Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
11.6.2008 | 10:06
ÓKYNÞROSKA FITUBOLLUR!
Hvað er að gerast í þessu samfélagi?!
Það eru spikfeit börn út um allt!
Ég ætla að gerast svo gróf að giska á að sjö af hverjum tíu krakkaormum sem ég sé séu allt of feit! Hvað eruði eiginlega að gefa krökkunum ykkar að éta?????
Held að það sé kominn tími til að Íslendingar taki sig taki og fari að hugsa almennilega um holdafar barnanna sinna
Láta þau labba í skólann og til vinanna!
Ég lifði það af og er viss um að ef ykkar krakkar labba bara hægt fyrstu dagana þá meika þau það líka án þess að fá áfall á leiðinni
ÞAÐ MÁ SVITNA
Kannski senda þau í búðina eftir eplum og appelsínum í staðinn fyrir að skutla þeim að kaupa snakk og nammi
Henda liðinu út að leika og pakka saman leikjatölvunum
Kenna þeim að príla upp á húsþök og fara í fallin spýta!
Elda almennilegan og hollan mat!
WHAT EVER! Gerið eitthvað, þetta er ömurlegt að sjá litla spikfeita krakkaorma út um allt!
Gangandi tíu ára tímasprengja!
Kveðja Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2008 | 09:38
IF THEY KNEW WHAT WE KNOW
Þeir hafa ábyggilega ekki hugmynd um skapofsan, paranojuna* OG sjálfhverfuna sem hrjáir þennan mann. Og ef þeir vita af því þá verðum við náttúrulega bara að setja stórt spurningamerki við geðheilsu skosku þjóðarinnar
Kveðja Andrea
ps. af gefnu tilefni:
Sárir strákar í kommentakerfinu mínu og það var nú ekki ætlunin hjá mér að spæla sæta stráka :)
Ég er ekkert að setja út á getu og hæfileika mannsins sem þjálfara. Eingöngu að tjá mig um þau karaktereinkenni sem hann hefur kosið að sýna okkur í fjölmiðlum
Mér finnst hæpið að það sé hægt að finna einhvern sem þrætir fyrir að maðurinn hefur klárlega hæfileika sem þjálfari
OK?
*sbr leynifundir til að plotta gegn honum og skagamönnum
Guðjón Þórðarson til Hearts? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2008 | 22:49
UNDARLEGUR FJANDI
Það hlýtur að flokkast sem undarlegur fjandi að það hafi þurft að beita netþjónustufyrirtæki hörðu til að fá þau til að loka á aðgang að barnaklámi!!!
Hvernig ætli svona pælingar séu?
Ehm... ættum við að leggja okkar að mörkum til að gera barnaníðingum erfiðara fyrir?
Æji nei, við skulum ekkert vera að því! Allt of mikið mál. Hljótum að geta spilað "valfrelsiskortinu" og leyft þessu liði að dæla inn barnaklámi, enda fullt af liði sem er að fíla þetta!
Já OK. Rétt hjá þér! Segjum nei!
Skilettaiggi
Kveðja Andrea í ruglinu
Netþjónustufyrirtæki munu loka fyrir barnaklámssíður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2008 | 20:29
SLÆM MEÐFERÐ: ÍSLENSKA HEILBRIGÐISKERFIÐ SÖKKAR!
Ég á pabba sem lifir líklega ekki út árið
Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í gærkvöldi og þurfti morfín við kvölum. Strax ákveðið að það þyrfti að leggja hann inn en sökum plássleysis var hann hafður á bráðamóttökunni yfir nótt.
Þar deildi hann gluggalausu herbergi með fimm öðrum mönnum. Hann svaf í fötunum sínum með morfín í æð.
Ég held að hann hafi verið veikari eftir nóttina en áður en hann kom á sjúkrahúsið.
"Besta heilbrigðiskerfi í heimi" sökkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2008 | 14:43
KYNJABUNDIN VANDAMÁL?
Ætli það sé yfir höfuð til eitthvað sem mætti kallast kynjabundið vandamál?
Er ekki líklegra að við séum bara of dugleg að setja kynjamiðann á málin?
Líkast til erum við, konur og karlar, miklu líkari en við virðumst tilbúin að viðurkenna. Wonder why
Kveðja Andrea
Litið framhjá fæðingarþunglyndi karla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.6.2008 | 14:06
KREPPUDJÚS
Auðvitað er aukin sala á áfengi.
Innihaldið í ísskápnum mínum þessa dagana samanstendur af KEA-skyri, berjum, djús í efstu hillunni.
Í hinum hillunum eru hvítvínsflöskur.
Ofan á ísskápnum tróna svo rauðvínsflöskurnar og koníakið.
Skál
Kveðja Andrea
Aukin sala á áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 11:11
HALLÆRISLEGASTA BLOGGFÆRSLA ALLRA TÍMA?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.6.2008 | 11:05
DR.GUNNI DÓNI
Fínt framtak og oftast skemmtilega framsett og þá er ég að tala um neytendahornið hans
En mér finnst DÓNINN oft fara yfir strikið í notkun lýsingarorða eins og í Melabúðafærslunni þarna.
Verð líka að setja spurningamerki við neytendavitund Doktorsins....sem btw gefur sig út fyrir að vera með góða slíka vitund- að láta sér koma á óvart að það sé dýrt að versla í Melabúðinni
Melabúðin er líklega dýrasta búllan á landinu fyrir utan 10-11 og 11-11 kannski EN það hefur heldur aldrei verið neitt leyndarmál. Rússneska rúllettan í Melabúðinni er tekin með glöðu út á Friðrik og staffið hans OG skemmtilega fólkið sem verslar þar, þennan svokallaða "vesturbæjareðall". Hélt reyndar að Dr. væri betur að sér í íslensku en þetta.
Fegin er ég að þurfa ekki að nuddast utan í feita rassinn á Dr.Gunna lengur í Melabúðinni, enda algjört turnoff.
Mun nýta plássið sem myndast til að nuddast enn betur utan í hinn fagra Grím
Kveðja Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 23:29
AUGLÝSI EFTIR VESTURFARA!!!!
Mig VANTAR SVO svona síma!
Ég VERÐ að fá svona síma- helst daginn sem hann kemur í búðir takk fyrir pent! Græjudellan í mér er með verki!
iPhoneiPhoneiPhone Verð að fá hann!
Kveðja iPho....ég meina Andrea
Apple kynnir ódýrari 3G iPhone farsíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.6.2008 | 22:09
SEGIÐ SVO AÐ ÍSLENDINGAR SÉU EKKI METNAÐARFULLIR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn