21.5.2008 | 20:05
ÁBYRGÐ TAKK!
Mér finnst þetta mál- og það er ekki eins og það sé neitt einsdæmi- sýna að þessir aðilar sem eru í barnarverndarnefnd eru gjörsamlega óhæfir til þess
Fólk virðist haldið einhverjum misskilngi um að fólk í svona nefndarstörfum séu eitthvað að fórna sér og tíma sínum öðrum til handa. En fórnfýsi þeirra er ekkert meiri en fólks sem starfar í öðrum nefndum á vegum borgarinnar. Ég hef amk aldrei heyrt neinn tala um fórnfýsi Jakobs Frímanns af því að hann sat í Menningarnefnd Reykjavíkurborgar
Starf barnarverndarnefndar er að sjá til þess eftir bestu getur að VELFERÐ og ÖRYGGI barna sé tryggð.
Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar fjölskyldu vesalings konunnar sem lést sýndu núverandi nefndarstarfsmenn enga burði til að fylgja málinu eftir og á að segja skilyrðislaust af sér eins og skot
Kveðja Andrea
Barnaverndarstofa rannsakar málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Barnaverndarnefnd er pólitískt skipuð nefnd og starfsmenn Félagsmálastofnunar (í þessu tilfelli í Reykjavík) þeir sem framkvæma djobbið og eiga að gera það eftir ákveðnum lögum og reglum.
Nú veit ég ekki hvar ábyrgðin liggur í þessu tiltekna máli. Hver á að segja af sér. Hin pólitískt skipaða nefnd (sem á að mínu mati ekki að vera pólitísk) eða starfsmennirnir.
Ég sá í Kastljósinu að starfsmenn Félagsmálastofnunnar ætla að rannsaka hvernig málið var unnið.
Kannski er þetta víðar svona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 20:24
Ef nefndin sjálf sér ekki sóma sinn í því að víkja þá eiga þeir sem skipa hana að sýna ábyrgð með því að losa sig við þessa ábyrgðarlausu nefnd í einum grænum og reyna að vanda sig betur þegar þeir skipa í nýja
Andrea, 21.5.2008 kl. 20:26
Já og kannski verður það raunin.
Að mínu mati er gjörsamlega fáránlegt ef maður pælir í því að enn skuli barnaverndarnefnd vera pólitískt skipuð áhugamönnum úr hinum ýmsu flokkum. Kommon, minnir mig á þegar prestur var kallaður til ef eitthvað fór úrskeiðis.
Eiginlega dálítið mikil tímaskekkja. Nefdin á auðvitað að vera skipuð fagmönnum og sérfræðingum í málefnum barna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 20:30
Allt þetta system er fáranlega uppbyggt og virðist miðað út frá því að sem flestir geti fríað sig ábyrgð
Á meðan fjölgar fíklum sem eru ennþá börn þegar þau byrja neyslu eins og gorkúlum. Það eru fá úrræði fyrir þau í meðferð og engin þegar þau koma úr meðferð. Ég er viss um að stór hluti þeirra á ekki fjölskyldu sem tekur við þeim og hlúir að þeim
Andrea, 21.5.2008 kl. 20:35
Það segir svolítið um þetta þjóðfélag að á Vogi skuli vera barnadeild (Bangsadeildin).
Þekki til að þessir krakkar, margir hverjir, eru á egin vegum. Oft er annað foreldri eða bæði í neyslu eða þá búnir að gefast upp. Prógnósan fyrir bata er auðvitað ekki stórkostleg.
En það eru samt alltaf að gerast kraftaverk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 20:46
Kraftaverkin gerast ekki á barnadeildinni á Vogi. Eða jú, ég veit um eitt kraftaverk sem gerðist einmitt á Bangsadeild!
14 ára stelpa kom út af Bangsadeild ólétt eftir 37 ára gamlan mann sem hefur gert sér gott orð sem dópisti, dópsali, handrukkari og nauðgari í gegnum árin
Þau kynntust í matsalnum ;)
Andrea, 21.5.2008 kl. 20:51
Vá, þokkalegur fjandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 22:01
litla systir mín var í meðferð á þessari helvítis bangsadeild og hún var að klikkast á því að hafa slefandi kalla á náttsloppum glápandi oní hálsmálið hjá henni
voru sérstaklega tveir sem hún var skithrædd við og reyndi að sitja eins langt frá þeim í matsalnum og fór ekki í setustofuna ef annar eða báðir voru þar
algjört rugl að hafa börn á sama stað og fullorðnir
systa (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:14
Þessi mál eru svo hræðileg að maður getur tæpast hugsað um þetta. Maður bara vonar að eitthvað svona eigi ekki fyrir börnunum manns að liggja.
Helga Magnúsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.