poppurum sem gleyma gítörum..
Eða kannski verkföllum í heilbrigðisgeiranum...
Er heimsmyndin að breytast eða er það fréttaflutningurinn sem er að breytast?
Bæði?
Ég veit bara að það er frábært sumar.
Ég sé það út um gluggann á skrifstofunni minni
kv.Andrea
Íranar skjóta fleiri flaugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.7.2008 | 21:47
MEÐ LÆRIN Í VÖRUNUM?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.7.2008 | 15:27
SO 2007ish
Þegar við hin erum að spá í að skipta út litlu sparneytnu bílunum okkar fyrir reiðhjól eru "hinir" Íslendingarnir að selflytja byggingarefni í "litlu" hallirnar sínar á Þingvöllum með þyrlum.
Er ekki eitthvað beyglað við nýja Ísland?
Kveðja Andrea
Þyrlur sveima yfir þjóðgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.7.2008 | 10:51
JENS GUÐ OG SIÐFERÐI ALMENNT
Af hverju í ósköpunum þarf að segja fólki svona sjálfsagðan hlut eins og það að birta CV háskólamannsins með mynd og öllu á blogginu sínu sé ekki í lagi?
Er fólk virkilega svona dofið gagnvart málum sem þessum?
Finnst fólki dómstóll götunnar og refsingar yfirvalda hafa meira vægi en viðkvæm fórnarlömb og aðstandendur mannsins?
Jens sló því upp í umræddri færslu að hann væri búinn að vera með þessar upplýsingar lengi. Rétt svona eins og hann einn hefði legið á þeim allan þann tíma. Ég hef haft þessar upplýsingar frá upphafi málsins og veit um urmul af fólki sem hefur haft þær.
Mér vitanlega hefur enginn verið svo ósmekklegur að birta þær á opinberum vettvangi nema Jens Guð og Halla Rut.
Jens Guð hefur verið "duglegur" að skrifa færslur um hina ýmsu kynferðisafbrotamenn, innlenda sem erlenda. Hann hefur stundum gengið svo langt í lýsingum sínum að fólk hefur kvartað undan honum í kommentakerfinu.
Maður gæti haldið að svona mál fylltu hann af réttlætistilfinningu og réttlátri reiði. Svo gæti maður líka haldið að honum þætti athyglin sem hann fær út á þessi skrif svo skemmtileg að honum sé skítsama um þá sem sitja eftir og eru raunveruleg fórnarlömb í svona málum.
Ég persónulega, held að hann hljóti bara að vera soldið vitlaus.
Kveðja Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 12:25
1/380
Ég skammast mín ofan í tær fyrir að vera Íslendingur þegar ég les þetta.
Það hefur reyndar gerst tvisvar áður.
Falon Gong málið
...og reyndar öll framkoma okkar þegar Kína er annars vegar
Írak
Einhverra hluta vegna geta þeir Davíð Oddsson og Björn Bjarna ekki gert mér til geðs
Kveðja Andrea
Dublinarákvæðið mikið notað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.7.2008 | 15:52
EKKI ÞESS EÐLIS?
Hvernig afbrot eru það þá eiginlega sem ógna almannahagsmunum?
Maðurinn nauðgar börnum! Hann virðist ekkert vera sérlega "pikkí" á hvort hann á þau sjálfur eða einhver annar.
Á meðan það eru til börn á Íslandi þá á þessi maður að vera lokaður inni. Punktur.
Og ef það er ekki talið ógna almannahagsmunum að hann gangi laus á hvaða forsendum er hann þá búinn að sitja í gæsluvarðhaldi allan þennan tíma?
Eða yfirgaf barnagirndin hann snögglega í fyrradag?
Kv. Andrea
Gæsluvarðhaldsúrskurður til Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2008 | 15:37
KONAN OG BARNIÐ NÆST
Konan hans og barnið eru næst.
Það verður pottþétt reynt að kasta þeim á dyr á sem hljóðlegastan hátt til að forðast "læti" og fréttir af því.
Spurning hvað er hægt að gera til að hafa auga með þessum andskotum
Kv. Andrea
Ráðherra viðurkenni mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-