Leita í fréttum mbl.is

FETTIR OG BRETTIR

Hún elsku mamma mín er frábær og ég elska hana út af lífinu EN

Hún rak nefið hérna inn hjá mér áðan og sá tími  sem hún stoppaði fór aðallega í að fetta og bretta upp á nefið til að sýna vandlætingu sína á heimilisrekstrinum hjá mér.

Mamma: Andrea mín, ég hef nú bara aldrei séð heimilið þitt í svona ástandi eins og það er núna!
Ég: Hvað áttu við? Drasl?
Mamma: Nei nei, ég hef nú séð drasl hjá þér áður en þetta flokkast nú frekar sem óhreinind elskan
Ég: Hvað meinarðu! Smá ryk
Mamma: Smá ryk! Það er frumskógur af ryki undir borðinu þarna í horninu og tómar vín/bjórflöskur fyrir allra augum!
Ég: Æji mamma láttu ekki svona! Það er ekki pláss í geymslunni og ég þarf að fara í endurvinnsluna. Það er ekki eins og það sé leyndarmál að ég drekki stundum bjór og vín! Svo er búið að vera svo gott veður dögum saman og ég nenni ómögulega að eyða tíma í að ryksuga og þurrka af þegar það er glampandi sól úti!
Sérðu ekki að ég er orðin kaffibrún. (sagt til að dreifa huga mömmunnar og fá hrós fyrir hraustlegt og gott útlit)
Mamma: Verkin fara ekkert í frí þó það sé gott veður. Tekur ekki nema örfáar mínútur að taka til og þurrka af ef þú heldur því við á hverjum degi (lalalalala heyrt þetta lag áður)
Og þú ert allt of brún! Verður að passa þig á þessum geislum þarna sem eru svo hættulegir. Svo heldur fólk ábyggilega að þú sért útlendingur svona dökk! Varla kærir þú þig um það!

Ég: Á ekki til orð

Kveðja Andrea útlendingur

HVAR ER HELLA?

Ég hef alltaf haldið að Hella væri þarna rétt austan við Selfoss, Íslandi. En ég er greinilega í ruglinu :)

Talaði við vin minn sem brunaði austur til að spila golf(sjúklingur.
Eitthvað segir mér að hann hafi verið þessi eini sem fór ekki inn að drekka kakó heldur hélt áfram að berja á saklausum kúlum á meðan haglélið buldi á honum :)

Kv.Andrea


mbl.is Þrumur og haglél á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband