Leita í fréttum mbl.is

ÞETTA ER NÚ MEIRA RUGLIÐ

Hvernig væri að hætta þessari fjárans vitleysu og annað hvort breyta lögunum eða fara eftir þeim alla leið?

Þetta er svo fáránlegt svona eins og það er að það er engu lagi líkt! Á móti hverjum þúsund dulbúnu auglýsingum kemur ein kæra!
Til hvers?

Það ber ekki nokkur kjaftur nokkra virðingu fyrir þessari lagaleysu hvort sem er. Annað hvort þarf að taka á hverju einasta broti eða henda banninu út og semja einhversskonar reglugerð sem hægt er að fara eftir

Á meðan það er frjáls samkeppni í landinu verða allir að fá að sitja við sama borð hvað varðar markaðssetningu.

Kveðja Andrea


mbl.is Ritstjórar sektaðir fyrir áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru lög í gildi og að sjálfsögðu á að fara eftir þeim.  Ekki ætlum við að fara að leyfa ölvunarakstur vegna þess hversu margir stunda hann og komast upp með það.

Einar (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Andrea

En það er ekkert farið eftir þeim! Fólk brýtur lögin hægri vinstri og það er ekkert verið að bregðast við því nema annað slagið

Andrea, 11.6.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Andrea

Góður punktur Ísak!! Hafði ekki fattað þetta með vínbúðina!

Andrea, 11.6.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður sér þessar auglýsingar alls staðar, í erlendum tímaritum, á íþróttaviðburðum erlendis og bara hvar sem er. Hversu mikið þarf að banna til að þessum lögum sé mögulega hægt að framfylgja?

Helga Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

uss, best að segja ekkert um hvaða bjór ég drakk áðan, enda örugglega bara léttöl

Brjánn Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Signý

Well það besta við þetta allt saman er líklega nýjasta auglýsing Vínbúðanna sem skellt er framan í smettið á manni 300 sinnum á viku með slagorðunum "láttu ekki vín breyta þér í svín... drekktu eins og manneskja"

Þarf nú ekkert að byrja á því að nefna hvað þetta er heimskuleg auglýsing en... síðast þegar ég vissi þá var það alveg jafn bannað að ýta undir áfengisneyslu eins og það að auglýsa einhverja ákveðna tegund áfengis.

Ég veit ekki betur en að Vínbúðirnar séu í eigu og rekstri ÁTVR sem var síðast þegar ég vissi ríkisrekið batterí... Þykir það allavega einkar áhugavert að verslun rekin af ríkinu sé undanþegin lögum og reglum ríksins... 

En ég hef svosem ekki verið þekkt fyrir að vera skarpari en skólakrakki svo hvað veit ég?  

Signý, 11.6.2008 kl. 22:28

7 Smámynd: Eiríkur Þór Theodórsson

Ég hef pælt lengi í þessu en hérna er eitt sem ég vill að þið skoðið hérna.

Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er:
   1. Auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.
   2. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.
   3. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.

 En mér finnst þessi lög vera mjög umdeilanleg en þetta svarar nokkrum athugasemdum

Eiríkur Þór Theodórsson, 12.6.2008 kl. 03:21

8 Smámynd: Andrea

Takk Signý og Eiríkur

Eftir stendur samt fáránleikinn. Hvað réttlætir að ein vörutegund sé í markaðssetningarbanni?? Ég skil þetta barasta alls ekki þegar maður horfir á hvernig allt annað í samfélaginu fúnkerar.
Skil af hverju það væri ósmekklegt að auglýsa bjór í skólablaði....af sömu ástæðu og ég skil af hverju það er ósmekklegt að auglýsa sleikjó í barnatíma sjónvarpsstöðva. En það hlýtur að vera hægt að setja reglur án þess að mismuna svona gróflega

Andrea, 12.6.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband