21.5.2008 | 22:29
FÆ NETT TAUGAÁFALL ÞEGAR ÉG SÉ MIG Í SPEGLI
Eða ekkert svo nett! Næ að kæfa niður skelfingaröskrið en hrekk í kút og þekki varla manneskjuna sem starir á mig úr speglinum
Ég vaknaði í morgun, eins og alla morgna síðustu áratugina, með ljóst hár niður á mitt bak en kom heim seinni partinn með dökkbrúnan drengjakoll.
Smá ýkt kannski, en hárið nær niður á banakringlu- eða heitir ekki kúlubeinið örugglega banakringla?
Ég hef tekið nokkrar ákvarðanir í lífinu sem snúast um gagngera breytingu á einhverju í lífi mínu. Bara svona til að hrista aðeins upp í mér til að staðna ekki
Flestar hafa snúist um umhverfið mitt, flutninga eða eitthvað þess háttar. Fengið fiðring í magann af því að við verðum flest smeyk á einhverjum tímapunkti við breytingar
Þessi U-beygja á eftir að halda mér í keng í langan tíma. Ég veit ekkert hvaða kona þetta er sem eltir mig á röndum og hleypur inn í alla spegla sem ég geng framhjá!
Ekki laust við að mér líði eins og ég þurfi að skipta um nafn og kennitölu líka
Kveðja Andrea á leið í vitnavernd
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Ég veit ekki hvað það er ...en eitthvað segir mér að þú sért karlmaður.
Flottur pistill einsog þeir fyrri.
Heiða Þórðar, 21.5.2008 kl. 23:35
Karlmaður! Ég sem er hörð á því að ég sé skvísa þegar ég vakna og enn meiri skvísa þegar ég sofna!
Andrea, 21.5.2008 kl. 23:42
Allavega hvort sem þú ert; þá ertu algjör töffari!
Snilldarpenni...og eitthvað svo yndislega laus við kvenlega xxxxx...og xxxxxxx - fyrirgefi mér nú allir feministar þessa lands
Heiða Þórðar, 21.5.2008 kl. 23:47
Ég sæki kvenlegur hliðarnar mínar við önnur tilefni en til að rífa trant á moggablogginu
En takk fyrir hólið fröken Heiða. Pistlarnir þínir hafa skemmt mér í marga mánuði gott að geta launað þér skemmtunina lítillega
Andrea, 21.5.2008 kl. 23:51
Ég er ekki með áunna kynferðisfælni, enda varðar lítt um, en tek undir með Heiðu með pistlana þína.
Stórskemmtilegir.
Steingrímur Helgason, 21.5.2008 kl. 23:59
Hneigi mig í þakklætisskyni- afskaplega kvenlega
Andrea, 22.5.2008 kl. 00:05
Ómar Ingi, 22.5.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.