Leita í fréttum mbl.is

ÉG SKIL EKKI ALVEG

Af hverju er það fréttaefni að hæðast sé að "helgidómnum"?
Og getur verið að sama fólkið og hneykslast á hæðni á "helgidóminn" æði um víðan völl og hrópi "ritskoðun" þegar Íslam-heimurinn móðgast yfir skopmyndateikningu Muhameðs?

Hræsni endalaust

Kveðja Andrea

 


mbl.is Hæðst að helgidómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

aldrei hefur verið hæðst að mínum helgidómi, þannig að líklega þætti það fréttnæmt, gerðist það 

Brjánn Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 11:46

2 identicon

Skil ekki alveg hvernig þú leggur að jöfnu að fara inn í kirkju og að fara í blöðin. Kirkja er helgidómur, það er skemmdarverk að hæðast þar að hinu heilaga, blöð eru til að tjá skoðanir og það er skemmdarverk að reyna að stöðva þá tjáningu eða ritskoða. Ruglingsdallur.

padre (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Grín er misjafnlega vandað

Júlíus Valsson, 3.7.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Andrea

Hvernig er það skemmdarverk að taka myndir af sér nöktum á altari? Er ekki bara verið að ofbjóða þeim sem leggja einhverja heilaga merkingu í staðinn?
Svona eins og Muhameð er heilagur fyrir Islam?

Ég myndi nú halda því fram að það að mynda og vera myndaður nakinn við altari væri ákveðin tjáning

Andrea, 3.7.2008 kl. 12:26

5 identicon

Þetta er jafnvel verra en þú heldur. Það er nefnilega, sjáðu til, BANNAÐ að hæðast að helgidómnum. Sjá 125. gr. laga númer 19/1940, staðfest í Hæstarétti árið 1984 í Spegilsmálinu svokallaða.

Þessum lögum er ekki framfylgt vegna þess að "mál skal ekki höfða nema að fyrirlagi saksóknara", sem þýðir að í rauninni þarf ekki að beita þeim til þess að þau séu gild, ef saksóknara dettur í hug einn daginn að kæra einhvern fyrir djók sem hann fílar ekki.

Ennfremur er löngu, LÖNGU kominn tími til að fólk komi út úr kistunni og byrji að bera þá virðingu fyrir trúarbrögðum sem trúarbrögð eiga skilið, þ.e. enga. Sumir verða sárir við að heimsmynd þeirra sé hædd, og það verður bara að hafa það. Það er hluti af tjáningarfrelsinu, að fólk verður bara að gjöra svo vel að taka því þegar aðrir eru ósammála og virðingarlausir. Allt annað en nákvæmlega það, er tvískinnungur í skásta falli, eins og þú bendir réttilega á.

Múhameðsmyndirnar í Danmörku til dæmis, ERU BANNAÐAR á Íslandi. Saksóknari tók einfaldlega málið ekki nærri sér, enda ekki múslimi. Hefði hann verið múslimi, eða hefði verið farið svona með Jesú Krist, þá veit maður aldrei.

Og það er auðvitað dæmigert fyrir íslensk lög. Maður les þau, en er í rauninni litlu nær. Hefur maður á hættu að vera kærður fyrir að grínast með fíflaskapinn sem er kallaður kristni?

Af einhverjum ástæðum er samt lítill vilji til að afnema þessa lög, eða setja raunverulega tjáningarfrelsisgrein í stjórnarskrána, sem er 73. gr. og tryggir engum tjáningarfrelsi, heldur tryggir ríkinu heimild til að banna allt sem mönnum gæti dottið í hug að segja.

Tek undir með þér, pjúra hræsni. Og helvítis aumingjaskapur, að vera eitthvað ýkt móðgaður yfir svona löguðu. Kristni eins og önnur trúarbrögð þolir ekki hæðni vegna þess að það er svo augljóst hversu mikil vitleysa þetta er, og þess vegna eru kristnir óvanir því að vera gagnrýndir með gríni. Og það verður bara að hafa það, segi ég allavega. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:44

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Trúin er mörgum mjög mikilvæg og þótt ég sé trúlaus sjálf finnst mér sjálfsagt að sýna trú annarra virðingu.

Helga Magnúsdóttir, 3.7.2008 kl. 13:06

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég veit ekki betur en gert hafi verið grín að kristnu fólki gegnum tíðina og Jesu hafður að háði og spotti hér og þar.  Fyrir mér sem trúaðri manneskju sem sótt hef þjónustu til kirkjunnar við skírn,fermingu, giftingu og jarðarfarir, en er þó ekki kirkjurækin þar sem ég hef mína eigin aðferð við að nálgast minn Guð ÞÁ ER ÞETTA HREINN OG KLÁR FÍFLAGANGUR.  Hversvegna þarf fólk sem er á móti kirkjum og því sem þar er innan dyra að vera yfir höfuð að líta þangaðinn, hvað þá að láta mynda sig nakta eða hvern annan bjánaskap sem því dettur í hug. Já, ég segi bjánaskap því varla þarftu að eiga mynd af þér við altari ef þú vilt ekki í kirkjur koma. Látið bara kirkjurnar vera og leyfið þeim sem þangað vilja koma að nýta þær á þann hátt sem þeim finnst viðeigandi samkvæmt trú þeirra. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 13:10

8 identicon

Á meðan við borgum fyrir þessar kirkjur hjá okkar niðurgreiddu þjóðkirkju þá eigum við rétt á að kíkja aðeins í heimsókn og jafnvel segja brandara eða tvo. Kirkjur eru ekki bara fyrir trúaða. 

Karma (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:27

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Karma, ég hef ekkert á móti bröndurum í kirkju, slíkt hefur aldrei verið bannað, en nektarmyndatökur eða annað slíkt rugl við altari og skírnarfonta líkar mér illa.  Mér finnst það óvirðing gagnvart því hlutverki sem slíkt er, ég mundi verða brjáluð segi og skrifa ARFABRJÁLUÐ ef ég sæi slíkar myndir sem hefðu verið teknar t.d. í kirkjunni minni, Húsavíkurkirkju, þar hef ég átt bæði mínar bestu og verstu stundir og mundi aldrei geta liðið vanhelgun á þeim stað.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 13:31

10 identicon

Fólk hefur ólíkan smekk á gríni. Því miður er það svo að sumir þola ekki annað en að allir samsinni þeirra skoðun og smekk. Þeir sem vilja verja kirkjurnar fyrir því sem þeim finnst vera ósmekklegt hafa bara fullan rétt á því, því þótt kirkjur séu opnar vantrúuðum þá mega þeir ekki koma þar til að gera hvað sem er. Það er í sjálfu sér ekki skemmdarverk að láta taka mynd af sér nöktum í kirkjunni, það er nú verið að mynda sköpunarverkið, en að birta slíka mynd eða segja frá henni í hneykslunarskyni (eða vegna einhvers andlegs sjúkleika) gengur algerlega gegn smekk og kímnigáfu flestra sem nota kirkjuna til helgiathafna og þeir sem hafa yfir kirkjunni að segja, prestar og sóknarfólk, er í fullum rétti til að banna slíkt og koma með öllum ráðum í veg fyrir að láta misbjóða sér í eigin húsum. Hvað gert er í fjölmiðlum getur enginn stöðvað (nema þegar islamistar beita hótunum eða hryðjuverkum) ef fólk heldur í frjálst þjóðfélag.

Padre (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:45

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Padre, ég var farin að halda að enginn væri sammála mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 13:47

12 Smámynd: Andrea

Ég var svo sem ekkert að segja að mér fyndist þetta sniðug uppátæki en ég skil ekki hvað er svona fréttnæmt við þetta
Svo veit ég ekki betur en það hafi oftar en einu sinni orðið hamagangur og læti þegar gert hefur verið grín að einhverju sem tengist kristni
Biskupsgrínið hjá Spaugstofunni. Varð það ekki sakamál?
Auglýsingar Símans. Fólk hefur orðið allt frá arfageggjað og hundfúlt yfir þeim

Hræsni, sorry

Andrea, 3.7.2008 kl. 14:05

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þar sem ég flokkast ekki undir þann hóp sem hefur andúð á Spaugstofugríninu eða síma auglýsingum þá er ég bara að svara þessum helgispjöllum út frá því sjónarhorni sem lýst er greininni. Hræsni er ekki orð sem hægt er að nota um mig, og ég veit ekki hvort svo voða margt "Fólk" hefur orðið arfageggjað út af þeim auglýsingum. Ég hef húmor en ekki þegar kemur að subbuskap við altari. Ég er þó ekki að kalla nekt subbuskap því öll fæðumst við nakin og ef fólk þarf að eiga slíka mynd þá verður það að vera svo, en ekki til birtingar við nokkurt tækifæri. Slíku vil ég algjörlega mótmæla.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 14:31

14 Smámynd: Andrea

Sem sagt það má alls ekki birta mynd af fólki eins og það kom í heiminn "skapað af Guði í hans mynd" við altari kirkju?
Af hverju ekki?

Andrea, 3.7.2008 kl. 14:42

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst það ekki viðeigandi, ekki berum við börnin fram nakin og það fólk sem hefur tekið svona myndir, skv. þeim uppl. sem ég hef, hefur verið að gera þetta til að smána kirkjuna og það sem þar er. Er endilega ástæða til að setja nektina allsstaðar, á hún ekki stað og stund útaf fyrir sig??  Nekt er falleg en mér finnst hún einfaldlega ekki eiga heima allsstaðar. Mynd af nakinni persónu sem léti gagngert mynda sig til að láta í ljós vanvirðingu sína á altari, mundi misbjóða mér herfilega og særa mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 14:47

16 Smámynd: Andrea

Jájá, ég næ alveg sjónarmiðinu sko :) Finnst bara soldið fyndið þegar koma upp svona punktar. Það er svo margt sem er samkv. kristni á einn hátt en þykir ekki fínt í praktís

Ég skil ekki hvernig þeir sem eru verulega trúaðir ná að slá svona miklu ryki í augun á sjálfum sér til að geta trúað og prédikað eitthvað sem þeim finnst svo mikil misboðun annarsstaðar. Eins og t.d þetta með umburðarlyndið. Þeir slá um sig með stórorðum lýsingum um umburðarlyndi sitt en eru svo óumburðarlyndasta fólk í heimi!!

Er ekki að beina þessu til þín Ásdís;)

Andrea, 3.7.2008 kl. 15:20

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég veit það mín kæra, en trú mín er kannski svolítið einstrengisleg. Ég felli mig ekki undir predikanir eða kirkjulega siði nema að því marki sem ég vil. Margt er líka mjög rangt tengt kristinni trú og ég hef alltaf sagt að ljótustu verk mannanna hafi verið framin í nafni trúar.  Oftar en ekki eru það einmitt þeir sem slá um sig með orðum eins og umburðarlyndi og kærleikur sem eru illa innrættir og ekki vel af guði gerðir eins og sagt er. Ég er verulega trúuð á minn hátt en hef aldrei reynt að kristna aðra. Fyrir mér er altarið heilagt, sjálfsagt vegna þeirra stunda sem ég hef átt þar, bæði við skírn, giftingu og jarðarför eiginmanns míns þegar ég var 25 ára. En því fer fjarri að ég aðhyllist allt það sem kirkjan gerir eða réttara sagt hennar málsvarar.  Vona að við séum þá sáttar eða ósáttar, bíttar, hver hefur sína skoðun og ég hef haft gaman af þessum orðaskiptum hér á síðunni. :)) hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 16:39

18 Smámynd: Andrea

Þó ég deili ekki trúnni með þér þá skil ég fullkomlega hvaðan þú ert að koma Ásdís
Takk sömuleiðis ;) 

Andrea, 3.7.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband