12.6.2008 | 11:58
KALLI BJARNI CELEB
Er ekki eitthvað skrýtið við að þetta þyki frétt? Og er ekki eitthvað undarlegt við að einhver sem getur rétt svo skrönglast skammlaust í gegnum lag þyki svo mikið celeb á Islandi að hver einasta lína sem fer upp í ranann á honum rati í blöðin?
Svo er hann að skrifa barnabók á milli þess sem hann spilar golf og glamrar á gítar. Ja hérna
www.dv.is Í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt er greint frá því að Idolstjarnan Kalli Bjarni sýni iðrun og yfirbót þar sem hann afplánar dóm vegna kókaínssmygls á Kvíabryggju. Þar spilar hann golf á níu holu velli sem hannaður hefur verið fyrir fangana, vinnur að barnabók sem koma á út fyrir jólin og semur tónlist sem tekin verður upp strax og refsivistinni lýkur. Séð og Heyrt birtir stórglæsielgar myndir af Kalla Bjarna á golfvellinum í fangelsinu á Kvíabryggju.
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
Athugasemdir
Grídarlega metnadarfull "bladamennska".
Næsta skref er audvitad ad fá Ragnheidi Steinunni til ad taka framhaldsvidtal vid kappann.
Andsk.... aumingjadýrkun og firring! (afsakid ordbragdid og Gud blessi Kónginn:-)
Jóhann (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:12
Ég vona að maðurinn minn lesi ekki þetta viðtal. Hann elskar golf en kemst sjaldan til að spila. Hann væri vís til að fara að brjóta af sér til að komast á Kvíabryggju.
Helga Magnúsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:48
Barnabók????? Er hann ekki að taka þetta aðeins of langt??
Burtséð frá því hvað það er eitthvað skuggalega bilað við þetta allt saman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 13:29
Já það er alveg með ólíkindinum hvað REFSIVIST á Íslandi getur verið næs. Kalli Bjarni dundar sér í golfi í jail-inu. Ég meina HALLÓ,...9 holur golfvöllur á Litla Hrauni, hvað er það eiginlega???? Mér finnst eitthvað kolrangt við þetta og já eins og Jóhann segir, þvílík aumingjadýrkun alltaf hreint.
Refsivist fyrir lögbrot á að vera refsivist en ekki skemmtivist og hana fu***** nú !
Steini Thorst, 12.6.2008 kl. 14:38
Hann er reyndar á Kvíabryggju. En það hefur hingað til verið sá staður sem minniháttar glæpamenn eru sendir til En ég held að það standi ekki lengur. Árni Johnssen og Kalli Bjarni geta varla talist minni háttar :)
Andrea, 12.6.2008 kl. 14:43
Well, Kvíabryggju þá. En ég er sammála að þetta er nú ekki beint lengur fyrir minniháttar glæpamenn ef stórtækir kókaíninnflytjendur eru komnir þangað. Ehhh,..nema það sé ekki lengur stór glæpur? Ætli Annþór fari þá ekki á Kvíabryggju? Ef svo fer þá er nú bara spurning hvort Fangelsismálastofnun lætur ekki setja upp kvartmílubraut þarna líka. Annþór ku vera mikill bílaáhugamaður.
Steini Thorst, 12.6.2008 kl. 14:59
Hahaha brilliant komment Steini!!!
Andrea, 12.6.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.