Leita í fréttum mbl.is

AUGLÝSINGAR

Mér finnst sjónvarpsauglýsingar stundum skemmtilegar eða flottar- og stundum bæði. En það er svo mikið af asnalegum auglýsingum að stundum kreppist ég saman af ógeði yfir þeim!

Ajax professinoal- eitthvað undraefni sem þrífur heimilið á meðan þú blikkar auganu.
Sú auglýsing er búin að vera í gangi í amk tvær vikur með vitlausri stafsetningu. "Legðu fyrir það próf"
Loksins er einhver búin að laga þetta en ekki fyrr en amk tveimur vikum seinna.

Opal auglýsingarna- mér verður órótt þegar ég sé þær. Núna er þeir að velta auglýsingu þar sem tveir skeggjaðir og skítugir menn standa með andlitin þétt saman.
Ég finn olíu- og svitalyktina af þeim alveg inn í stofu

Ajax auglýsingin er erlend en íslenskuð með lélegum árangri. Ég kaupi ekki Ajax það sem eftir er!
Opal auglýsingaserían er búin til hér en ég fæ hroll þegar ég sé þær og ekki minni þegar ég sé Opal út í búð.

Er það bara ég?

Kveðja Andrea


Bloggfærslur 30. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband