Leita í fréttum mbl.is

EINN DAGINN SPRING ÉG YFIR SVONA ÁBYRGÐARLAUSU BLAÐRI!!!

Hérna skrifar hún Hallgerður færslu sem fær mig alveg til að ærast yfir því að það skuli ennþá verið að ræða þessi mál út frá þessum fáránlegu forsendum!!!
"konur einfaldlega vilja það ekki, margsannað mál!"
Hver hefur sannað það margsinnis? Hvaða konur eru það sem einfaldlega vilja það ekki? Og hvenær í fjandanum varð eitthvað svona stórt mál "EINFALT" síðast?
Hvað er að!!!
Hefur fólk ekki heyrt talað um tengslin á milli orsaka og afleyðinga??

Er undarlegt að konur sem lifa og hrærast ekki í spotlightinu þurfi að bíta á jaxlinn til að samþykkja að koma fram á opinberum vettvangi?
Það er ekki eins og samkynja fyrirmyndir séu plastaðar um allt! Og ekki höfum við konur lifað við þá "sjálfsögðu" hefð karlmanna að þeir séu kallaðir til og/eða þess verðugir að á þá sé hlustað. Konum hefur verið leyft að tjá sig um kleinubakstur og uppeldi sl hundrað ár

Fyrir hverja eina vitrænu frétt/viðtal við konu eru amk tíu bimbó, blondínu eða fjölskylduharmleikjafréttir og sorgarlífsreynslusögur!!

Auk þess er alveg út í hött að gefa þeim sem afla frétta/viðtala súkkulaðikleinufrí á þetta ójafnvægi!
Það eru þeir sem sækjast eftir fréttum af konum sem eru að keppa um milljón hálfberar og útlista því yfir alþjóð að hlutverk konunnar sé að sjá til þess að karlmenn séu vel aldir, vel til fara og vel riðnir!
Og þó svo að viðfangsefni þeirra (fréttamanna/ritstjóra/þáttastjórnenda)  sé eitthvað þar sem klárar, ófeimnar konur eiga hlutdeild í þá eru þær ekki kallaðar til nema til að fylla upp í þáttinn/greinina eða til að vera pólitískt rétthugsandi með því að droppa einni "minnihlutahópskvinnu" með!

Ef frá er talin Gilz þá heyrir til algjörra undantekninga að karlmenn séu kallaðir til þegar sýna á kropp, viðkvæmni og "metnaðarfullann" starfsferil út á rúnkmyndir fyrir konur!
Og Gilz er skemmtikraftur í því hlutverki. Enda er passað vel upp á að það komi alltaf reglulega skýrt fram að hann sé í kröfuhörðu námi í Háskólanum!

Kveðja Andrea EINFALDLEGA HNEYKSLUÐ



mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að hlutur kvenna í fjölmiðlum er miklu minni en karla, er það orsök eða afleiðing ?

Maður á alltaf að leita af orskökum, ekki afleiðingum þegar leysa á úr vandmálum, og þegar maður er farin að rugla þessu tvennu saman þá er maður á hálum ís.

Og Gillz, hvort heldur þú að hann sé orsök eða afleiðing, og þá hvers ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gilz mun vera andskotans týndi hlekkurinn í KRÖFUHÖRÐU NÁMI.

Andrea you said it girl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Andrea

Mér finnst Gilz ágætur að mörgu leiti og tók hann ekkert sem neikvætt dæmi svona persónulega, frekar hugarfarslega

Æi Bjöggi, það er varla að ég nenni í svona hártogunarsvör. Það að hlutur kvenna er rýr í fjölmiðlum er m.a afleiðing þess að þær hafa ekki verið þarna úti sérstaklega lengi. Það er afleiðing af því hvernig fjölmiðlum hættir til að sýna konur að þær veigra sér frá því að verða opinberar

Af hverju er þetta svona erfitt? Við erum ekki að tala um einhverja grein sem ein svekkt kona skrifaði um fjarveru kvenna frá fjölmiðlum. Þetta eru niðurstöðutölur úr nokkuð nákvæmri rannsókn.
Er ekki eitthvað skakkt í gangi þegar helmingur þjóðarinnar er ekki að tala opinberlega?

Andrea, 3.7.2008 kl. 01:53

4 Smámynd: kiza

*slow-clap*

Andrea JÁ JÁ JÁ! Ég sver það...þetta er svo kjánalegt!

Var um daginn að þvælast eitthvað í 10-11 og tók eftir (meðan ég var að bíða í röðinni) svona tímaritastatífi úti á miðju gólfi, og myndirnar á statífinu voru af eftirfarandi: George W. Bush, Tiger Woods, Kate Moss og Paris Hilton.  

OK. Sumir sjá kannski ekkert að þessu; og líta á þetta sem smávægilegt atriði, "óþarfa tilfinningasemi og hýpergagnrýni" en í mínum augum var þetta frekar augljóst.  Karlímyndunum hampað fyrir pólitísk völd og íþróttalega yfirburði, og kvenkyninu hampað fyrir að vera anorexísk, illa klædd en ÓGISSLEGA HRESS OG FLIPPUÐ SKILURRU!? 

Æ ég bara hálf-gubbaði.   Greinilega bara hysterískur feministi.

-Jóna Svanlaug.

kiza, 3.7.2008 kl. 04:33

5 identicon

Kiza, kannski þú ættir að segja okkur hvaða blöð þetta voru sem birtu myndirnar? Ég þori án þess að blikka að giska á að myndirnar af "anorexísku horrenglunum" hafi verið framan á slúður- eða tískublöðum þar sem lesendahópurinn er örugglega um 90% konur og ritstjórar og blaðamenn í flestum tilvikum konur líka. Sjálfsagt telur þú það vera allt körlum að kenna að konur búa sjálfar til svona lága sjálfsmynd og lágkúrulega standarda, jafnvel í bransa sem þær stýra nánast algjörlega sjálfar fyrir sig sjálfar.

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:43

6 identicon

Andrea, það hafa fjölmargir blaða- og fréttamenn, bæði konur og karlar margkvartað yfir því að konur, jafnvel í háum stöðum afþakki eða hreinlega neiti að koma í viðtöl um hin og þessi málefni og á endanum neyðist þau til að taka eingöngu karlmenn í þessi viðtöl. Meðan konur ekki fást til að koma í viðtölin er ákaflega lítið sem fréttamenn geta gert til að "rétta hlut kvenna". Ég myndi alveg skilja fréttamann sem hreinlega gæfist upp á að reyna að fá konur í viðtöl meðan það er svo mikið mál að draga þær fyrir framan myndavél.

þetta er enn eitt dæmið um að konur hreinlega verða að gera þetta sjálfar og hætta að sitja úti í horni og væla yfir því hvað karlar séu vondir. Stundum er staðan einfaldlega sú að fólk verður að hjálpa sér sjálft.

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:59

7 Smámynd: Andrea

Gulli, við skulum hafa það alveg á hreinu að ég er ekkert að leggja hluta ábyrgðarinnar á karlkyns fréttamenn eða þáttastjórnendur eingöngu. Konur í þeim stöðum virðast ekkert skárri...ef eitthvað er þá eru þær verri. Sbr þátt Kolfinnu og co á ÍNN

Ég hef líka heyrt þetta Gulli. Ég kaupi það bara ekki. Held að þessi mýta hafi orðið til fyrir mörgum árum og fólk sé bara enn að syngja þann söng.
Efast ekki um að konur sem vinna ekki þannig vinnu að þær séu opinberar manneskjur eða konur sem gera/afreka eitthvað sem beini spotlightinu á þær í eitthvað eitt skipti séu tregar. En ekki konur sem sóst er eftir að mæti starfs síns vegna.

Andrea, 3.7.2008 kl. 09:22

8 identicon

Ok, þetta er hárnákvæm rannsókn þar sem er ekki farið í ástæður þess að það sé talað minna við konur, sé ekki mikla nákvæmni við það. Þessi rannsókn sýnir einungis hlutföll ekki hvað býr að baki. Þú getur ekki tekið niðurstöður úr svoleiðis rannsókn og sagt að fjölmiðlar forðist það að tala við konur af því að þær eru konur.

Þetta hljómar bara eins og röfl þar sem er verið að leita að sökudólg sem er hægt að skamma, það hjálpar engum. Við þurfum að leita að rót vandans og finna leiðir til úrlausna. Við eigum ekki að vera skammst út í hvot annað og benda á hinn eða þennan, eins og mér finnst þú vera að gera.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:13

9 Smámynd: Andrea

Æi Bjöggi, maður verður nú bara að setja spurningamerki við gráu sellurnar þínar eftir svona komment

Rannsóknin snérist ekki um af hverju?
Enda þá hefðu spurningum líklega verið beitt að einhverju fólki
Þetta var svona: einn,tveir, þrír....dæmi! Einföld talning og samanburður

Og ef þér finnst ég vera að leita af sökudólgi eftir lesturinn þá skaltu lesa aftur.
Einu spjótin í pistlinum beinast að fréttamönnum og þáttastjórnendum. Enda eru það jú þeir sem sækja fréttirnar ;)

Andrea, 3.7.2008 kl. 18:54

10 identicon

Já sökudólgarnir eru semsagt í þessu tilviki fréttamenn og þáttastjórnendur sem flestir eru karlmenn. Svo notar þú rannsóknina þér til stuðnings til að geta skammast út í þá. Ég var akkúrat að benda þér á að þessi rannsókn snérist ekki um afhverju ? Og þessvegna er heimskulegt að vísa á þessa rannsókn og nota hana til að vísa á sökudólga.

Já og svo er ekkert skrítið að rannsóknin sé hárnákvæm ef þetta er bara svona einn tveir þrír dæmi. Þú ert semsagt að segja að api með teljara hefði geta framkvæmt þessa rannsókn.

Þú hefur rannsóknina fyrst upp og svo ertu að segja að hún sé ekkert merkileg, vá hvað þú talar mikið í mótsögn við sjálfan þig hérna. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:18

11 Smámynd: Andrea

Æi labbakúturinn minn! Lesskilningurinn ekki alveg upp á sitt besta. Nenni ekki að skiptast á skoðunum við fólk sem nennir/getur ekki lesið og skilið

Andrea, 4.7.2008 kl. 01:55

12 identicon

Ég skil ágætlega hvað þú ert búin að skrifa en ég er oðrin viss um að þú skilur ekki hvað ég er að segja, þú skilur ekki einusinni hvað þú ert að skrifa.

 Þú viðurkennir það að spjótin hjá þér eiga að beinast að blaðamönnum  og það hljómar enn eins og þú sért að hafa þá að sökudólgum.

Þú þarft kannski að læra að tjá þig betur svo ég skilji þig. Þetta gerist oft með fólk eins og þig sem veltir sér of mikið upp úr sömu delunni aftur og aftur ( femínistar eiga þetta oft til ) að þeir missa hæfileikan til að tjá sig þannig að annað fólk skilji það. 

Bjöggoi (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband