Leita í fréttum mbl.is

ENN EINN SORGARDAGURINN

Enn og aftur upplýsist hversu steingeldir Íslendingar eru þegar tónlist er annars vegar.
Akkúrat núna eru tveir kettir að reyna að drepa hvorn annan hérna fyrir utan hjá mér og mínir eigin James Blunt tónleikar óma um hverfið.
Fullt af fólki á James Blunt??? Hvaða rugl er það?!

Og annað! Whitesnake tónleikarnir fengu 4 og hálfa stjörnu í DV og 1 í Mogganum. Ég hefði ekki gefið þeim neina. Ef Coverdale hefði sleppt því að reka upp fölsk öskur með reglulegu millibili hefði ég gefið þeim 3 stjörnur. Unga hljómsveitin var nokkuð þétt en Coverdale- algjör horror!

Kveðja Andrea


mbl.is James Blunt á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA?!

Við hrynjum niður alla lista yfir best/mest/fallegast/hamingjusömust!!

Nú verðum við að taka höndum saman stelpur og drífa okkur til lýtalæknis og láta laga okkur aðeins til!
Stærri brjóst, þykkari varir, meiri aflitun! Koma svo!

Kveðja Andrea


mbl.is Fegurstu konurnar ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KALLI BJARNI CELEB

Er ekki eitthvað skrýtið við að þetta þyki frétt? Og er ekki eitthvað undarlegt við að einhver sem getur rétt svo skrönglast skammlaust í gegnum lag þyki svo mikið celeb á Islandi að hver einasta lína sem fer upp í ranann á honum rati í blöðin?

Svo er hann að skrifa barnabók á milli þess sem hann spilar golf og glamrar á gítar. Ja hérna

www.dv.is Í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt er greint frá því að Idolstjarnan Kalli Bjarni sýni iðrun og yfirbót þar sem hann afplánar dóm vegna kókaínssmygls á Kvíabryggju. Þar spilar hann golf á níu holu velli sem hannaður hefur verið fyrir fangana, vinnur að barnabók sem koma á út fyrir jólin og semur tónlist sem tekin verður upp strax og refsivistinni lýkur. Séð og Heyrt birtir stórglæsielgar myndir af Kalla Bjarna á golfvellinum í fangelsinu á Kvíabryggju.


SEX, LIES AND SUPRERMARKETS

Jón Ásgeir er greinilega heitur þessa dagana. Bók um manninn sem er ekki komin út fæst keypt á amazon fyrir tæpar 22.þúsund krónur!

Alveg hefur farið framhjá mér hvað maðurinn er hip og kúl. Alltaf séð hann sem frekar hrokafullan montrass sem á meira klink en hann kemst yfir að eyða.
eyjan

Kveðja Andrea


ÞAÐ VÆRI LJÓTT AF MÉR AÐ SKRIFA ÞAÐ SEM ÉG ER AÐ HUGSA

En ætli orðasambandið "ekki er svo með öllu illt að ei boði gott" dragi það ekki ágætlega saman.

En skemmtilegur er kallinn, það verður ekki frá honum tekið.

Kv. Andrea


mbl.is Nánast hálfur maður sem utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband