Leita í fréttum mbl.is

ESB - KLOFIN AFSTAÐA UNDIRRITAÐAR

Yfirleitt á ég frekar auðvelt með að átta mig á því hver afstaða mín er í flestum málum. Ef ég er eitthvað í vafa og finnst ég ekki hafa staðreyndirnar á hreinu þá er oftast frekar einfalt að verða sér úti þær ef maður bara nennir að bera sig eftir þeim

Ég er svo einföld að hafa trúað að sama ætti við um kosti/galla þess að Íslendingar sæktu um aðild að ESB.
(Illgjarnar tungur gætu líka orða þetta öðruvísi; Ég er svo einföld að ég skil ekki staðreyndirnar sem ég hef borið mig eftir varðandi kosti/galla þess að Íslendingar sæki um aðild!)

Ég skipti um skoðun jafn oft og ég hlusta/les rök þeirra sem eru að prédika í báðar áttir! Og það hjálpar ekkert að spyrja/gúggla þær vangaveltur sem poppa upp í perunni á mér- niðurstöðurnar eru ýmist loðnar eða stangast á við hvor aðra.

Í dag klukkan 18 var ég alveg hörð á því að við ættum að sækja um aðild! Mjög ánægð með mig að hafa loksins liðið eins og ég væri hætt að sveiflast eftir fagurgala dagsins.
Klukkan var ekki orðin 21 þegar ég var aftur komin í vafa og nú hef ég ekki græna hugmynd um afstöðu mína

Vonandi tjáir sig einhver sætur, skemmtilegur, málefnalegur um kosti og galla á morgun- og helst eins og hann sé að tala við leiksólakrakka

kveðja Andrea pendúll

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nánast afstöðulaus hvað varðar þessa samninga...þó ég viti minu viti á öðrum sviðum / samningum...

Ég sendi á þig þennan sæta, (kannksi) skemmtilega, (veit ekkert hvort hann er/var málefnalegur...gekk aldrei svo langt) ...en klárlega hefur hann hæfileika til að tjá sig við leikskólakrakka....

Heiða Þórðar, 21.5.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Andrea

Selt! Afstaðan mín í þessum flækjufrumskógi er föl! Get ekki staðið í því að skipta um mjög svo ákveðnar afstöður mörgum sinnum á dag miklu lengur !

Andrea, 21.5.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 21.5.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvað varstu að gera milli 18 og 21?

varstu þá að hlusta á gamlar vínylplötur með ræðum Steingríms Joð?

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Andrea

Ég var að borða spaghetti með stjórnmálaplebbum sem seldu mér  sínar skoðanir á 2.5 sléttum!
Ótrúlega staðföst manneskja eða hitt þá heldur

Andrea, 21.5.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sussu. stórvarasamt að eta hveitilagaða lönguvitleysu með fólki sem ástundar pólitíska lönguvitleysu

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 01:18

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. kannast við þetta.  Er stöðugt að skipta um skoðun.  Skil þig systir.

Vingulsnefndin

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 06:35

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

Er gamla brýnið systir þín?

Annars gæti þessi pistill verið að lýsa mínu skoðana-ferli á ESB. En yfirleitt er ég nú hlynntari aðildarviðræðum.

Gísli Hjálmar , 21.5.2008 kl. 08:56

9 Smámynd: Andrea

Hvaða gamla brýni systir hvers?

Andrea, 21.5.2008 kl. 11:34

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta fer að verða flókið

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 13:25

11 Smámynd: Andrea

Já, sé fram á að þurfa að hvíla mig eftir að brjóta heilann um þetta!

Andrea, 21.5.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband