10.6.2008 | 14:43
KYNJABUNDIN VANDAMÁL?
Ætli það sé yfir höfuð til eitthvað sem mætti kallast kynjabundið vandamál?
Er ekki líklegra að við séum bara of dugleg að setja kynjamiðann á málin?
Líkast til erum við, konur og karlar, miklu líkari en við virðumst tilbúin að viðurkenna. Wonder why
Kveðja Andrea
Litið framhjá fæðingarþunglyndi karla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Fjarlægðin frá evrusvæðinu
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
Athugasemdir
Sammála með myndina.
En karlar þurfa að koma út úr skelinni og ræða vandamál.... það gerist þegar við búum við almennt jafnrétti :)
Andrea, 10.6.2008 kl. 15:04
það má ekki skyggja á mömmuna sko.. allt væl í körlum er afgreitt í skyndingu sem aumingjaskapur.. svo þeir þegja bara ;)
Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 16:19
Ég hef aldrei fyrr heyrt um fæðingarþunglyndi hjá karlmönnum. Skyldi það vera afleiðing þess að þeir fá minni athygli frá eiginkonunni en nýja barnið?
Helga Magnúsdóttir, 10.6.2008 kl. 17:52
Hmmm ég hélt að fæðingarþunglyndi tengdist hormónabreytingum sem verða við fæðingu..... hjá móðurinni þ.e.a.s. Las einhvern tímann að ástæðan fyrir því að sumar konur finna fyrir því en ekki aðrar sé að konur séu mis næmar fyrir áhrifum þessara hormónabreytinga.
Ef það er raunin að karlmenn finni fyrir einhverju þunglyndi í kjölfar þess að þeir verða feður, getur það varla kallast fæðingarþunglyndi eða hvað? Alla vegana er varla hægt að kenna hormónabreytingum um hjá þeim.
Þórhildur (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 20:19
þórhildur og helga.. þið eruð mannvitsbrekkur miklar.
Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 21:12
Óskar, þetta er rétt sem að Þórhildur bendir á, þess vegna er þetta kallað fæðingarþunglyndi en ekki bara þunglyndi.
Það er hins vegar ofureðlilegt að mínu mati að einhver hluti karlmanna finni fyrir þunglyndi í kjölfar þess að eignast barn. Það tekur á fyrir báða aðila þegar álagið er mikið og menn geta orðið veikir í kjölfarið alveg eins og þegar aðrir erfiðleikar dynja á.
En mér finnst að það verði að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og vera ekki að finna upp sjúkdóma að ástæðulausu. Þunglyndi er nógu góð skilgreining að mínu mati og getur blossað upp við ansi margar aðstæður og er þess vegna rétt sjúkdómsgreining að mínu mati. Mér finnst fæðingarþunglyndi ekki vera viðeigandi enda er það tengt við ákveðnar hormónabreytingar sem eiga sér stað við fæðingu hjá konum.
Anna Lilja, 10.6.2008 kl. 22:12
Ég er ekkert viss um að það þurfi að setja annað nafnspjald á þetta þó orsökin sé önnur. Ef bæði konur og karlar geta lent í því að þurfa að kljást við þunglyndi í kjölfar fæðingar barns má alveg kalla það fæðingarþunglyndi. Skiptir ekki öllu máli hvort um hormónabreytingar eða annað er að ræða
Held samt að þetta með athyglina sé ólíklegt. Held að karlmenn séu yfir höfuð ekki svo tæpir að fara í keppni við barnið sitt um athygli né þjást af þunglyndi ef þeim fyndist þeir vera að tapa keppninni
Andrea, 10.6.2008 kl. 22:54
Andrea.. þú átt alla mína virðingu...
Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.