Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
27.5.2008 | 13:39
VÆNTINGAVÍSITALA!
Fyndin þessu nýju orð og mælingar sem notuð eru til að segja okkur hvernig okkur líður.
En ég hef það bara ágætt, þakka þér!
Væri samt ekkert hissa þó að fólk væri almennt í rusli enda keppast miðlarnir og pólitíkusarnir við að mála skrattann á vegginn
Alveg sama hvert maður snýr sér, allsstaðar er dauði og djöfull!
Þarf að borga aðeins meira um hver mánaðarmót, maturinn er dýrari og bensínið.
---------------------EN
Það er að komið sumar og ég bíð miklu spenntari eftir sólinni en væntingaverðbólgugengisfellingarspánni
Kveðja Andrea engin helvítis vísitala
Væntingar neytenda ekki minni í sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.5.2008 | 07:58
MINNINGARGREINABLOGGARAR!!
VAKNA!
Amerískt celeb var að kasta frá sér öndinni og allir minningargreinabloggarar drífa sig í stellingar!
Hver skyldi nú hrista úr erminni fróðlegustu minningargreininni?
Hver skyldi vera fyrstur með minningargrein?
Hver ætli sé með sveittan skallann á imdb.com og að gúggla eins og brjálaður á Akureyri í dag?
Spennan er að drepa mig
Kveðja Andrea spennta
Sidney Pollack látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2008 | 20:11
HVAR ER DR GUNNI ÞEGAR MAÐUR ÞARF Á HONUM AÐ HALDA!
Ég er ein af þeim sem er algjörlega úti á túni þá sjaldan ég fer í matvörubúð! Kaupi bara það sem mig langar í og spái aldrei í því hvað það kostar eða hvort kassafólkið er að rippa mig blinda!
Nema núna! Ég er í sjokki! Ég verð alltaf að eiga parmesan ost! Elska hann og hann er ómissandi á salatið
Kaupi alltaf svona lítinn þríhyrndan ost- kannski 150 gr MAX og fæst í Nóatúni
Helvítis stykkið kostar 990 kr!
Djöfuls bilun! Vildi að ég gæti mótmælt með því að hætta að kaupa hann. En af því að ég get ekki með neinu móti verið án parmesan þá verð ég líklega bara að tefja umferð í Ártúnsbrekkunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 15:56
ÉG HEF EITTHVAÐ ORÐIÐ VÖR VIÐ ÞETTA!
Hef orðið vör við skort á framfærilegum mönnum með heilbrigða kynheilsu!
Vantar tilfinnanlega sumarkærasta!
Tek samt ekki við umsóknum hérna en hef hugsað mér að skoða menn á börum bæjarins um helgina :)
Kynlífsáhugi karla minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
26.5.2008 | 14:33
ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA ALGJÖRT KJAFTÆÐI
Viss um að stelpan er að ljúga upp á manninn!
Við hérna á Íslandi vitum að lögreglumenn eru ímynd löghlýðni og fara alltaf eftir reglum! Algjörlega bannað að setja út á störf þeirra og gjörðir!
Kveðja Andrea
Danskur lögreglumaður reyndi að tæla 13 ára stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
24.5.2008 | 12:09
FÍNT Á PAPPÍR- EN ÚLFURINN ER LÖNGU BÚINN AÐ SVIPTA AF SÉR SAUÐAGÆRUNNI!
Ég ætlaði að henda fram spurningunni: Ætlast þau til þess að fólk trúi þessu? En það er algjör óþarfi. Auðvitað ætlast þau til þess. En mér finnst þetta ansi langt gengið bara til þess að rembast við að réttlæta stuðningsyfirlýsinguna við málflutning Magnúsar Þórs
Held að fólk sem býr yfir skynsemi uppfyrir stofuhita sé fullkomlega meðvitað um sýn Frjálslyndra á Ísland og hverjir eru velkomnir hingað og hverjir ekki.
Hafa allir rétt á sinni skoðun- en hingað til hefur það þótt kostur að þora að standa með skoðunum sínum
Það sem í upphafi var "þörf umræða" er orðið að fordómum og mannfyrirlitningu og okkur ekki til sóma
Þeir þora því ekki einu sinni! Ojbarasta hvað þessi flokkur er hlægilegur- ekki svona haha hlægilegur.
kveðja Andrea XF út á hafsauga
Vilja bjóða flóttafólki búsetu hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2008 | 10:59
OK! OK! BURT MEÐ ÞUMALSKRÚFURNArR! ÉG JÁTA!
ÞAU GERA ÞETTA VEL! OK! Fjandinn!
Ég hef aldrei verið neitt sérlega yfir mig hrifin af Regínu, alltaf fundist hún fín svona bakraddasöngkona.
Friðrik Ómar fína rödd- en aldrei þótt hann skara neitt framúr
Mér finnst lagið alveg grút-glatað og hefði viljað sjá Dr. Spock eða Haffa Haff þarna
En ég væri náttúrulega algjör bjáni ef ég gæti ekki séð að þau gerðu þetta vel - og enn meiri bjáni ef ég gæti ekki gengist við því
Þannig að; Vinir og vandamenn, hér hafið þið það! Ég, Andrea þvermóðskupúki, gengst hér með við því að mér finnst þau bæði gera þetta vel! OK! Mjög vel!
Kveðja Andrea niðurlút
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2008 | 10:04
EKKI PRENTHÆFT
Skítt með Steve, Hefner og Playboysetrið. Skoðanir mínar hvort sem er ekki prenthæfar- frekar en þessi hallærislega frétt á mbl.is
Ég hef þó vit á því að þegja- eða næstum því.
Svo er bara öllum auðvitað frjálst að elta drauma sína á þann hátt sem hver velur sér. Og draumar Ásdísar Ránar eru ekkert ómerkilegri þegar horft er á stóru myndina, þó svo að þeir þyki hallærislegir í minni bók.
Enn hallærislegra finnst mér þó ef umræðan á bullaralandi hafi verið jafn rætin og ég hef séð fjallað um hérna á mbl-blogginu.
Aumar sálir sem drulla yfir persónu fólks á þann hátt.
En metnaður og fréttamok mbl.is er náttúrulega fyrir neðan allar hellur!
Lágkúran hjá þeim í Séð og heyrt hefur ratað inn á síður mbl, sem eru orðnar stútfullar af fréttum af bólfimi og skilnuðum celebs úti í heimi- og svo þessi kjallarafrétt
Kveðja Andrea með aumingjahroll í allan dag!
Ásdís Rán kát með 1. sætið á blog.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2008 | 20:08
DR 1 AUGLÝSIR ÍSLENSKA LAGIÐ GRIMMT!
Danska sjónvarpið auglýsir Eurovision grimmt. Þar sýna búta af hinum ýmsustu keppendum og þar á meðal Regínu og Friðrik Ómar
En lagið sem er spilað undir allan tímann er "This is My Life". Frekar töff og fín auglýsingin og ætti að færa okkur nokkur dönsk atkvæði
kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 19:24
ELDHEITAR ÁSTARSÖGUR *bíb*
Ákvað að fjarlægja þessa færslu, eða öllu heldur innihaldi hennar
Fékk hroll við tilhugsunina um hvernig kommentin gætu litið út. Get ekki setið við tölvuna 24/7 og eytt út innleggjum með ítarefni um fólkið sem um ræðir.
Get röfla yfir því að miðlar geri mannamun þegar þetta er orðið opinbert
Kveðja Andrea fljótfæra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...