29.5.2008 | 21:28
JÁ, NEI TAKK, HELD EKKI, SAMA OG ÞEGIÐ
Það er náttúrulega bara bilun að vilja búa þarna á skjálftavaktinni á Suðurlandi!
Var að tala við fyrrverandi besta vin minn sem býr þarna og það er allt í rúst inni hjá honum! Flatskjár og matarstell í einni kös á gólfinu!
Fyrrverandi vinur af því að héðan í frá set ég stórt spurningamerki við að eiga vini sem eru svo kreisí að vilja búa við þessa geðveiki
Hristingurinn í Reykjavík var alveg nógu mikil spenna fyrir takk fyrir pent!
Kveðja skjálfAndrea
![]() |
Altari kirkjunnar í molum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.5.2008 | 13:09
SKYLDU GEIMFARAPÍPARAR..................
Líka skarta skorunni úti í geimnum?
En "skreppa" og koma viku seinna með eitt rör?
Skrifa himinháa reikninga án þess að vera búnir að gera rass***?
Horfast í augu við brjóstin á manni þegar maður talar við þá?
Segja klámfengna og ekkert fyndna brandara út í eitt- á meðan þeir stoppa í smá stund og gera ekkert nema flagga skorunni?
Sorry! Vottar kannski örlítið fyrir biturð?
Píparar ekki alveg á toppi vinsældarlistans þessa dagana! Nýbúin að borga einum hvítuna úr augunum fyrir að gera ekki neitt- tja nema undirstrika hvað ég er ánægð með brjóstin á mér sem kostuðu ekki krónu
Kveðja Andrea brjóstagóða
![]() |
Pípara vantar út í geim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2008 | 09:58
HETJA ÞJÓÐARINNAR - EÐA ATHYGLISSJÚKLINGUR
Kannski byrjaði þetta allt saman af hugsjón........................................................................................
En ég er svo mikill dóni að ég held að þegar svona "nóboddís" fá athygli eins og Sturla hefur fengið undanfarið veðrist þeir upp í henni og missa sig gjörsamlega.
Mér finnst trukkabílstjórinn ekta svoleiðis dæmi.
En kannski er það ekkert svo slæmt- eða hvað?
Hann er að berjast fyrir alla þjóðina
kveðja Andrea
![]() |
Fyrst og fremst táknræn athöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.5.2008 | 09:25
EN HVAR ER ÞETTA GULA!
Hiti smiti!
Mig vantar sól!
Er alveg klár í háhælaða tásuskó, kjól og með sólgleraugun á hausnum! Búin að vaxa allt sem á að vaxa, klippa hárið og nú hangi ég bara heima í sólarskvísugallanum!
Endar með því að maður þarf að koma sér í eitthvað af þessum krummaskuðum úti á landistan!
Kveðja Andrea
![]() |
Hlýjasti maímánuður í Reykjavík síðan 1960 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. maí 2008
Bloggvinir
-
Benna
-
Bergur Thorberg
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Hjálmar
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiða Þórðar
-
Jens Guð
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
kiza
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Perla
-
Signý
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Steini Thorst
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svetlana
-
Vefritid
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- 11.5.25
- Sarah Paine um forhertan viljann til að fara í stríð
- Kanada lifir sníkjulífi á Ameríku & Carney wefur örlög þjóðarinnar ...
- Fyrstu tíu dagar maímánaðar 2025
- 76% fjölgun bjargráðsígræðslna á LSH
- DeepSeek spjall.
- Reykjavík, maí 2025
- Páfi biður fyrir friði
- Hvert stefnir Evrópa?
- Þegar sósíalisminn var stöðvaður