2.7.2008 | 20:41
ALLT Í EINU BARA SJÖ ÁRA AFTUR
Ég er svo heppin að hafa verið úthlutað besta, sterkasta, myndarlegasta og klárasta pabba í heimi.
Hann hefur alltaf verið fasti punkturinn í tilverunni minni alveg sama hvort ég var smá tryppi eða síðast þegar ég ákvað að vola yfir brostinni von eða mislukkuð kærasta.
En hann er veikur og með hverjum deginum verður hann minni, veikburðari og augun skýjaðri. Skrítnast finnst mér að þessi stóra svarta krumla sem ég sé fyrir mér vera að hrifsa hann meira frá mér á hverjum degi, skuli ekki geta sýnt smá samúð og skilning og leyft mér að hafa hann lengur.
Þetta er það erfiðasta sem ég hef staðið frammi fyrir á ævinni.
Að sleppa
Lífsgæðin eru nánast engin og í dag gaf ég honum leyfi til að hætta að berjast ef hann væri þreyttur. Og honum létti.
Svei mér þá ef það dó ekki eitthvað inn í mér í dag. En það lifnar örugglega aftur þegar ég verð tilbúin til að rifja upp án þess að vilja öskra, grenja eða stappa niður löppunum eins og fúll krakki sem fær ekki það sem hann vill
Kveðja Andrea
Bloggvinir
-
Benna
-
Bergur Thorberg
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Hjálmar
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiða Þórðar
-
Jens Guð
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
kiza
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Perla
-
Signý
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Steini Thorst
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svetlana
-
Vefritid
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Æskupáskaminningar
- Verjum Hafnarfjörð og Garðabæ strax
- Staðreyndir og trú. Er hann upprisinn?
- Um páska
- Ambögur og Herfustjórn
- Þór barðist við tröllkonur. Páskarnir eru enn einn sigur ljóssins á myrkrinu, á sigri Þórs yfir tröllkonum femínismans
- Jörðin er ekki flöt hún er hnöttótt.
- Hægri og vinstri samsæriskenningar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...
Athugasemdir
Skil þig elsku Andrea, versta sem ég hef upplifað lengi var að missa mömmu í des. á síðasta ári. Pabbi lifir enn en ég geri mér grein fyrir því að hann getur farið hvenær sem er, mikill hjartasjúklingur. Ég er ennþá litla stelpan hans og ég veit það verur erfitt að sjá á bak honum, ég tala við hann hvern dag og heimsæki eins oft og ég get, nýti hverja stund vel. Ég bið föður þínum alls hins besta í þessum sporum sem hann er nú í. Þeir segja að það sé ást að sleppa en það er erfitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 20:44
Sendi þér hlýjar kveðjur bloggvinkona
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 21:30
Þetta var fræið sem þú slepptir í dag. Það á eftir að verða að eyk, verðug minni föður þíns.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 22:03
Takk Ásdís og Jenný
Og TAKK Svanur! Akkúrat þannig vil ég að það þróist
Andrea, 2.7.2008 kl. 22:07
Ég skil þig vel. Minn er farinn og það var ofboðslega erfitt. Maður á bara einn pabba.
Netfaðm til þín.
Anna Einarsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.