Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

JAFNRÉTTISHVAÐ??

Jafnréttissetur og jafnréttisskóli???

Er fólk að tapa sér hérna? Hvernig væri bara að t.d opinberar stofnanir hættu að mismuna kynjum? Þarf að setja á fót skóla og setur til að kenna fólki hvernig það kemur vel fram við náungann óháð kyni?

Djöfulsins ruglið sem þessi jafnréttisumræða er komin í!!!!

Kveðja Andrea


mbl.is Skrifað undir samkomulag um jafnréttisskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER EINHVER Í RUGLINU HÉRNA....

Og það er ekki ég!!!

Ég er alveg viss um að það er hásumar! Og á sumrin á EKKI að vera snjór! Hvorki þekja né skaflar!
Hvaða rugl er þetta?

Getur ekki einhver látið veðurguðina og ísbirnina vita að þeir eru að villast!!!

Kveðja Andrea


mbl.is Snjóþekja á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FOKIÐ Í FLEST SKJÓL

Er það ekki annars?

Var það ekki einu sinni svo að óperusöngvarar máttu vel vera feitir. Jafnvel skilda! Ætli framtíðin sé þvengmjóir óperusöngvarar sem koma vart upp tóni sökum næringarskorts?

Ég er samt, ólíkt öðrum sem ég hef séð tjá sig um málið, ekkert hissa þó að flugfélög velti fyrir sér þeim möguleika að rukka gjald eftir þyngd
Man ekki alveg hvaða upphæð það var sem Icelandair myndi spara á ársgrundvelli ef allar vélar bæru 10kg minna. 2,5 milljón eða eitthvað í þá áttina

Kveðja Andrea


mbl.is Of feit óperusöngkona snýr aftur eftir megrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMLAR FRÉTTIR!

Hefur þetta ekki verið vitað langalangalengi??

Ég gæti hengt mig upp á að hafa heyrt þetta árum saman. Einmitt verið á planinu mínu sl sjö ár eða svo að borða morgunmat.
Er enn að spá í að fara að byrja á því á næstunni :)

Kveðja Andrea

 


mbl.is Stór morgunverður auðveldar megrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLOTTUR VINKILL

Ef fólk er ekki alveg komið með ógeð á ísbjörnum þá er einn pistill sem fólk ætti að kíkja á!

Sæti fyrrverandi bæjarstjórinn skrifaði helvíti flottan pistil sem segir allt sem segja þarf!
Hver man ekki eftir Keikó!!!!

Kveðja Andrea


EKKI FLEIRI TAKK!

Er ekki hægt að setja up skilti einhversstaðar á ísbjarnarleiðinni? "Ísbirnir ekki velkomnir".

Nenni ekki að fá fleiri svona gesti. Nokkuð víst að við getum hvort sem er ekkkert sýnt þeim neina gestrisni. Þeir gera ekkert gagn og setja allt á annan endann!

Þessi þjóðhátíðarbjörn er steindauður og ég vil ekki fleiri takk!

Kveðja Andrea Birna


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FREKJUDOLLUFÝLUPÚKI

Það er nú ánægjulegt að hann sé bjartsýnn. Líklega eini maðurinn á landinu sem "horfir bjartsýnn fram á veginn"
Ekkert nema dauði og djöfull næstu mánuði og líklega út næsta ár og forsætisráðherrann okkar er bjartsýnn!

Einhverntímann hefði svona fólk verið lokað inni í stóra húsinu við sundin :)

En til hamingju með daginn krúttin mín

Kveðja Andrea bjartsýna


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EXTRA EXTRA- READ ALL ABOUT IT!!

Hann, þ.e. ísbjörninn, stendur upp og hristir sig annað slagið!
Ég bíð spennt eftir því að hann fari að hrjóta.

Er þetta ekki annars orðið ágæt af gúrkufréttum af hr. Ísbirni II? Hugsanlegt að nú væri ágæt hugmynd að bíða með fleiri fréttir þangað til það eru einhverjar fréttir?

Neinei, segi bara sona

kv. Andrea


mbl.is Ísbjörninn rólegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TOUGH DAY AT THE OFFICE

Shit! Lengsti og erfiðasti dagur ársins í vinnunni að baki. Hef aldrei vitað aðra eins vitleysu á einum degi!
Fór bókstaflega allt til andskotans og náðist að bjarga því korter í Andrea-missir-hausinn!

Þannig að þegar ég kom heim byrjaði ég á froðubaði. Besti náttsloppur í heimi og jafnframt ein dýrasta flík sem ég hef fjárfest í, vafin utan um þreyttan kroppinn.  Næst var dýra fína hvítvínsflaskan opnuð, þessi sem ég fékk í afmælisgjöf og hafði verið geymd fyrir spes occation. Og reynið ekki að segja mér að kona á barmi taugaáfalls sé ekki spes occasition!
Fínu kristalsglösin sótt í skápinn. En það var akkúrat þar sem ég klikkaði ég á fínheitunum!

Ef ég væri settleg hefði ég hellt hvítvíni í 1/4 hluta glasins. En af því að ég var alveg að snappa í allan dag- og af því að ég er svo þreytt- og síðast en ekki síst af því að ég er svo þyrst, fyllti ég fína helvítis kristalsglasið af fína helvítis víninu og ætla að klára það á mettíma!

Svo er bara að sjá hvort maður skrifi næturblogg eins og ónefndir fínir bloggarar

Kveðja Andrea


BJÖGGI BORGAR

Þrusu auglýsing fyrir Novator.... en gott mál fyrir ísbirni þannig að allir græða.

Ferlega er Björgúlfur með góðan PI starfsmann. Heldur betur vakandi fyrir tækifærum. Hver er annars PI maður/kona þarna?

Væri gaman að heyra Jakob Frímann halda lofræðu núna fyrir Bjögga. Eitthvað svona í stíl við íslensku tónlistarverðlaunaræðuna :)

Kveðja Andrea


mbl.is Novator vill greiða fyrir björgun ísbjarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband