Leita í fréttum mbl.is

SAGA UM STEFNUMÓT SEM VAR EKKI "DEIT"

Ég er svo glötuð þegar karlmenn eru annars vegar!!

Þessi líka fíni maður búinn að sýna ótrúlega þolinmæði við að fá mig til að fara með sér út. Ég algjörlega sannfærð um að það gæti ekki verið neitt nema tímasóun fyrir mig og peningasóun fyrir hann, alltaf alveg hörð á því að afþakka.

Fékk svo símtal í dag:
Hann: Andrea mín, komdu nú með mér um helgin á Jónsmessugöngu "upp á eitthvað fjall sem ég man ekki hvað heitir"
Andrea: Nei takk! Ég geri ekki svoleiðis! Ekki my cup of tea að þvælast yfir urð og grjót og alls ekki ef það er so and so hátt yfir sjávarmáli!
(smá tiltal en ég alveg harðákveðin)
Hann: Ok komdu þá með mér út að borða í kvöld. Bara svona vinalegur dinner.
Andrea: Við erum búin að ræða þetta alveg í tætlur og svarið er enn það sama. Við erum ekkert að fara á deit!
Hann: Ég er ekki að tala um deit...bara nice dinner á X
Andrea: (hugsar; nei þetta er útrætt mál) En sagði; Já takk

Needless to say við þrættum um kvenréttindi allan tímann enda hann forpokað karlrembusvín.
En það er bara svo langt síðan ég hef borðað þarna og maturinn er snilld!

Og hann er karlremba sem opnar bílhurðina fyrir mann, dregur stólinn frá borðinu og aðstoðar mann með jakkann!
Djöfull er næs að vera trítuð eins og prinsessa annað slagið

Kveðja Andrea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

um að gera að njóta þess að vera til. það má nebblega líka

vona þú hafir fengið góðan mat

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband