Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
23.5.2008 | 18:17
HEIMSYFIRRÁÐ EÐA DAUÐI
Nú er fallegasta, ríkasta, hamingjusamasta, best lesna, tæknivæddasta, frumlegasta, náttúruvænasta, umhverfisvænasta, skemmtilegasta og MONTNASTA þjóð komin í aðalkeppni Eurovision!
Þá er bara formsatriði að klára þetta, vinna og plana hvar við eigum að halda næstu keppni.
Þegar það er búið er ekkert eftir nema eignast heiminn skuldlausan!
Ísland- best í heimi
kveðja Andrea ælir
Evróvisjón á vellinum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2008 | 10:40
FRÉTTIN SEM MBL.IS GLEYMDI AÐ SKRIFA
Fréttastofa mbl.is hefur fengið margar upphringingar í dag frá reiðum foreldrum sem mættu eins og krumpudýr í vinnuna í dag eftir andvökunótt.
Foreldrarnir sem ákváðu að leyfa ungum börnum sínum að horfa á undankeppni Eurovision í gærkvöldi töldu sig ekki vera að stofna börnum sínum í voða, enda var tilgangurinn að næra þjóðarrembing þeirra frá unga aldri. En í staðinn plöntuðu þau öri á litlar barnssálir sem ekki verða afmáð nema með mörgum tímum hjá sértilgerðum barnafræðingum.
Þegar sænska konan birtist á sviðinu ráku börn um allt land upp skelfingaróp. Þarna var skrýmslið sem búið hafði undir rúminu þeirra ljóslifandi komið í kassann í stofunni. Og feður landsins, sem að öllu jöfnu hafa rokið upp til handa og fóta til að reka hryllingin undan rúminu og koma börnum sínum þannig til bjargar, sátu sem fastast og góndu.
Í öllu stressinu fyrir kvöldið hafði konan gleymt að fara í pilsið/buxurnar og stóð á sviðinu í bol einum fata.
Þannig tókst henni að beina sjónum almennings frá uppvakningsandlitsdráttunum og að fögrum leggjunum
En blessuð saklaus börnin sem ekki hafa þroska til að meta fagra leggi eiga um sárt að binda
Kveðja Andrea fréttaritari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2008 | 11:57
ÞAÐ ERU FLEIRI Á HRAKHÓLUM EN EINSTÆÐAR MÆÐUR OG FYLLIBYTTUR!
Samkvæmt frétt á vísi eiga fleiri í vandræðum með að fá lausnir á vandamálum sínum en heimilislausir rónar og einstæðar mæður!
Það er náttúrulega alveg út í hött að fara svona með mennina sem snúa hjólum atvinnulífsins fyrir okkur á meðan við hin njótum lífsins og belgjum okkur út af grænmeti frá Burma í poka með mynd af íslenska fánanum!
Þvílík vanvirðing!
kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2008 | 11:51
ARMANI
Ég á ferlega flott sólgleraugu!
Það stendur ARMANI á þeim og merki framleiðandans er líka á staðnum. Klæða mig vel og eru þægileg.
Er ekki svo vitlaus að halda að gleraugun séu í raun ARMANI þó að allar merkingar bendi til þess.
Borgaði heila 7 dollara fyrir brillurnar
Kveðja Andrea Armani
Segja fánarönd sýna að grænmeti er íslenskt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2008 | 01:19
AND THEN HE KISSED ME
Og áhuginn og spennan sem tók fullt af plássi dagana á undan sprakk eins og blaðra!
Þessi undur fagri maður sem ég hafði séð nokkrum sinnum í bakaríinu mínu snéri sér skyndilega að mér og spurði hvort hann mætti bjóða mér upp á kaffi.
Þurfti ekkert að velta því fyrir mér og held að ég hafi verið búin að segja já takk áður en hann kláraði setninguna.
Yfir kaffibollanum bauð hann mér í mat um kvöldið sem ég þáði líka. Næstu daga fórum við í bíltúr, bíó og meira kaffi.
Var ég búin að segja að hann væri fagur? Ekki nóg með það, maðurinn er klár, skemmtilegur og sérlega fínn félagsskapur. Og af því að fyrsti kossinn í nýju og spennandi sambandi getur verið svo fáránlega yndislega skemmtileg upplifun hlakkaði ég ferlega til að smakka á kossi frá þessum manni.
Ég hef sent fingurkossa sem voru meira spennandi en þessi koss! Kossaómyndin átti sér stað í hádeginu og núna man ég varla hvernig hann lítur út!
Hingað til hefur þumalputtareglan verið að ef sætu mennirnir eru skemmtilegir og spennó hefur kossinn komið í kjölfarið.
Forgangsröðuninni hefur verið breytt frá og með deginum í dag.
Ætla að snúa ferlinu við og framvegis ætla ég að kyssa alla sæta menn sem verða á vegi mínum til að kanna hvort mig langi til að tala við þá!
Kveðja Andrea spælda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.5.2008 | 22:29
FÆ NETT TAUGAÁFALL ÞEGAR ÉG SÉ MIG Í SPEGLI
Eða ekkert svo nett! Næ að kæfa niður skelfingaröskrið en hrekk í kút og þekki varla manneskjuna sem starir á mig úr speglinum
Ég vaknaði í morgun, eins og alla morgna síðustu áratugina, með ljóst hár niður á mitt bak en kom heim seinni partinn með dökkbrúnan drengjakoll.
Smá ýkt kannski, en hárið nær niður á banakringlu- eða heitir ekki kúlubeinið örugglega banakringla?
Ég hef tekið nokkrar ákvarðanir í lífinu sem snúast um gagngera breytingu á einhverju í lífi mínu. Bara svona til að hrista aðeins upp í mér til að staðna ekki
Flestar hafa snúist um umhverfið mitt, flutninga eða eitthvað þess háttar. Fengið fiðring í magann af því að við verðum flest smeyk á einhverjum tímapunkti við breytingar
Þessi U-beygja á eftir að halda mér í keng í langan tíma. Ég veit ekkert hvaða kona þetta er sem eltir mig á röndum og hleypur inn í alla spegla sem ég geng framhjá!
Ekki laust við að mér líði eins og ég þurfi að skipta um nafn og kennitölu líka
Kveðja Andrea á leið í vitnavernd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.5.2008 | 20:05
ÁBYRGÐ TAKK!
Mér finnst þetta mál- og það er ekki eins og það sé neitt einsdæmi- sýna að þessir aðilar sem eru í barnarverndarnefnd eru gjörsamlega óhæfir til þess
Fólk virðist haldið einhverjum misskilngi um að fólk í svona nefndarstörfum séu eitthvað að fórna sér og tíma sínum öðrum til handa. En fórnfýsi þeirra er ekkert meiri en fólks sem starfar í öðrum nefndum á vegum borgarinnar. Ég hef amk aldrei heyrt neinn tala um fórnfýsi Jakobs Frímanns af því að hann sat í Menningarnefnd Reykjavíkurborgar
Starf barnarverndarnefndar er að sjá til þess eftir bestu getur að VELFERÐ og ÖRYGGI barna sé tryggð.
Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar fjölskyldu vesalings konunnar sem lést sýndu núverandi nefndarstarfsmenn enga burði til að fylgja málinu eftir og á að segja skilyrðislaust af sér eins og skot
Kveðja Andrea
Barnaverndarstofa rannsakar málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.5.2008 | 19:38
ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA?
Bara eitt lítið dæmi
Árið er 1938 og Hitler er byrjaður að gera líf gyðinga að einu helviti. Íslendingar, þessi kærleiksríka þjóð, var ekki ennþá búin að setja upp slagbrandinn sem fékk það hlutverk að tryggja að engir gyðingar á flótta upp á líf og dauða kæmust inn fyrir landssteinanna.
Þetta ár komst Dr. Victor Urbancic á flótta undan nasistum til Íslands. Victor sem var framúrskarandi tónlistarmaður hafði verið hljómsveitarstjóri í Þýskalandi og Austurríki hjá virtustu tónlistarhúsum þar. En þegar gyðingaofsóknirnar hófust var hann látin fjúka.
Áður en Victor Urbancic kom til Íslands var varla hægt að finna nokkurn kjaft sem kunni á hljóðfæri. Islendingar voru enn bognir í baki undir þaki torfkofanna og lítið um fína drætti svona menningarlega séð.
Það má alveg ganga svo langt að segja að Victor hafi fyrstur manna fært almenningi tækifæri til að njóta tónlistar.
Enn þann dag í dag er Victor talin einn fjölhæfasti og best menntaðasti tónlistarmaður sem Ísland hefur "átt".
Eftir hann liggur fjöldinn allur af tónverkum og hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitarinnar, hann var hljómsveitar- og söngstjóri Þjóðleikshússins frá stofnun þess og þangað til hann lést
Það var hópur fólks sem var mjög óánægt með að gyðingnum Victor Urbancic skyldi veitt dvalarleyfi á sínum tíma.
Það sagði einmitt að Ísland væri fyrir Íslendinga
Meira um Victor og tvo aðra frábæra tónlistarmenn sem fluttu til Íslands um svipað leiti
Kveðja Andrea
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2008 | 11:48
SKYLDI EINHVER VAKNA VIÐ ÞESSA NÖTURLEGU STAÐREYND!
Hvað skyldi það verða sem hristir sveitafélögin nógu hressilega til þess að þau fara að taka ábyrgð á vinnunni sinni?
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar er með urmul af "skjólstæðingum" sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við- annað en að hafa þá sem númer í skjalastaflanum sem liggur á borðinu þeirra- ef ekki undir því!
Ég fullyrði að 99% af þessum 20 foreldrum sem hafa létust frá börnum sínum voru orðnir fíklar áður en þau náðu sjálfræðisaldri en það greip bara enginn inn í málin áður en allt fór í óefni.
Ég á sögur á færibandi af samskiptum foreldra minna við þetta "velferðar"svið vegna bróður míns sem var farin að sofa í skúmaskotum um 16 ára aldurinn. Foreldrar mínir börðust fyrir honum eins og úlfar og það reyndist þeim hræðilega erfitt- En ef þú myndir spyrja þau hvað hafi verið erfiðast myndu þau segja samskiptin við batteríið sem á að sjá um málefni sem kallast velferð en snýst meira um orðalag í skýrslum
Þetta eru skítugu börnin hennar Evu sem enginn vill vita af enda ódýrara að láta eins og þau séu ekki til þangað til að þau verða 18 ára og ekki lengur á þeirra könnu að díla við þá- og þá anda allir léttar nema foreldrar og aðstandendur þessa fólks
Svo þarf ekkert að ræða það hver á að taka við forsjá barna eftir dauða annars foreldris Að sjálfsögðu er það hitt foreldrið ef það er nokkur einasti möguleiki á því
Skiljanlega eru ammar/afar og stjúpar oft í sárum að sjá á eftir börnunum þegar þannig stendur á en það breytir því ekki að réttur barnsins er að vera hjá foreldrinu og öfugt
kveðja Andrea í kasti!
Um 20 fíklar látist frá börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.5.2008 | 23:51
ESB - KLOFIN AFSTAÐA UNDIRRITAÐAR
Yfirleitt á ég frekar auðvelt með að átta mig á því hver afstaða mín er í flestum málum. Ef ég er eitthvað í vafa og finnst ég ekki hafa staðreyndirnar á hreinu þá er oftast frekar einfalt að verða sér úti þær ef maður bara nennir að bera sig eftir þeim
Ég er svo einföld að hafa trúað að sama ætti við um kosti/galla þess að Íslendingar sæktu um aðild að ESB.
(Illgjarnar tungur gætu líka orða þetta öðruvísi; Ég er svo einföld að ég skil ekki staðreyndirnar sem ég hef borið mig eftir varðandi kosti/galla þess að Íslendingar sæki um aðild!)
Ég skipti um skoðun jafn oft og ég hlusta/les rök þeirra sem eru að prédika í báðar áttir! Og það hjálpar ekkert að spyrja/gúggla þær vangaveltur sem poppa upp í perunni á mér- niðurstöðurnar eru ýmist loðnar eða stangast á við hvor aðra.
Í dag klukkan 18 var ég alveg hörð á því að við ættum að sækja um aðild! Mjög ánægð með mig að hafa loksins liðið eins og ég væri hætt að sveiflast eftir fagurgala dagsins.
Klukkan var ekki orðin 21 þegar ég var aftur komin í vafa og nú hef ég ekki græna hugmynd um afstöðu mína
Vonandi tjáir sig einhver sætur, skemmtilegur, málefnalegur um kosti og galla á morgun- og helst eins og hann sé að tala við leiksólakrakka
kveðja Andrea pendúll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess