Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
20.5.2008 | 20:14
ÁTTI SÍST AF ÖLLU VON Á AÐ STANDA Í ÞESSUM SPORUM EINN GÓÐAN VEÐURDAG :)
Viss um að ég á eftir að fara í teygjustökk, kjósa vitlaust- úps, búin að því!
EN ég hefði ekki trúað því að ég ætti eftir að falla kylliflöt fyrir lagi í Eurovision!! Mér finnst lagið frá Bozniu Herzegoviniu svo flott og skemmtilegt að ég væri til í að hlusta á það aftur- kannski oft!
Bloggar | Breytt 21.5.2008 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
OG HERÐA VERULEGA AÐ!
Kannski maður hunskist loksins í átak þegar maður hefur ekki orðið efni á að kaupa matinn sem manneldisráð mælir með að maður borði. Pylsa og Coke í öll mál.
Og þá kikkar heilbrigðisþjónustan inn til að skrapa úr æðunum á fólki og dæla í það insulini.
Keðjuverkunin af því hvað hollur matur er dýr er fokdýr.
Hvaða dauðans della er þetta eiginlega? Við þegjum þunnu hljóði yfir þvi að þurfa að borga tæplega 70% meira fyrir matinn oní okkur en það verður allt vitlaust af því að það kostar svo mikið að fylla á tankinn á tröllajeppanum!!
Ekki étum við jeppana og skolum þeim niður með bensíni!
Þetta er engin hemja og hvort sem það er innganga í ESB eða eitthvað annað sem þarf að gera til að búandi sé á þessu auma skeri!
Kveðja Andrea
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.5.2008 | 12:39
HVAÐ EF SAMKYNHNEIGÐIR "RÚLUÐU"?
vinkona mín sagði mér frá soldið skemmtilegum pælingum í vinnunni hennar í dag og ég get ekki hægt að hugsa um þær enda hægt að fíflast með þær út á hjara veraldar
Pælingin var sem sagt; Hvað ef samkynhneigðir stjórnuðu heiminum?
(Að sjálfsögðu varð pælingin til upp úr Eurovision umræðu, nema hvað)
*Við getum séð fyrir okkur að orðið og stofnunin sem kölluð er Manneldisráð fengi alveg nýja merkingu
* Baráttumál Björns Bjarnasonar væri auðvitað að vopna lögregluna með skærum, enda væri þá helsta hlutverk þeirra að vera tískulöggur
*Lífið og tilveran væri stunduð í söngleikjaformi. Eurovision keppnin væri Olympíugrein ásamt listdansi á skautum og fimleikum. Upptalið!
*Gay-Pride væri daglegur viðburður og allar tilraunir gagnkynhneigðra til að fá eðlileg mannréttindi væru kæfð með ást, elektrónískri danstónlist og pallíettum
*Uppistaða drykkja á börum bæjarins væri Perrier af því að fólk færi út á lífið til að dansa og skemmta sér!
*Þessar fáu gagnkynhneigðu hræður væru litin hornauga fyrir svínsleg læti og leiðindi
*Það myndi sjást til fólks í hópfaðmlögum á hverju horni
Veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta ekkert hljóma svo illa. Alveg væri ég til í að tilheyra minnihlutahópi undir þessum kringumstæðum
Kveðja Andrea bleika
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.5.2008 | 11:17
Löngu orðið tímabært að jafna þessa umræðu!
Þessi langþreytta mýta um að það séu eingöngu konur sem verða fyrir heimilisofbeldi ætlar að verða langlíf
Þarf ekki að opna augun nema til hálfs og rífa þau frá rörinu til að átta sig á því að konur eru líka menn og alveg jafn færar um að beita ofbeldi og karlar!
Held að það sem vantar upp á umræðuna er að karlar komi upp úr grasrótinni og komi umræðunni í gang.
Svona eins og konur gerðu á sínum tíma og varð til þess að heimilisofbeldi hætti að verða það ægilega mikla tabú í umræðunni sem það var!
kveðja Andrea
Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.5.2008 | 11:08
Úps! Gleymdist að klára dæmið!
Það er nú gott og blessað að samningar náðust við blessaðar flugfreyjurnar.
Hef samt smá áhyggjur af greyið flugþjónunum! Á ekkert að semja við þá?
Alltaf sama sagan- aumingja strákarnir alltaf á eftir okkur stelpunum þegar laun eru annars vegar!
Eða var það öfug?
Kveðja Andrea
Samið við flugfreyjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.5.2008 | 00:15
ÍSLENSKIR "AMBULANCE CHASERS?
Það er bara einn galli við mótorhjól og hann er sá að þeir sem eru í umferðinni lokaðir inn í blikkdollum sem kallast bifreiðar rekast utan í þau- eða öfugt eins og í þessu tilfelli
Motorhjólamenning á Íslandi er frekar mikið til fyrirmyndar svona yfirleitt. Miklu betri en önnur umferðarmenning.
En ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um auglýsingarnar frá Tort
Erum við komin með þann vafasama heiður að eiga okkar eigin Ambulance Chasers? Eða á það fullkomlega rétt á sér að markaðssetja sig út á þetta?
kveðja Andrea "Bike-Chick
Slys á Njarðvíkurbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 23:24
GLEYMDIST AÐ LÁTA ÞÓRARINN TYRFINGS VITA
Alkahólismi er EKKI beint sjúkdómur! Heldur ástand sem við veljum okkur að leita í þegar við viljum haga okkur illa. Gengur almennt undir nafninu "Porcus Syndrom" eða Svínsleg hegðun.
Og þá er bara að taka til í eigin rassi og hætta að haga sér eins og svín og drekka eins og manneskja!
Loka Vogi og öllum þessum Staðarfellum, Víkum og hvað þetta heitir allt saman og fara að haga okkur eins og manneskjur.
Ekki samt eins og Magnús Þór! Hann er tímaskekkja, en "vönduð" tímaskekkja
Kveðja Andrea porcus
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2008 | 23:12
HEIL HITLER!!!!
ÉG SEGI YKKUR; ÓTTIST ÞIÐ! VERIÐ HRÆDD! ÞAÐ ER VERIÐ AÐ STELA AF YKKUR!
Viðar "ekki kynþáttahatari" Guðjónssen var í essinu sínu á Útvarpi Sögu í dag og þar lét hann þessi viðvörunarorð falla
Hann var samt ekkert að vara okkur við Hells Angels heldur banhungruðum, landlausum ekkjum og börnum þeirra
Það er víst stórhættulegt að hjálpa konum og börnum sem kunna ekki íslenska stafrófið og trúa ekki á kærleiksríka Guðinn sem íslenska þjóðkirkjan kennir sig við
Svo er strákurinn svona glimrandi klár í mannkynssögu og varaði líka við því að það var akkúrat við svona kringumstæður sem Adolf Hitler náði kosningu í Þýskalandi á sínum tíma. Stjórnvöld bara vildu ekki hlusta á "fólkið í landinu" og því fór sem fór.
Get ekki alveg áttað mig á þessu. Var "ekki kynþáttahatarinn" að vara okkur við að falla ekki í sama fúla pytt og þýska þjóðin með því að kjósa yfir sig Hitler með að leggjast gegn því að hleypa flóttafólki af öðrum kynstofni til landsins?
En það er mikið að gera hjá Viðari, Magnúsi og co "ekki kynþáttahöturum" við að búa til litla kalla sem allir eru krúnurakaðir í hjarta sínu
Og íslenska "white trashið" tekur undir svo bergmálar í fjöllunum
kveðja Andrea
Tillaga um að taka við flóttamönnum samþykkt einróma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II