Leita í fréttum mbl.is

LEITIN AÐ SUMAR-KÆRASTANUM GENGUR EKKI VEL

Ég tók út nokkra á börum bæjarins um helgina og óhætt að segja að sú leit hafi ekki borið mikinn árangur!

Sá reyndar einn sem mér leist skrambi vel á- en þegar ég sá hann up close áttaði ég mig á því að___________________ oh well, skiptir ekki máli :)

Annar var nokkuð álitlegur en missti áhugann þegar ég prufaði að dansa við hann. Maðurinn dansaði eins og spastískur geðsjúklingur!

Þriðji álitlegi var eiginlega bara gullfallegur!! En svo talaði hann______________________

Ég er gagnkynhneigð og ólofuð OG vill frekar halda því áfram en að enda með grútleiðinlegum pappakassa. Hvort sem við erum að tala um sumarkærasta eða heilsárskærasta!
En ég er kvenkyns og maður gæti ímyndað sér eftir að lesa þessa grein að það væri verið að gefa í skyn að konur vildu bara gifta sig- sama hverjum!

Kveðja Andrea


mbl.is Karlar kjósa fremur einlífi en slæmt hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

blessuð, ómögulegt að leita á djamminu. prófaðu heldur ljóðakvöldin og listasöfnin

Brjánn Guðjónsson, 2.6.2008 kl. 19:26

2 identicon

Svo er sagt að karlar séu yfirborðskenndir... feginn að vera ekki einn af þínum súkkulaðiprinsum.

Friðrik Friðriksson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:32

3 identicon

Já það er fáranlegt þetta viðhorf sem við, einhleypar stelpur, fáum.

Eins og maður sé eitthvað afbrigðilegur ef að það er ekki efst á to-do listanum að finna sér karlmann.

Betra er autt sæti en illa skipað!

Sigríður (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:41

4 identicon

Brjánn, hún sagði GAGNkynhneigðir :D

Bæring Gunnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:05

5 Smámynd: Andrea

Hahaha þið eruð alveg drepfyndin!!

Andrea, 2.6.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Bæring: Þetta er nú bara árás á okkur listamenn. Þú upplifir þetta kannski hinsegin? Ha ha.

Bergur Thorberg, 2.6.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Andrea

Hvar er næsta ljóðakvöld?

Farin að hljóma pínu pathetic! En hvað get ég sagt! Maður verður að eiga sumarkærasta!!!! Algjör möst

Andrea, 2.6.2008 kl. 20:47

8 identicon

Bergur, og aðrir. Þetta var bara í léttu gríni, en tek þetta til baka ef einhver tók þessu illa.

Bæring Gunnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:06

9 Smámynd: Ómar Ingi

Ljóðakvöld og listasöfnin

Er það nema furða að maður sé einsamall

Ómar Ingi, 2.6.2008 kl. 22:02

10 Smámynd: Bergur Thorberg

Bæring, auðvitað er þetta grín, látt'ekki svona.

Bergur Thorberg, 2.6.2008 kl. 22:07

11 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held að þú þurfir bara nokkra sérhæfða sumar kærasta, einn til að tala við, einn til að sýna þig með, einn til að dansa við og svo framvegis.

Finnur líklega þann rétt ekki fyrr en í haust, og þá ertu farin að leita að vetrar kærasta og tími sumarkærasta liðinn.

Spurning um að fara bara í dótabúðina, og kaupa eitthvað skemmtilegt dót.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.6.2008 kl. 00:20

12 identicon

Betra er autt rúm en illa skipað...líka á sumrin

alva (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 00:46

13 Smámynd: Andrea

Frábær hugmynd Þorsteinn! :)

Maður raðar ekki ómögulegum mönnum í rúmið sitt- alveg sama hvaða árstími er :)

Andrea, 3.6.2008 kl. 09:45

14 identicon

Ég myndi bjóða þér þjónustu mína, karlmennsku og kunnáttu yfir sumartímann, ef bara síðustu mistökin mín hefðu ekki algerlega bólusett mig gegn kvenfólki fyrir lífstíð.  Hún var ekki aðeins hundfúl og leiðinleg ásamt því að vera gjörsamlega handónýt í rúminu.  Ég hefði getað fyrirgefið henni ef hún hefði verið lesbísk, það má alltaf horfa framhjá því endrum og eins, heldur var hún laumu-femínisti.  Það er óþolandi.  Algjört turnoff!

Kv., Krúserinn.

Krúserinn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:26

15 Smámynd: Andrea

Blessaður vertu, ég er ekkert spæld þó ég fari á mis við sumarþjónustuna þína Krúser
Ég hef nebbla svo lítinn áhuga á mönnum sem losa sig í einum grænum við hund- fúlar og leiðinlegar kærustur sem eru laumu femínistar ;)
Soldið slow?

Andrea, 3.6.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband