23.5.2008 | 20:08
DR 1 AUGLÝSIR ÍSLENSKA LAGIÐ GRIMMT!
Danska sjónvarpið auglýsir Eurovision grimmt. Þar sýna búta af hinum ýmsustu keppendum og þar á meðal Regínu og Friðrik Ómar
En lagið sem er spilað undir allan tímann er "This is My Life". Frekar töff og fín auglýsingin og ætti að færa okkur nokkur dönsk atkvæði
kveðja Andrea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 19:24
ELDHEITAR ÁSTARSÖGUR *bíb*
Ákvað að fjarlægja þessa færslu, eða öllu heldur innihaldi hennar
Fékk hroll við tilhugsunina um hvernig kommentin gætu litið út. Get ekki setið við tölvuna 24/7 og eytt út innleggjum með ítarefni um fólkið sem um ræðir.
Get röfla yfir því að miðlar geri mannamun þegar þetta er orðið opinbert
Kveðja Andrea fljótfæra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2008 | 18:17
HEIMSYFIRRÁÐ EÐA DAUÐI
Nú er fallegasta, ríkasta, hamingjusamasta, best lesna, tæknivæddasta, frumlegasta, náttúruvænasta, umhverfisvænasta, skemmtilegasta og MONTNASTA þjóð komin í aðalkeppni Eurovision!
Þá er bara formsatriði að klára þetta, vinna og plana hvar við eigum að halda næstu keppni.
Þegar það er búið er ekkert eftir nema eignast heiminn skuldlausan!
Ísland- best í heimi
kveðja Andrea ælir
![]() |
Evróvisjón á vellinum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2008 | 10:40
FRÉTTIN SEM MBL.IS GLEYMDI AÐ SKRIFA
Fréttastofa mbl.is hefur fengið margar upphringingar í dag frá reiðum foreldrum sem mættu eins og krumpudýr í vinnuna í dag eftir andvökunótt.
Foreldrarnir sem ákváðu að leyfa ungum börnum sínum að horfa á undankeppni Eurovision í gærkvöldi töldu sig ekki vera að stofna börnum sínum í voða, enda var tilgangurinn að næra þjóðarrembing þeirra frá unga aldri. En í staðinn plöntuðu þau öri á litlar barnssálir sem ekki verða afmáð nema með mörgum tímum hjá sértilgerðum barnafræðingum.
Þegar sænska konan birtist á sviðinu ráku börn um allt land upp skelfingaróp. Þarna var skrýmslið sem búið hafði undir rúminu þeirra ljóslifandi komið í kassann í stofunni. Og feður landsins, sem að öllu jöfnu hafa rokið upp til handa og fóta til að reka hryllingin undan rúminu og koma börnum sínum þannig til bjargar, sátu sem fastast og góndu.
Í öllu stressinu fyrir kvöldið hafði konan gleymt að fara í pilsið/buxurnar og stóð á sviðinu í bol einum fata.
Þannig tókst henni að beina sjónum almennings frá uppvakningsandlitsdráttunum og að fögrum leggjunum
En blessuð saklaus börnin sem ekki hafa þroska til að meta fagra leggi eiga um sárt að binda
Kveðja Andrea fréttaritari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 23. maí 2008
Bloggvinir
-
Benna
-
Bergur Thorberg
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Hjálmar
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiða Þórðar
-
Jens Guð
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
kiza
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Perla
-
Signý
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Steini Thorst
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svetlana
-
Vefritid
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Að hella úr sinni andlegu ruslatunnu ... og margt fleira
- Á hugbreytandi efnum í "hugrekkis-hraðlestinni" til Kænugarðs?
- Ekkert þjóðaratkvæði
- 11.5.25
- Sarah Paine um forhertan viljann til að fara í stríð
- Kanada lifir sníkjulífi á Ameríku & Carney wefur örlög þjóðarinnar ...
- Fyrstu tíu dagar maímánaðar 2025
- 76% fjölgun bjargráðsígræðslna á LSH
- DeepSeek spjall.
- Reykjavík, maí 2025