Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

HITLER-ISMI ÚTLENDINGAEFTIRLITSINS

Þetta mál er ótrúlegt. Eiginlega frekar ógeðslegt en ótrúlegt.
Hverskonar nasistar eru þetta eiginlega sem eru í forsvari fyrir Útlendingaeftirlitið hérna á Íslandi?

Ég ætla rétt að vona að allir fréttamenn landsins hrúgist á þetta mál og fái útskýringar á því hvað vakir fyrir þeim með þessum ómannúðlega úrskurði.
Og ómannúðlegum starfsháttum almennt

Kv Andrea


mbl.is Mótmæla meðferð á flóttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG SKIL EKKI ALVEG

Af hverju er það fréttaefni að hæðast sé að "helgidómnum"?
Og getur verið að sama fólkið og hneykslast á hæðni á "helgidóminn" æði um víðan völl og hrópi "ritskoðun" þegar Íslam-heimurinn móðgast yfir skopmyndateikningu Muhameðs?

Hræsni endalaust

Kveðja Andrea

 


mbl.is Hæðst að helgidómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINN DAGINN SPRING ÉG YFIR SVONA ÁBYRGÐARLAUSU BLAÐRI!!!

Hérna skrifar hún Hallgerður færslu sem fær mig alveg til að ærast yfir því að það skuli ennþá verið að ræða þessi mál út frá þessum fáránlegu forsendum!!!
"konur einfaldlega vilja það ekki, margsannað mál!"
Hver hefur sannað það margsinnis? Hvaða konur eru það sem einfaldlega vilja það ekki? Og hvenær í fjandanum varð eitthvað svona stórt mál "EINFALT" síðast?
Hvað er að!!!
Hefur fólk ekki heyrt talað um tengslin á milli orsaka og afleyðinga??

Er undarlegt að konur sem lifa og hrærast ekki í spotlightinu þurfi að bíta á jaxlinn til að samþykkja að koma fram á opinberum vettvangi?
Það er ekki eins og samkynja fyrirmyndir séu plastaðar um allt! Og ekki höfum við konur lifað við þá "sjálfsögðu" hefð karlmanna að þeir séu kallaðir til og/eða þess verðugir að á þá sé hlustað. Konum hefur verið leyft að tjá sig um kleinubakstur og uppeldi sl hundrað ár

Fyrir hverja eina vitrænu frétt/viðtal við konu eru amk tíu bimbó, blondínu eða fjölskylduharmleikjafréttir og sorgarlífsreynslusögur!!

Auk þess er alveg út í hött að gefa þeim sem afla frétta/viðtala súkkulaðikleinufrí á þetta ójafnvægi!
Það eru þeir sem sækjast eftir fréttum af konum sem eru að keppa um milljón hálfberar og útlista því yfir alþjóð að hlutverk konunnar sé að sjá til þess að karlmenn séu vel aldir, vel til fara og vel riðnir!
Og þó svo að viðfangsefni þeirra (fréttamanna/ritstjóra/þáttastjórnenda)  sé eitthvað þar sem klárar, ófeimnar konur eiga hlutdeild í þá eru þær ekki kallaðar til nema til að fylla upp í þáttinn/greinina eða til að vera pólitískt rétthugsandi með því að droppa einni "minnihlutahópskvinnu" með!

Ef frá er talin Gilz þá heyrir til algjörra undantekninga að karlmenn séu kallaðir til þegar sýna á kropp, viðkvæmni og "metnaðarfullann" starfsferil út á rúnkmyndir fyrir konur!
Og Gilz er skemmtikraftur í því hlutverki. Enda er passað vel upp á að það komi alltaf reglulega skýrt fram að hann sé í kröfuhörðu námi í Háskólanum!

Kveðja Andrea EINFALDLEGA HNEYKSLUÐ



mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT Í EINU BARA SJÖ ÁRA AFTUR

Ég er svo heppin að hafa verið úthlutað besta, sterkasta, myndarlegasta og klárasta pabba í heimi.
Hann hefur alltaf verið fasti punkturinn í tilverunni minni alveg sama hvort ég var smá tryppi eða síðast þegar ég ákvað að vola yfir brostinni von eða mislukkuð kærasta.

En hann er veikur og með hverjum deginum verður hann minni, veikburðari og augun skýjaðri. Skrítnast finnst mér að þessi stóra svarta krumla sem ég sé fyrir mér vera að hrifsa hann meira frá mér á hverjum degi, skuli ekki geta sýnt smá samúð og skilning og leyft mér að hafa hann lengur.

Þetta er það erfiðasta sem ég hef staðið frammi fyrir á ævinni.
Að sleppa
Lífsgæðin eru nánast engin og í dag gaf ég honum leyfi til að hætta að berjast ef hann væri þreyttur. Og honum létti.

Svei mér þá ef það dó ekki eitthvað inn í mér í dag. En það lifnar örugglega aftur þegar ég verð tilbúin til að rifja upp án þess að vilja öskra, grenja eða stappa niður löppunum eins og fúll krakki sem fær ekki það sem hann vill

Kveðja Andrea


STJÓRNARSLIT Í KORTUNUM?

Það skyldi þó ekki vera að hann hefði rétt fyrir sér þessi "dude"

Nokkuð ljóst að Sjálstæðis/Framsóknar-menn geta ekki hreykt sér endalaust af því að hafa "gefið" bankana án þess að þurfa súpa seyðið af því............................Eða réttara sagt, við öll

Hef það á tilfinningunni að við sjáum þessa frétt ekki á mbl.is

Sjá frétt

 

 


HREYKJAVÍKURSORG

Alveg er ég að fá mig fullsadda á þessu batterí sem kennir sig við Reykjavíkurborg

Núna hafa þeir sent út skrilljónir bréfa til miðbæjarbúa og af þeim skrilljónum er um það bil 500 gert að laga hús sín eða umhverfi þeirra fyrir 1.ágúst að öðrum kosti mun það vera gert fyrir eigendurna á þeirra kostnað.
Mér finnst þetta fínt- þannig lagað séð.

En hvað hafa þeir, þ.e. þeir þarna Halli og Skalli (með hárkollu þó), tekið sér langan tíma til að laga til í eigin rana?
Nú veit ég ekki nákvæmlega hversu margir íbúar við Hverfisgötuna þurfa að laga til fyrir 1.ágúst en ég VEIT fyrir víst að borgin þyrfti að gera það miklu fyrr!

Gangstéttir við Hverfisgötuna eru beinlínis lífshættulegar. Dimm og óhugguleg skúmaskot um allt og ekkert, þá meina ég EKKERT sem fegrar þessa löngu ljótu götu!
Hvernig væri að Halli og Skalli tækju til hendinni fyrir 1.ágúst?

Kveðja Andrea

 


HREYKJAVÍKURSORG

Alveg er ég að fá mig fullsadda á þessu batterí sem kennir sig við Reykjavíkurborg

Núna hafa þeir sent út skrilljónir bréfa til miðbæjarbúa og af þeim skrilljónum er um það bil 500 gert að laga hús sín eða umhverfi þeirra fyrir 1.ágúst að öðrum kosti mun það vera gert fyrir eigendurna á þeirra kostnað.
Mér finnst þetta fínt- þannig lagað séð.

En hvað hafa þeir, þ.e. þeir þarna Halli og Skalli (með hárkollu þó), tekið sér langan tíma til að laga til í eigin rana?
Nú veit ég ekki nákvæmlega hversu margir íbúar við Hverfisgötuna þurfa að laga til fyrir 1.ágúst en ég VEIT fyrir víst að borgin þyrfti að gera það miklu fyrr!

Gangstéttir við Hverfisgötuna eru beinlínis lífshættulegar. Dimm og óhugguleg skúmaskot um allt og ekkert, þá meina ég EKKERT sem fegrar þessa löngu ljótu götu!
Hvernig væri að Halli og Skalli tækju til hendinni fyrir 1.ágúst?

Kveðja Andrea

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband