Leita í fréttum mbl.is

AUGLÝSINGAR

Mér finnst sjónvarpsauglýsingar stundum skemmtilegar eða flottar- og stundum bæði. En það er svo mikið af asnalegum auglýsingum að stundum kreppist ég saman af ógeði yfir þeim!

Ajax professinoal- eitthvað undraefni sem þrífur heimilið á meðan þú blikkar auganu.
Sú auglýsing er búin að vera í gangi í amk tvær vikur með vitlausri stafsetningu. "Legðu fyrir það próf"
Loksins er einhver búin að laga þetta en ekki fyrr en amk tveimur vikum seinna.

Opal auglýsingarna- mér verður órótt þegar ég sé þær. Núna er þeir að velta auglýsingu þar sem tveir skeggjaðir og skítugir menn standa með andlitin þétt saman.
Ég finn olíu- og svitalyktina af þeim alveg inn í stofu

Ajax auglýsingin er erlend en íslenskuð með lélegum árangri. Ég kaupi ekki Ajax það sem eftir er!
Opal auglýsingaserían er búin til hér en ég fæ hroll þegar ég sé þær og ekki minni þegar ég sé Opal út í búð.

Er það bara ég?

Kveðja Andrea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

En Opal drykkurinn ?

Ómar Ingi, 30.6.2008 kl. 22:34

2 identicon

haha, mér finnst fyndnast með þessar auglýsinga rað þær enda með því að sagt er að Opal bæti andrúmsloftið...það gerir það ekki heima hjá mér...hér angar allt af pr....fýlu ef maður vogar sér að stinga eins og einu upp í sig...

...og grátlegursu auglýsingarnar finnst mér vera Lu kex auglýsingarnar...konur eru gerðar að einhverjum vitleysingum, hlaupandi um eins og asnar yfir einhverjum vinningum...og ekki batnar það þegar ein þeirra er látin grenja í vasaklút eins og smákrakki, af því að hana laaangar svo að vinna í Lu kexpakkaleiknum...algerir kexpakkar sem sköpuðu þessa auglýsingu...arrrrggg, ég verð svo pirruð á svona bulli...

alva (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ajax auglýsingin er algjör horbjóður! Opalinn er ör-pínku skárri...

En þú er flott

Heiða Þórðar, 1.7.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég á það sko alveg til að láta auglýsingar pirra mig. Hætti fyrir nokkrum árum að kaupa Pop Secret af því auglýsingin var svo fíflalega. Er löngu búin að gleyma hvernig auglýsingin var en kaupi enn ekki Pop Secret. 

Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: M

Eða auglýsingar í útvarpi, geta gert mann gráhærðari. BADAR ÖRYGGISSKÓR, BADAR ÖRYGGISSkÓR !!!!!

M, 1.7.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband