20.6.2008 | 14:06
EF JAFN STÓRT HLUTFALL AF KONUM VÆRU SKEPNUR...
....eins og körlum, sbr endalausar fréttir af barnaníðingum, mansalsbröskurum, nauðgurum osfrv osfrv þá myndi ég kannski hlaupa til þegar það kæmi frétt eins og þessi sem segði frá karlmanni misþyrma barni. Ég þori ekki að fullyrða neitt í þeim efnum en það poppa amk alltaf upp nokkrir karlmenn sem vilja góla yfir heimsbyggðina að konur séu líka ofbeldisfólk!
Hefur einhver einhverntímann sagt að svo væri ekki???? Hlutfall karlmanna sem framkvæma þessháttar ófögnuði er bara svo miklu hærra. Þess vegna er það meira í umræðunni ;)
Kv.A
Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- ESB flokkarnir og fullveldi Íslands
- Slæmar fréttir fyrir Ölmu og Covid19 gengið, nú verður farið ofan í saumana!
- Fylgdarlausu hlaupastrákarnir
- Línur skýrast í íslenskum stjórnmálum.
- Er þetta maðurinn sem myrti John F. Kennedy?
- VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var 48,6 milljarðar í mínus fyrir OKTÓBER samkvæmt LOKA-ÚTREIKNINGI:
- Samantekt um ,,Forystusætið" á RÚV í gærkvöldi
- Það eiga sem sagt að vera mannréttindi að þvinga stjórnvöld til að ljúga til um kyn?
- Hugverkalandið Ísland
- Þetta finnst mér ósanngjarnt
Athugasemdir
Æ mér finnst bara ofbeldi vera ofbeldi og maður á ekki að vera horfa í kyn eða kynþætti. Einhver skrifaði að svertingjar væru ekki góðir í að ala upp börn. Mér finnst það bara ljótt. Allt svona er sem betur fer frávik og þess vegna vekur það athyggli.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:24
Það má vera að sjaldgæfara sé að konur séu beinir gerendur þegar um ofbeldi á börnum er að ræða. En hversu margar konur standa þegjandi hjá og gera ekkert til að bjarga börnum sínum frá ofbeldi?
Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:42
Þær eru nú oftast fórnalömb sama ofbeldismanns Helga.
En ég efast svo sem um að konur séu eitthvað ólíklegri til að beita sín eigin börn líkamlegu/andlegu ofbeldi en feðurnir.
En hlutfall kvenna sem misþyrmir börnum utan veggja heimilis er miklu miklu lægra.
Rétt Nanna. Ofbeldi er ofbeldi. En það eru margar góðar ástæður fyrir því að það skiptir máli hvort kynið fremur það. Það er hluti af því að skilja og reyna að finna forvarnir
Andrea, 20.6.2008 kl. 14:47
Hvað er eiginlega að þér? Er þessi bloggsíða djók?
Blahh (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:48
Reyndar las ég að konur beiti oftar ofbeldi en það er vægara og frekar erfitt að setja puttan á það. Þær nota meira orð, hrista og slá utan undir meðan ofbeldi manna er yfirleitt harðara og sýnilegra
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:50
Annaðhvort er þetta rétt hjá þér, eða þá að konurnar eru með lögin með sér þegar að þær fremja sitt ofbeldi.
Hefurðu heyrt talað um faðernismál og forræðismál?
Þú gætir t.d byrjað á því að kynna þér það hrat sem að Íslensku barnalögin eru.
Ofbeldi kvenna gagnvart börnum sínum og körlum virðist nefnilega liggja dálítið undir niðri og er þessvegna ekki í umræðunni, þá tekst þeim einnig að beita fyrrverandi maka sína ofbeldi með alveg sömu tækni, aðdáunarvert ekki satt?
Einhver sagði að köld væru kvennaráð.
Er einfaldlega ekki allt mannkynið undir sama hatti hvað ofbeldi varðar, væna mín.
Ekki er einn ykkar góður og alla skortir Guðs dýrð, segir líka á öðrum stað. Höfum það sem sannara reynist, það eru allir drullusokkar svona innst inni við beinið.
Kv: Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:00
Já ég trúi þvi vel Nanna. Efast ekki um að mæður séu jafn líklegar ef ekki líklegri til þess að beita sín börn svoleiðis ofbeldi. Og það er ekkert réttlætanlegra þó svo að það flokkist sem "vægara" ofbeldi. Eins og þú sagðir...ofbeldi er ofbeldi
Blahh vertu úti ef þú vilt ekki vera mem ;)
Andrea, 20.6.2008 kl. 15:00
Guðmundur Þórarinsson.
Ég held ég sé ekkert að ýkja þegar ég held því fram að ég þekki barnalögin ágætlega og fleiri ljót forræðismál en ég kæri mig um þar sem fórnarlömbin eru börnin og feðurnir
Andrea, 20.6.2008 kl. 15:03
Ég 13 ára strákur og mér finnst þú neikvæð út í stráka og karla.
Það er ekki hægt að lýsa þessum mönnum sem skepnum þetta er geðveiki þó að það sem þeir eru að gera sé skepnuskapur.
Ekki værir þú ánægð ef ég talið um að allar konur væru vændiskonur af því að einhverjar eru það.
Þórhallur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:04
Þórhallur; Æi finnst þér í alvöru eitthvað að því að kalla menn/konur sem misþyrma börnum skepnur?
Ég geri mér fulla grein fyrir því að risastór meirihluti karlmanna á alveg jafn erfitt með að skilja hvað rekur aðra karlmenn/konur til að meiða börn! Það eru hinir sem ég er að tala um hérna - skemmdu eplin í körfunni.
Andrea, 20.6.2008 kl. 15:11
ps. En ég skal taka þetta til mín Þórhallur. Fyrirsögnin er óþarflega gróf.
Andrea, 20.6.2008 kl. 15:11
Þetta er djörf fullyrðing og heimskuleg. Ofbeldi og illska eru ekki kynbundin hugtök. Mér finnst bloggið þitt slappt.
Björn Atli (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:21
Hehe hvaða fullyrðing skyldi það vera sem þér finnst djörf og heimskuleg. Þær eru nú nokkrar hérna.
Þér er fullkomlega velkomið að hafa hvaða skoðun sem er á blogginu ;)
Andrea, 20.6.2008 kl. 15:28
Þakka þér fyrir svarið:p
Þórhallur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:47
tek heilshugar undar það sem hér hefur verið sagt um barnalögin og forræðismál. þar erum við að tala um lögbundið og lögvarið ofbeldi. framkvæmt með þáttöku sýslumanna og dómsmálaráðherra.
Brjánn Guðjónsson, 20.6.2008 kl. 16:18
Með auknum völdum kvenna mun þáttur þeirra sem gerendur aukast í hlutfalli við það. Skiptir þá ekki máli hvort um glæpaverk eða góðverk er að ræða.
Logi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 16:29
Greinilegt að hlutfall heimskra kvenna er líka hátt miðað við þessa síðu.
Gummi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 16:42
Logi er ekki í lagi? Með auknum völdum kvenna? Um hvað ertu að tala. Konur eru ekkert öðru vísi en karlar og það á bara að ríkja jafnræði.
Í raun sagði Andrea ekkert annað en mogginn sagði í gær eða fyrradag. 98% þolenda ofbeldis eru konur. Tölur úr rannsóknum segja líka að karlmenn séu í miklum meiri hluta þegar kemur að gerendum í ofbeldisverkum enda eru meirihlutar fangelsa í flestum löndum karlmenn og hafa alltaf verið.
Mig grunar að að Andrea hafi tekið svona til orða vegna þess að margir bloggarar skrifuðu um að ekkert sé sagt þegar um konur eru að ræða og fóru að tengja þetta við kyn sem er í raun fáranleg. ÞAð var allavega það sem ég las út úr færslunni hennar. Er það rétt Andrea?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:42
Einmitt Nanna;) Ég snéri þessu bara á haus. Og ég er í alvöru að velta því fyrir mér ef málin væru akkúrat öfug, þe ef 98% þolenda ofbeldis væru karlar af völdum kvenna hvernig myndi ég bregðast við þá sjaldan að karlar væru staðnir að grófri misþyrmingu á barni eins og konan í fréttinni.
Myndi ég líka stökkva á tækifærið til að sýna fram á að karlar væru líka færir um svona ofbeldi og skreyta það soldið með "þeir vilja ekki kannast við það"
Líklega.
Hallgerður;sammála þessu með að hlaupa út fyrir efnið. Það er löngu kominn tími til að konur horfist í augu við eigin ofbeldishlið.
Logi; Mér finnst þetta reyndar umhugsunarverður punktur hjá þér. Hver veit- Kannski sleppum við frekar beislinu af dýrinu sem er í okkur öllum og gæðablóðinu eftir því sem okkur finnst við eiga merkilegra hlutverk í lífinu.
En til þess að þessi hugmynd gangi upp væru þá ekki meirhluta þeirra karla sem beita ofbeldi í góðri stöðu/valdameiri?
Gummi; Vertu almennilegur eða úti
Þórhallur; takk f. ábendinguna ;)
Andrea, 20.6.2008 kl. 17:13
Greinilega einhver öfga-feministi sem bloggaði um þessa frétt, þurfti bara að breyta umræðunni í hvað karlmenn eru hræðilegir, þegar það kemur frétt af því að kona hafi misþyrmt barni. Talaðu frekar um greyið barnið í staðinn fyrir að skrifa um hvað konur geri aldrei neitt og hvað karlar eru hræðilegir.....
MarsVolta (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 17:25
Blessuð Andrea vil benda þér á þennan link http://www.ifeminists.net/introduction/editorials/2006/0118roberts.html
Hér kemur meðal annars fram að "In 2003, females, usually mothers, represented 58% of perpetrators of child abuse and neglect, with men composing the remaining cases. In that same year an estimated 1,500 children died of abuse or neglect. In 31% of those cases, the perpetrator was the mother acting alone, compared to 18% of fathers acting alone."
Þetta gæti lika vakið athygli þina
http://www.sheridanhill.com/batteredmen.html
"Women are responsible for one-third of the sexual abuse of boys, according to the Dec. 2, 1998 Journal of the American Medical Association."
Mér ar personulega alveg sama hvers kyns gerandin er ofbeldi á ekki rétt á sér aldrei en ég er búin að fá nóg af tvískinnungnum í að karlar eru skepnur konur eru englar. Og hana nú
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.6.2008 kl. 17:26
Biðst forláts á fontabreytingunni ekki æsingur heldur tölvu vankunnátta
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.6.2008 kl. 17:28
MarsVolta: ég er engin öfga-femínisti. Er hvorki félagsmanneskja þar né lít ég á mig sem "femínista" amk ekki í þeim flokki sem talsmenn félagsskaparins skilgreina sig. En það að þú lítir á það fólk sem kýs að skilgreina sig sem femínista sem eina manneskju með eina skoðun og eina aðferðarfræði segir meira um þig en þú kærir þig um að láta uppi
En endilega, ef þér líður betur með svona bull, knock yourself out;)
Jón Aðalsteinn. Takk fyrir linkana! Komnir í favorits og kíki á þá í góðu næði.
EN- sorry, get ekki stillt mig! Er samt ekkert að rengja þig né upplýsingarnar sem þarna eru------ En það var einmitt rannsókn á þessum málum í Noregi (gæti misminnt landið) fyrir stuttu og þar komu einmitt niðurstöðurnar svakalega á óvart vegna þess hve hátt hlutfall kvenna fór illa með börnin sín á einn eða annan hátt.
En í kjölfarið áttuðu þau sig á því sem stóðu að könnuninni að þeir höfðu gleymt að taka inn í dæmið hversu hátt hlutfall úrtaksins voru einstæðar mæður. Það eru auðvitað fleiri mæður að ala upp börn einar en feður þannig að það skekkir niðurstöðuna soldið.
Á meðan við höfum verið að ræða þessi mál hérna er ég að rifja upp mál sem ég man eftir frá því að ég var sjálf krakki/unglingur.
Man eftir tveimur mömmum vina/leikfélaga sem bundu börnin sín í rúmið til að fara á djammið
Héldu allir að þetta væri kjaftasaga þangað til að fólk sem vildi fullvissa sig um það lagðist á gluggana hjá þeim til að njósna.
Varð allt vitlaust í viku eða svo. Svo fór allt í sama farið aftur
Andrea, 20.6.2008 kl. 17:38
Er samála þér um hlutfall einstæðra mæðra í jöfnunni enda á ég könnun í sarpinum þar sem kemu fram að 80% af miþyrmingum á börnum séu framin af konum þá er ekki tekið inn í kynferðislegt ofbeldi heldur bara þegar þau eru lamin sundur og saman þar hef ég grun um að þessi staðreynd spili stóran hlut. Skil alveg hvað þú ert að fara og minn punktur er að ofbeldi á ekki að eiga sér stað en það verður lika að passa það að umræðan sé ekki á því plani að karmenn séu einhver villidýr Það er fjöldi karlmanna sem að elur börn sín upp einir hluta æfinnar eins og ég gerði sjálfur og þessir menn eru upp til hópa ekki síðri uppalendur en konur. Allav er eg ensi hreykin af sjálfum mér þegar ég lít til baka eins og flest allir foreldrar eru. Það verður aftur á móti að passa það í þessum heimi frétta að tölur séu ekki mataðar ofan í fólk þangað til að allir álita það hin eina sannleika og að jólasveinar komi til byggða í þeim tilgangi að fá karlmenn til að hætta að nauðga.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.6.2008 kl. 18:03
"heldur bara þegar þau eru lamin sundur og saman þar hef ég grun um að þessi staðreynd spili stóran hlut"
Ég get alveg tekið undir það að í svona málum eru konur örugglega ekkert betri en karlar.
Og ég get líka tekið undir að karlar séu ekkert síðri uppalendur en konur.
Enda erum við að tala um illa innréttað fólk sem meiðir og sú umræða á ekkert skilt við venjulegt fólk sem vill börnunum sínum það besta. Þess vegna þurfum við ekki- og getum ekki "passað" að hvernig statistikkið litur út. Við hljótum að verða að treysta því að það sé ekki unnið út frá staðreyndum sem sóttar eru í rannsóknir framkvæmdar af óhæfum aðilum
Bottom line; Ofbeldi er ekki einkamál og okkur ber skilda til að láta það ekki óáreitt...ekki heldur þetta andlega.
Og þá skiptir engu hver er að beita því, kona eða karl, þá skiptir máli hvernig við bregðumst við.
Að stinga hausnum í sandinn og gera ekkert er engu skárra en það sem ofbeldismanneskjan er að gera
Andrea, 20.6.2008 kl. 19:07
´
Vegna þess hve algengri hlífðarhendi er haldið yfir mæðrum, Því börnin fylgja þeim (- því miður -) yfirleitt við sambúðarslit/skilnað, þá má ekkert slæmt segja um þær, fjölmiðlar og almenningur mest allur, trúa engu illu á mæður.
Mín sorglega reynsla af ofurvaldi mæðra sem beita börnin sín "FÖÐURSVIPTINGU", þ.e.a.s., þegar börnin fá ekki að heimsækja eða umgangast pabba sinn, sama hvað þau gráta og væla um það að fá að fara til pabba og jafnvel fá að dvelja hjá honum, er slík að sárari er en tárum tekur. Það er svo tilgangslaust að reyna að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum, þau eru ekki í tísku. Femínistarnir hafa af eðlilegum og sjálfgefnum ástæðum ekki áhuga að vekja máls á þessu.
Barnaverndarsamtökin á Íslandi og Barnavernd Reykjavíkur eru samsettar yfirleitt um 90+% af konum. Einnig sú deild hjá Dómsmálaráðuneytinu sem fjallar um þessi mál. Einnig Sifjadeild Sýslumansembættisins í Reykjavík. Þar er ekki litið eftir hagsmunum barnanna, - sama hvað þær segja - það þekki ég af eigin raun.
Ég hef það eftir fyrrverandi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að börn hafa ekki mannréttindi á meðan á umgengnisdeilu stendur. Mannréttindin að fá að heimsækja pabba sinn (þegar þau vilji það sjálf, mest af öllu). Ég spurði framkvæmdastjórann að þessu beint og fékk þau svör.
Talið er samkvæmt rannsóknum um "Parental Alienation Survey" að um 75% þeirra mæðr sem beita börnin sín föðursviptingu séu geðveikar, hinar hafa e.t.v., eitthvað til síns máls (Þá er það allt annað mál). Talið er að þær telji sig vera hefna sín á föðurnum [með því að beita börnunum fyrir sig ómeðvitað] og særa hann eingöngu.
Ég legg að þér og félögum okkar í Bloggheimum að lesa linkana sem að Jón Aðalsteinn Jónsson sendi þér kl. 17:26 í dag 20/06-2008, fyrr en síðar. Þetta er löngu vitað mál. Jay Leno hefur verið að grínast með þessar rannsóknir í skemmtiþáttum sínum, því að þetta heyrir fólk, veit af því og gerir ekkert í því. (Kven-kennarar margir hverjir nauðga og/eða misnota á annan hátt, nemendum sínum af báðum kynjum, en sleppa oft því þær eru konur.)
Látum okkur ekki dreyma um að FEMÍNISTAR lesi þessa linka hans Jóns Aðalsteins, hvað þá að kommentera á þá. Þær telja þetta árás kvenþjóðina.
Andrea mín, Venusargyðjan sjálf. Ég er farinn að froðufella af reiði og ætla að hætta núna. Bara að bæta því við að varðandi þetta barn sem var misþyrmt af móður sinni (í þögulli vernd vinkvenna sinna sem slógu um hana "þagnarmúr", sem fréttin er um) þá eru slíkar "vinkonur" til á Íslandi, það veit ég af eigin reynslu - ein er starfandi lögregluþjónn - það stóð í skýrslu til Sýslumannsins í Reykjavík og ekkert gert varðandi hana. Femínisti af flottustu tegund. Lausnin er að nota neyðarlínuna 112 meir en fólk gerir þegar tilfelli um barnaníðaslu mæðra eru í gangi, hverju nafni sem sú níðsla er nefnd.
Kveðja
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 20.6.2008 kl. 19:21
Ég þekki persónulega mjög vel til nokkurra svona mála þar sem feðrum hefur verið meinað að sjá börnin sín án gildrar ástæðu. Og já, ég veit að þeir feður sem berjast fyrir réttlæti hvað það varðar þurfa að díla við konur sem eru af "gamla" kvennaflokksskólanum og fastar í "allir karlar eru vondir og allar konur eru góðar"
En ekki froðufella á svona fínu kvöldi
Andrea, 20.6.2008 kl. 20:07
Skilgreining á feminisma:
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 20:15
OMG! Djöfuls hryðjuverkastarfssemi!
Andrea, 20.6.2008 kl. 21:37
Fyrirsögnin hjá þér segir allt sem segja þarf, það fyrsta sem þú skrifar, Ef jafn stórt hlutfall af konum væru skepnur eins og körlum. Ef einhver karlmaður myndi skrifa "Ef jafn stórt hlutfall af körlum væru skepnur eins og konum", þá væri hausinn á þessum manni á spjóti útá miðju Ingólfstorgi. Það fyrsta sem þú gerir er að drulla yfir karlmenn almennt, á einhverjum staðreyndum inní hausnum á þær. Þú ert með engar fastar tölur um hvort karlarnir eða konunar séu verri í þessum málum, þannig slepptu því að tjá þig um það. Þetta er eins og ég myndi segja að Karlmenn séu almennt gáfaðari en kvenmenn, þetta er eitthvað sem ég hef engar staðreyndir fyrir og get ekki verið að láta útum munnin á mér, þú ættir aðeins að hugsa um það áður en þú ælir svona útúr þér aftur.
MarsVolta (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:09
Sæl
Hræðilegir atburðir hafa verið að gerast greinilega í nokkuð langan tíma, og foreldri hefur ítrekað misþyrmt barni sínu!
Það, að þú skulir yfir höfuð fara að kyngreina þessa sorgarfrétt, og gera þetta mál á einhvern hátt léttvægt, vegna þess að kyn gerandans er í minnihluta heildarinnar(allir gerendur) er auðvitað til skammar. Þetta er allavega mín skoðun.
Takk fyrir!
Sveinn Arnarsson, 20.6.2008 kl. 22:49
Heyrðu Mars! Það er lágmarkskrafa að fólk sem tjáir sig um skoðanir annarra hafi skilji það sem er í gangi og hafi lesskilning ;)
Andrea, 20.6.2008 kl. 22:50
Þetta er einhver heimskasti og veruleikafirrtasti bloggpóstur sem ég hef nokkurn tímann séð á þessu bloggi og þá er mikið sagt.
Mér verður alltaf meira og meira ljóst að feministar og þá sérstaklega öfgamanneskjur eins og þú sjálf eru bara einfaldar, mislukkaðar kerlingar.
Gunnar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 04:56
ég gat ekki sleppt þessu:
"Enda erum við að tala um illa INNRÉTTAÐ fólk" - Andrea, 20.6.2008 kl. 19:07
Gunnar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 05:00
Sæl frú Drésa. Ég hafði álit á þér. En lítið veiztu vesalingur. Með beztu kveðju.
Bumba, 21.6.2008 kl. 08:42
Sveinn; Ástæðan fyrir því að ég fór að kyngreina hana er að ég var að reyna að benda á að þegar það koma svona fréttir poppa alltaf upp karlmenn sem hlaupa upp til handa og fóta í gleði sinni yfir því að geta sagt "sko! konur eru ofbeldisfólk líka"
Bumba; þá er nú gott að þú komst að því núna í staðinn fyrir að böðlast um með vitlausa sýn á mig lengur;)
Andrea, 21.6.2008 kl. 11:42
Bloggari hefur augljóslega ekki hugmynd um hvað hún er að þvaðra, allar rannsóknir staðfesta að konur eru hærri hlutfall af þeim skepnum sem misþyrma börnum eins og bent hefur verið á í athugasemdum hér að framan. Hún reynir hins vegar að þagga niður þá staðreynd af einhverjum annarlegum hvötum. Feministar og viðlíka úrhrök mannlegs samfélags hafi í áraraðir reynt að þagga niður alla umræðu um skepnuskap kvenna gagnvart börnum, þessi barátta einkennist af annarlegum fórnarlambafetish þessa fólks sem leggur alla orku sína í að kyngera ofbeldi og misnotar þannig með svívirðilegum hætti fórnarlömb ofbeldis til að fullnægja sínum afbrigðilegu hvötum.
bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:09
Einmitt. Með beztu kveðju.
Bumba, 21.6.2008 kl. 12:10
Feministar og viðlíka úrhrök mannlegs samfélags hafi í áraraðir reynt að þagga niður alla umræðu um skepnuskap kvenna gagnvart börnum, þessi barátta einkennist af annarlegum fórnarlambafetish þessa fólks sem leggur alla orku sína í að kyngera ofbeldi og misnotar þannig með svívirðilegum hætti fórnarlömb ofbeldis til að fullnægja sínum afbrigðilegu hvötum.
Vá! Hvað gerðist eiginlega? Viðtalsmeðferð gæti hjálpað ;) Það er ekki gott að burðast með svona innbyrgða reiði Bjarni minn
Andrea, 21.6.2008 kl. 12:22
Fólk sem vísvitandi og meðvitað nýtir séð neyð annara til að fullnægja sínum afbrigðilegu hvötum haturs og sjálfsmeðaumkunar á ekkert gott skilið. Þú, með þessu bloggi þínu, hefur skipað þér í flokk með þessum óþverum.
Fólk með þessar hvatir er ekki boðlegt siðuðu samfélagi.
bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:47
Ertu með sólsting Bjarni?
Andrea, 21.6.2008 kl. 12:50
Uppstilling upphafspistilsins er okkur sorgleg áminning um að enn er til fólk sem vill reka jafnréttisbaráttu kynjanna sem einhverskonar stríð kvenna gegn körlum. Þetta er einhverskonar "ágreiningshyggja" sem stefnir ekki að jafnrétti heldur yfirráðum, kúgun og hefnd.
Sem betur fer hefur staða kynjanna jafnast verulega á undanförnum áratugum enda það eðlileg og sjálfsögð afleiðing af þeim miklu þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa. Nútíma þjóðfélög leyfa ekki aðeins, heldur krefjast jafnrar stöðu kynjanna í hvívetna. Án hennar verður ekki frekari framþróun, hvorki efnahagsleg né félagsleg. "Kynjastríð" af því taginu sem frummælandi rekur kemur hins vegar til með að hamla þessari þrónu og er honum ekki til framdráttar.
Jafnréttisbarátta kynjanna er mannréttindabarátta beggja kynja fyrir jöfnum réttindum kynjanna. Óþarft að flækja það eða eyðileggja með stríðsyfirlýsingum eða órökstuddum alhæfingum um að annað kynið sé gott og hitt vont. Allra síst er rétt að nota tölur um kynferðis- og ofbeldisbrot til að sanna mál sitt því að allir vita að kynferðisbrot og ofbeldisbrot kvenna, gegn körlum og drengjum, eru næstum því aldrei tilkynnt meðan hlutfall tilkynninga slíkra brota gegn konum og stúlkum fer sífellt hækkandi.
Hreiðar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.