Færsluflokkur: Bloggar
24.5.2008 | 10:59
OK! OK! BURT MEÐ ÞUMALSKRÚFURNArR! ÉG JÁTA!
ÞAU GERA ÞETTA VEL! OK! Fjandinn!
Ég hef aldrei verið neitt sérlega yfir mig hrifin af Regínu, alltaf fundist hún fín svona bakraddasöngkona.
Friðrik Ómar fína rödd- en aldrei þótt hann skara neitt framúr
Mér finnst lagið alveg grút-glatað og hefði viljað sjá Dr. Spock eða Haffa Haff þarna
En ég væri náttúrulega algjör bjáni ef ég gæti ekki séð að þau gerðu þetta vel - og enn meiri bjáni ef ég gæti ekki gengist við því
Þannig að; Vinir og vandamenn, hér hafið þið það! Ég, Andrea þvermóðskupúki, gengst hér með við því að mér finnst þau bæði gera þetta vel! OK! Mjög vel!
Kveðja Andrea niðurlút
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2008 | 10:04
EKKI PRENTHÆFT
Skítt með Steve, Hefner og Playboysetrið. Skoðanir mínar hvort sem er ekki prenthæfar- frekar en þessi hallærislega frétt á mbl.is
Ég hef þó vit á því að þegja- eða næstum því.
Svo er bara öllum auðvitað frjálst að elta drauma sína á þann hátt sem hver velur sér. Og draumar Ásdísar Ránar eru ekkert ómerkilegri þegar horft er á stóru myndina, þó svo að þeir þyki hallærislegir í minni bók.
Enn hallærislegra finnst mér þó ef umræðan á bullaralandi hafi verið jafn rætin og ég hef séð fjallað um hérna á mbl-blogginu.
Aumar sálir sem drulla yfir persónu fólks á þann hátt.
En metnaður og fréttamok mbl.is er náttúrulega fyrir neðan allar hellur!
Lágkúran hjá þeim í Séð og heyrt hefur ratað inn á síður mbl, sem eru orðnar stútfullar af fréttum af bólfimi og skilnuðum celebs úti í heimi- og svo þessi kjallarafrétt
Kveðja Andrea með aumingjahroll í allan dag!
Ásdís Rán kát með 1. sætið á blog.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2008 | 20:08
DR 1 AUGLÝSIR ÍSLENSKA LAGIÐ GRIMMT!
Danska sjónvarpið auglýsir Eurovision grimmt. Þar sýna búta af hinum ýmsustu keppendum og þar á meðal Regínu og Friðrik Ómar
En lagið sem er spilað undir allan tímann er "This is My Life". Frekar töff og fín auglýsingin og ætti að færa okkur nokkur dönsk atkvæði
kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 19:24
ELDHEITAR ÁSTARSÖGUR *bíb*
Ákvað að fjarlægja þessa færslu, eða öllu heldur innihaldi hennar
Fékk hroll við tilhugsunina um hvernig kommentin gætu litið út. Get ekki setið við tölvuna 24/7 og eytt út innleggjum með ítarefni um fólkið sem um ræðir.
Get röfla yfir því að miðlar geri mannamun þegar þetta er orðið opinbert
Kveðja Andrea fljótfæra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2008 | 18:17
HEIMSYFIRRÁÐ EÐA DAUÐI
Nú er fallegasta, ríkasta, hamingjusamasta, best lesna, tæknivæddasta, frumlegasta, náttúruvænasta, umhverfisvænasta, skemmtilegasta og MONTNASTA þjóð komin í aðalkeppni Eurovision!
Þá er bara formsatriði að klára þetta, vinna og plana hvar við eigum að halda næstu keppni.
Þegar það er búið er ekkert eftir nema eignast heiminn skuldlausan!
Ísland- best í heimi
kveðja Andrea ælir
Evróvisjón á vellinum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2008 | 10:40
FRÉTTIN SEM MBL.IS GLEYMDI AÐ SKRIFA
Fréttastofa mbl.is hefur fengið margar upphringingar í dag frá reiðum foreldrum sem mættu eins og krumpudýr í vinnuna í dag eftir andvökunótt.
Foreldrarnir sem ákváðu að leyfa ungum börnum sínum að horfa á undankeppni Eurovision í gærkvöldi töldu sig ekki vera að stofna börnum sínum í voða, enda var tilgangurinn að næra þjóðarrembing þeirra frá unga aldri. En í staðinn plöntuðu þau öri á litlar barnssálir sem ekki verða afmáð nema með mörgum tímum hjá sértilgerðum barnafræðingum.
Þegar sænska konan birtist á sviðinu ráku börn um allt land upp skelfingaróp. Þarna var skrýmslið sem búið hafði undir rúminu þeirra ljóslifandi komið í kassann í stofunni. Og feður landsins, sem að öllu jöfnu hafa rokið upp til handa og fóta til að reka hryllingin undan rúminu og koma börnum sínum þannig til bjargar, sátu sem fastast og góndu.
Í öllu stressinu fyrir kvöldið hafði konan gleymt að fara í pilsið/buxurnar og stóð á sviðinu í bol einum fata.
Þannig tókst henni að beina sjónum almennings frá uppvakningsandlitsdráttunum og að fögrum leggjunum
En blessuð saklaus börnin sem ekki hafa þroska til að meta fagra leggi eiga um sárt að binda
Kveðja Andrea fréttaritari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2008 | 11:57
ÞAÐ ERU FLEIRI Á HRAKHÓLUM EN EINSTÆÐAR MÆÐUR OG FYLLIBYTTUR!
Samkvæmt frétt á vísi eiga fleiri í vandræðum með að fá lausnir á vandamálum sínum en heimilislausir rónar og einstæðar mæður!
Það er náttúrulega alveg út í hött að fara svona með mennina sem snúa hjólum atvinnulífsins fyrir okkur á meðan við hin njótum lífsins og belgjum okkur út af grænmeti frá Burma í poka með mynd af íslenska fánanum!
Þvílík vanvirðing!
kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2008 | 11:51
ARMANI
Ég á ferlega flott sólgleraugu!
Það stendur ARMANI á þeim og merki framleiðandans er líka á staðnum. Klæða mig vel og eru þægileg.
Er ekki svo vitlaus að halda að gleraugun séu í raun ARMANI þó að allar merkingar bendi til þess.
Borgaði heila 7 dollara fyrir brillurnar
Kveðja Andrea Armani
Segja fánarönd sýna að grænmeti er íslenskt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2008 | 01:19
AND THEN HE KISSED ME
Og áhuginn og spennan sem tók fullt af plássi dagana á undan sprakk eins og blaðra!
Þessi undur fagri maður sem ég hafði séð nokkrum sinnum í bakaríinu mínu snéri sér skyndilega að mér og spurði hvort hann mætti bjóða mér upp á kaffi.
Þurfti ekkert að velta því fyrir mér og held að ég hafi verið búin að segja já takk áður en hann kláraði setninguna.
Yfir kaffibollanum bauð hann mér í mat um kvöldið sem ég þáði líka. Næstu daga fórum við í bíltúr, bíó og meira kaffi.
Var ég búin að segja að hann væri fagur? Ekki nóg með það, maðurinn er klár, skemmtilegur og sérlega fínn félagsskapur. Og af því að fyrsti kossinn í nýju og spennandi sambandi getur verið svo fáránlega yndislega skemmtileg upplifun hlakkaði ég ferlega til að smakka á kossi frá þessum manni.
Ég hef sent fingurkossa sem voru meira spennandi en þessi koss! Kossaómyndin átti sér stað í hádeginu og núna man ég varla hvernig hann lítur út!
Hingað til hefur þumalputtareglan verið að ef sætu mennirnir eru skemmtilegir og spennó hefur kossinn komið í kjölfarið.
Forgangsröðuninni hefur verið breytt frá og með deginum í dag.
Ætla að snúa ferlinu við og framvegis ætla ég að kyssa alla sæta menn sem verða á vegi mínum til að kanna hvort mig langi til að tala við þá!
Kveðja Andrea spælda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.5.2008 | 22:29
FÆ NETT TAUGAÁFALL ÞEGAR ÉG SÉ MIG Í SPEGLI
Eða ekkert svo nett! Næ að kæfa niður skelfingaröskrið en hrekk í kút og þekki varla manneskjuna sem starir á mig úr speglinum
Ég vaknaði í morgun, eins og alla morgna síðustu áratugina, með ljóst hár niður á mitt bak en kom heim seinni partinn með dökkbrúnan drengjakoll.
Smá ýkt kannski, en hárið nær niður á banakringlu- eða heitir ekki kúlubeinið örugglega banakringla?
Ég hef tekið nokkrar ákvarðanir í lífinu sem snúast um gagngera breytingu á einhverju í lífi mínu. Bara svona til að hrista aðeins upp í mér til að staðna ekki
Flestar hafa snúist um umhverfið mitt, flutninga eða eitthvað þess háttar. Fengið fiðring í magann af því að við verðum flest smeyk á einhverjum tímapunkti við breytingar
Þessi U-beygja á eftir að halda mér í keng í langan tíma. Ég veit ekkert hvaða kona þetta er sem eltir mig á röndum og hleypur inn í alla spegla sem ég geng framhjá!
Ekki laust við að mér líði eins og ég þurfi að skipta um nafn og kennitölu líka
Kveðja Andrea á leið í vitnavernd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Heimskan og yfirlætið ríður ekki við einteyming
- Pæling III-IV
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Magnaðir allir.
- Þökk sé siðbótarhreyfingu Donalds Trump
- Til í sama og Inga Sæland
- Eg mun fagna þessu ef af verður
- Stellantis fer ekki á hausinn eins og ráð var fyrir gert
- Fer ekki í formanninn
- Ekki rétta systirin