4.6.2008 | 21:10
HILLARY VELDUR VONBRIGÐUM- VÆGAST SAGT
Fólk verður að kunna að tapa með sæmd. Sérstaklega fólk sem gefur sig út fyrir að hafa nóg til að bera til að sitja sem valdamesti forseti í heimi.
Hillary er alveg úti á túni þegar kemur að því að játa sig sigraða með sæmd. Hún er eins og óþekkur krakki sem neitar að gera það óumflýjanlega- bursta tennurnar.
Frekar hallærislegur endir á kosningabaráttunni hjá henni.
Kveðja Andrea
Obama leitar að varaforsetaefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Skrýtið hvernig konur eru alltaf konum verstar sbr. kvenna og jafnréttisbarátta hér á landi, þá koma fram konur sem sjá sig tilneyddar að taka upp málstað sem virðist vera til þess eins fallinn að eyðileggja baráttuna fyrir jafnrétti. Venjulega eru þetta litlar konur af hægri væng stjórnmálanna, oft á tíðum lögfræðingar. Ef þessar konur hefðu fengið að ráða þá væru konur sennilega ekki enn komnar með kosningarétt og launamunur væri 50%.
Ég er svo sem ekki að segja að þú sért ein af þessum konum, en ég var svona að velta þessu fyrir mér þegar ég sá þetta blogg. Þetta mynnti mig einnig á kosningarnar 2003 hvernig komið var fram við Ingibjörgu Sólrúnu, það var eins og konur þyldu ekki þá tilhugsun að hún yrði kannski forsætisráðherra og hreinlega úthrópuðu hana og það var virkilega ógeðfelt. Ég á þá von að sem flestar konur komist inn á þing eða í valdastöður í heiminum. Ef við viljum að einhvern tíman komist á friður og að fjölskyldan sé sett í fyrsta sæti þá eigum við að vinna konum hilli og farveg í valdasæti. Þess vegna finnst mér sorglegt að Hillary hafi ekki náð þessu marki sínu.
Valsól (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:55
Já! Valsól fáránlegt af konum að hafa sjálftæðar skoðanir sem samræmast ekki baráttumálum feminista. Ég held stundum að konur sem láta svona út úr sér í nafni baráttu yrir jafnrétti séu að gleyma megin tilgangi baráttunnar.
Adam (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:10
Ég vil að hún berjist áfram.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:53
Hillary er XXXX en gaman af henni samt
Ómar Ingi, 5.6.2008 kl. 00:56
Ég botna ekkert í ykkur. Er bara að tala um forstetaframbjóðanda. Ekki konu þannig lagað...bara manneskju sem er búin að tapa baráttunni.
af hverju þurfið þið að kyngera það?
Andrea, 5.6.2008 kl. 02:10
Valsól:
Eru konur konum verstar? Hvað fær þig til að segja það í þessari bloggfærslu? Er Hillary semsagt hafin yfir gagnrýni af því að hún er kona?
Haukur Viðar, 5.6.2008 kl. 02:28
nákvæmlega!
Ég var bara að tala um forsetaframbjóðenda. Skiptir engu máli hvort manneskjan er kvenkyns eða karlkyns.... bara ekki fær um að viðurkenna ósigur
Fæ alltaf á tilfinninguna að svona komment (valsól) komi frá fólki sem leitar sérstaklega eftir atriðum til að nota gegn femínistum ;)
Andrea, 5.6.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.