4.6.2008 | 14:12
Á HRAÐA SNIGILS!
Eitthvað virðist mjakast í átt að eðlilegu jafnvægi kynjanna í stórnunarstörfum.
En VÁ hvað það gerist hægt! Ætti að verða orðið þolanlegt um næstu aldamót eða svo!
Engin kona í stjórn 57% fyrirtækja! Hljóta allir að sjá að myndin er verulega skökk- meira að segja þeir sem sjá djöfulinn í öllum feministum
Kveðja Andrea
Konur 13% stjórnarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Nú veit ég ekkert um aldur þinn Andrea, en hvað mig varðar, þá er nokkurn veginn á tæru að ég lifi ekki til næstu aldamóta. Því miður.
Femínistinn
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:34
Hvar er þolinmæðin? Í dag eru mun fleiri stelpur en strákar sem ganga í skóla. Með því áfram haldi verður þetta komið í "eðlilegt" horf eftir um það bil 20 ár (þ.e. 70% konur og 30% karlar), þegar þær konur eru komnar með næga reynslu til að takast á við stjórnunarstörf. Þó er enn hvartað yfir kynjamisrétti innan Háskóla Íslands þrátt fyrir að verkfræðideildin þar sé EINA deildin sem útskrifar fleiri karla en konur.
Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:38
Eitt sem aldrei er skoðað þegar svona kannanir eru gerðir - hversu hátt hlutfall eru konur meðal hluthafa fyrirtækjanna, þessara sem eiga fyrirtækið og kjósa í stjórnir? Hefðin á Íslandi er að stór hluthafi kýs sjálfan sig eða annan stóran hluthafa í stjórn félagsins, yfirleitt þar sem verið er að hugsa um eigin hagsmuni. Það er ekkert sem hindrar konur í að kaupa hluti í fyrirtækjum og kjósa konur í stjórnir þeirra - einhverra hluta vegna finnst óþægilega mörgum konum það ekki vera rétt leið, heldur vilja láta þvinga fram einhvern "jöfnuð" með lagasetningum og svoleiðis bulli.
Gulli (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:49
Jenný
Er feminismi eigin-hagsmuna pot eða hugsjón?
Hvaða máli skiptir, hvort þú sért á lífi þegar "jafnrétti" næst.
Erum við ekki að breyta heiminum fyrir börnin og barnabörn?
Annars er ég sammála þeim Bjarka og Gulla.
Miðað við hlutfall kvenna í háskólanum, þá verða konur komnar í meirihluta flestara stjórna með næstu kynslóð.
Svona tuð gerir þessum stelpum ekki gott, sem eru að leggja sig allar fram við að komast áfram í atvinnulífinu.
Hámenntuð kona sem kemst í stjórn fyrirtækis á eigin ágæti, gæti átt hættu á því að verða stimpluð kynjajöfnunar manneskja.
Baldvin Mar Smárason, 4.6.2008 kl. 15:07
Ég vill alls ekki að sett verði einhversskonar jafnaðarregla í lög. Held að fæstar konur kæri sig um það
En það er náttúrulega mikið til í því sem þið segið hérna Gulli og Baldvin. Miðað við kynjahlutföllin í háskólum ætti að verða töluverð breyting þegar það fólk kemur út á vinnumarkaðinn.
Efast samt um að það komi til með að halla á karlmenn á næstu árhundruðum þegar stjórnunarstörf eru annars vegara :)
Það er alls ekki algilt að eigendur séu í stjórnunarstörfum. En eigendurnir eru í langmestum meirihluta karlmenn sem ráða karlmenn
Andrea, 4.6.2008 kl. 15:11
Þetta er alltof hátt hlutfall kvenna, það bara hlýtur að vera.
Geir Ágústsson, 4.6.2008 kl. 15:32
Ég held að það hafi ósköp lítið að segja hvort þú sért karlmaður eða kvenmaður í dag. Karlmenn ráða ekki karlmenn bara af því að þeir eru karlmenn þótt það hafi kannski verið þannig fyrir einhverjum árum síðan. Kannski eru jú til einstaka dæmi en ég er alveg viss um að það sé alveg eins í hina áttina. Ég veit t.d. um stelpu sem fékk vinnu núna í sumar fyrir það eitt að vera stelpa (ég nefni þó engin nöfn).
Auðvitað er ekki algilt að eigendur fyrirtækja séu í stjórnunarstöðu en það er þannig lang oftast.
Það þarf bara smá biðlund því þetta mun breytast mikið á næstu árum, það gerir engum gott að þjóta í endalausar kröfugöngur niður í bæ og ríast yfir öllum fréttum sem snúa að jafnrétti. Það gerir ekkert nema að skemma fyrir ímynd kvenna, sem ég tel vera mjög góða í dag.
Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:51
Bjarki; þó þú þekkir persónulega eitt svona dæmi, þá ertu að fullyrða töluvert stóra fullyrðingu. Ég lofa þér því að það eru enn karlmenn sem ráða frekar karlmenn í stjórnunarstöður.
Heldurðu virkilega að þó svo að einhver árangur hafi náðst í átt að jafnrétti í þessum málum að það hafi náðst að ná fram hugarfarsbreytingu hjá t.d miðaldra karlmönnum?
Smá biðlund? Hvað er passlegt að bíða lengi?
Andrea, 4.6.2008 kl. 19:00
Það að stelpur fái stundum vinnu fyrir það að vera stelpur fynnst mér ekki stór fullyrðing... Þegar fólk er ráðið í stjórnunarstöður er það ráðið af því að því hefur tekist að vinna sér inn traust þess sem er að ráða í stöðuna. Ég sagði hér á undan að það væru vissulega til karlmenn sem hreppa störfin þar sem sumir stjórnendur eru gamaldags og bera frekar traust til annars karlmanns. En það eru einnig til dæmi um það að konur fái vinnu af sömu ástæðu.
Ég er ekki að draga það í efa að kvenréttindabarátta síns tíma hafi verið mikilvæg, enda var þetta alveg fáránlegt eins og það var. Þú breytir samt sem áður ekki hugarfari fólks með því að smella fingri. Þessir miðaldra karlmenn sem þú talar um munu á endanum láta að störfum, þá munu yngri menn taka við sem hafa allt önnur viðhorf gagnvart hinu kyninu. Ætli það væri ekki paslegt að bíða þangað til.
Þegar fleiri konur menta sig en karlmenn þarf ekki mikla útsjónasemi til að sjá það að með tímanum munu þær enda sem meirihluti stjórnanda hjá fyrirtækjum. Það gerist bara ekki fyrr en hlutfall mentaðra kvenna með nægilega reynslu er orðið jafnt hlutfalli karlmanna á samsvarandi sviði.
Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:49
´
Leyfði Jenný Anna þér að skrifa þetta?
Bless, Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 5.6.2008 kl. 11:45
Um hvað ertu að tala?
Andrea, 5.6.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.