21.5.2008 | 19:38
ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA?
Bara eitt lítið dæmi
Árið er 1938 og Hitler er byrjaður að gera líf gyðinga að einu helviti. Íslendingar, þessi kærleiksríka þjóð, var ekki ennþá búin að setja upp slagbrandinn sem fékk það hlutverk að tryggja að engir gyðingar á flótta upp á líf og dauða kæmust inn fyrir landssteinanna.
Þetta ár komst Dr. Victor Urbancic á flótta undan nasistum til Íslands. Victor sem var framúrskarandi tónlistarmaður hafði verið hljómsveitarstjóri í Þýskalandi og Austurríki hjá virtustu tónlistarhúsum þar. En þegar gyðingaofsóknirnar hófust var hann látin fjúka.
Áður en Victor Urbancic kom til Íslands var varla hægt að finna nokkurn kjaft sem kunni á hljóðfæri. Islendingar voru enn bognir í baki undir þaki torfkofanna og lítið um fína drætti svona menningarlega séð.
Það má alveg ganga svo langt að segja að Victor hafi fyrstur manna fært almenningi tækifæri til að njóta tónlistar.
Enn þann dag í dag er Victor talin einn fjölhæfasti og best menntaðasti tónlistarmaður sem Ísland hefur "átt".
Eftir hann liggur fjöldinn allur af tónverkum og hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitarinnar, hann var hljómsveitar- og söngstjóri Þjóðleikshússins frá stofnun þess og þangað til hann lést
Það var hópur fólks sem var mjög óánægt með að gyðingnum Victor Urbancic skyldi veitt dvalarleyfi á sínum tíma.
Það sagði einmitt að Ísland væri fyrir Íslendinga
Meira um Victor og tvo aðra frábæra tónlistarmenn sem fluttu til Íslands um svipað leiti
Kveðja Andrea
Bloggvinir
- Benna
- Bergur Thorberg
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Hjálmar
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- kiza
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Perla
- Signý
- Sigurbjörn Friðriksson
- Steini Thorst
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svetlana
- Vefritid
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Heyrðu mig "vinur" ég veit ekki til þess að ég hafi haldið því fram að það væru bara snillingar sem flyttu hingað.
En það vissi svo sem enginn hver Victor var þegar hann kom hingað til lands. Fólk og stjórnvöld voru bara almennt á móti því að gyðingar fengju að "flykkjast" hingað undan Nasistum
Hvað ætlar þú að gera við fíkniefnaneytendurna og glæpamennina sem flytja hugsanlega í næsta hús við þig- og eru Íslendingar;)
Hver veit hvað býr í þessum börnum sem stendur til að komi til Akraness?
Það eru fordómar að fordæma fólk án þess að hafa hugmynd um hvað býr í því
OG það er rangt að ÖLL sjónarmið eigi rétt á sér. Mannvonska á engan rétt á sér, ekki heldur í nafni þjóðarrembings
Andrea, 21.5.2008 kl. 19:52
En eins undarlegt og það er þá er fólk sem setur sig upp á móti komu flóttamanna. Reynir að koma með allskonar undarleg rök en kemur svo alltaf upp um eigin fordóma.
En ég er sammála því að það þarf að setja upp einhverjar línur til að fara eftir. Er bara hrædd um að þær yrðu svo loðnar að það geti hvaða embættismaður sem er túlkað þær eftir sínu höfði
Andrea, 21.5.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.