21.6.2008 | 11:50
FLYTJA Í GRAFARVOGINN
Er það ekki sjálfgefið að ef fólk kýs að búa ofaní næturlífinu að það megi búast við hávaða?
Ef þú kaupir hús á þessu svæði og telur það OK af því að það er ekki skemmtistaður í bakgarðinum hjá þér þá er eins gott að gera sér grein fyrir því að það gæti bara verið tímabundið og hann poppað upp áður er varir.
Ég skil ekki af hverju það er eins og það komi fólki á óvart að það sé hávaði í miðbænum. Hvaða veruleikafirrun er í gangi hjá fólki sem heldur að það geti búið í hjarta borgarinnar við sama atmó og í úthverfi?
Hvernig því datt til hugar að kjósa sér búsetu þar er undarlegt. Hvernig því dettur í hug að væla og skæla yfir hávaða er enn undarlegra
Flytjið í fokking Grafarvoginn!!
Kveðja Andrea
Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Rússneski AR-10 riffillinn ofl.
- Næstum helmingur jarða á Íslandi (um 40% og fer vaxandi) er ekki í notkun, í eyði, mest í eigu erlendra áhættufjárfesta, keyptar og seldar á okurverði fyrir vatnsréttindi eða uppá punt
- Veðurathuganir í Hveradölum 1927 til 1934
- Hvers vegna er þessi Rússaandúð?
- Og þó þær væru, sem þær eru ekki
- Kratakindurnar stela listaverki eftir heimsfræga listakonu
- Himnaríki læst fyrir grunnskólabörnum!
- Orð í tíma töluð.
- EES-hækkanir á orku
- Börn og brotamenn í hælisleitendakerfinu
Athugasemdir
Væl í snobbhænsnum sem vilja búa í miðbænum! Kvartandi um að bærinn sé að deyja, en svo er kvartað þegar líf og fjör er! Þetta er fólk sem veit ekki hvort það er að fara í eða fara úr naríum sínum!!! Annað: Ég get ekki betur séð enn að fullt af þessu fólki er sjálft úti á lífinu og elskar að vera í sviðsljósinu!
Himmalingur, 21.6.2008 kl. 12:12
Ekki myndi ég vilja búa við Vegamótastíg! Á pínulitlum götubút eru Vegamót og Ölstofan
En ég er ekki svo veruleikafirrt (þó slæm sé) að mér þætti eðlilegt að skemmtistaðir væru með hljóðláta starfssemi ef ég byggi þar.
Tvennt í stöðunni; sætta sig við pakkann eða flytja! Adios
Andrea, 21.6.2008 kl. 12:25
Andrea,....þetta er svo hárrétt hjá þér. Ég bara skil ekki hvernig er hægt að væla yfir umhverfinu sem það kaus sjálft að búa í. Ég þekki nokkra sem búa þarna og þetta fólk kaus að búa þarna VEGNA MANNLÍFSINS vitandi að stundum er hávaði og stundum ekki.
Í fokking Grafarvoginn eða Kópavoginn eða Hlíðarnar eða Árbæinn eða Breiðholtið eða Sundin eða bara alveg sama hvar. Bara ekki búa í fokking miðbænum ef þú þolir ekki fokking hávaðann frá því þegar fokking fólkið er að hlusta á fokking tónlistana.
Steini Thorst, 21.6.2008 kl. 12:37
Amen Andrea mín við því!
Himmalingur, 21.6.2008 kl. 12:39
Híhí dj...fokking kjaftur er á þér Steini :)
Andrea, 21.6.2008 kl. 12:41
Mér var kennt það á sínum tíma að þegar maður talar við fólk, þá á maður að reyna eftir mestu getu að tala þeirra tungumáli. Það var nú ekki annað Andrea mín :)
Steini Thorst, 21.6.2008 kl. 12:45
Já var það ekki! Bara kenna mér um ósiðina þína!
Farin í fokking sólbað
Andrea, 21.6.2008 kl. 12:50
Varðandi usla næturlífsins í Reykjavík.
Það sem við höfum lært er að ekki skiptir máli á hvaða tímum staðir loka, heldur er vandamálið að þeir loki allir á sama tíma.
Það sem þarf er að dreifa álaginu yfir morguninn, daginn, kvöldið og nóttina.
Það er engin lausn að stytta eða lengja opnunartímann á veitingastöðum ef það gildir eins fyrir alla. Lausnin liggur í fjölbreytileikanum á því sem er í boði.
Það ætti ekki að vera hægt að kalla allt næturklúbb sem hefur veitingaleyfi. Þar liggur okkar helsta vandamál.
Áheyrslubreyting ætti að vera í skilgreiningum á veitingarekstri, með skýrri reglugerð.
Veitingarekstur er fjölbreytt rekstrarform, dæmi:
- Næturklúbbur er staður sem ætti einungis að vera opinn um helgar, hann opnar seint og lokar seint (t.d 23-07.00) Hann selur einungis áfengi og fengi ekki leyfi til að selja mat. Næturklúbbar eru nauðsyn en það þarf mun færri næturklúbba í miðborg Reykjavíkur. Það þyrfti að opna nokkra í Garðabænum og Grafarvogi til að jafna þetta út.
- Krár eru kaffihús á daginn sem selja áfengi á kvöldin alla daga vikunnar. Krár eru ekki næturklúbbar og ættu einungis að vera með leyfi t.d til 01-02.00
- Veitingastaðir selja morgun, hádegis og kvöldmat alla daga, eru með starfsmenn í eldhúsi og þjóna. Fráleitt er að þeir staðir sem selji mat, áfengi og te breytist í næturklúbba.
Veitingastaðir ættu allir að loka t.d 01.00
-Kaffihús selja ekki áfengi og mættu vera með opið allan sólarhringinn ef þeim fýsir.
-Bar sem ekki selur kaffi á daginn og opnar einungis á kvöldin alla daga, ætti að vera með leyfi t.d 02.00
Þetta eru gróf dæmi en með þessum breytingum í þessa átt er verið að dreifa álaginu, það er ekki lengur verið að neyða miðbæ Reykjavíkur að leggja undir sig íbúasvæði nálægt veitingastöðum, í einn stóran tíu þúsund manna skemmtistað á sama tíma þar sem öll skúmaskotin breytast í almenningssalerni.
Heldur myndast val, það eykur flæði gesta og minnkar álag.
Ég vona að þessi hugmynd um fjölbreyttann opnunartíma leggist vel í ykkur. Svona er þetta eins og þið eflaust vitið nú þegar, í flestum, ef ekki öllum nágrannalöndum.
Að sama skapi mættu þessir staðir opna mun fyrr á daginn, þá myndi skapast meira líf yfir daginn.
Það ætti að hjálpa til. Ég vil minna ykkur á að fjölskyldurnar sem sendu frá sér yfirlýsinguna hafa búið á þessum stað í þrjá til fjóra ættliði. Þeim eins og mér líkar vel við miðborgina eins og hún er. Þetta snýst aðallega um örlitla sanngirni
og skynsemi.
Með þökkum um áheyrn sendi ég ykkur líka mínar bestu kveðjur
Jóhann Meunier
Miðborgarbúi
Jóhann Meunier (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:16
Töluverð glóra í þessu Jóhann Meunier;)
Andrea, 23.6.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.